Vikan

Útgáva

Vikan - 20.11.1975, Síða 1

Vikan - 20.11.1975, Síða 1
SVERRIR ÞÓRODDSSON SEGIR FRÁ KAPPAKST — URSÆVINTÝRUM. Bifreið Sverris sést hér með laust afturhjólið, augnabliki eftir óhaþp- ið á CASERTA. Fremri bíllinn á myndinni var sá, sem Jo Willeams ók, sem óhappinu olli. ...Ég var á rúmlega 200 km. hraða, þegar ég kom úr beygjunni, síðustu beygjunni áður en komið var í mark. Nú var aðeins smá- spotti eftir — og einn bíll — því bretinn var ennþá á undan mér. Ég hafði tínt þá upp hvern á fætur öðrum á beinu köflunum, og nú átti ég aðeins einn eftir til að verða fyrstur. Ég neytti allra bragða, sem mér komu í hug til að ná honum. — Ég breytti aðeins stefnu, þannig að ég var beint fyrir aftan bretann og fann samstundis, að bíllinn herti á sér til muna, þegar hann komst inn í kjalsogið af bretanum. Loftmótstaðan hafði strax minnkað, og það var eins og brllinn beint fyrir framan drxgi mig að sér. Áfram hélt ég og nálg- aðist nú óðum bretann, þar til aðeins munaði örfáum tommum að ég keyrði á hann að aftan. Þá fór ég smám saraan að þoka mér til hægri, ...en passaði mig s'amt að halda mig eins og hægt var í kjal- soginu. Svo var ég kominn nægi- lega langt til hliðar til að mjaka mér meðfram honum hægra megin áfram...hægt og hægt á rúmlega 230 km. hraða. Það virtist heil cilífð, meðan ég þokaðist smám saman framar og framar, framhjól- ið hjá mér var nú á móts við hægra afturhjól hans...nú á móts við miðj- an bíl...og áfram þokaðist ég. Bretinn skildi auðvitað fullkomlega hvað ég var að gera. Hann rétti augnablik upp hægri höndina I kveðjuskyni, og gerði merki með fingrunum, sem ég skildi alltof vcl og mér fannst ég heyra það, sem hann hugsaði: „Stubborn, crazy, bloody. Icelander. I’ll show you who is the master on this leg.. ” Ég brosti til hans og hugsaði honum svipað svar...bíddu bara bretlingur, við erum ekki enn skildir að skiptum...og framar þokaðist ég upp með hlið hans, þar til fram- hjólin voru næstum því samsíða... þá skyndilega sýndi bretinn sitt innsta eðli, þegar hann sá að hann var að tapa...hann beygði snögg- lega til hægri og ók vísvitandi á mig að framan!!! Þessu átti ég sannarlega ekki von á. Þetta var langt í frá samkvæmt þeim við- teknu reglum, sem virtar voru

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.