Vikan

Tölublað

Vikan - 20.11.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 20.11.1975, Blaðsíða 7
alveg eins og ætti að skjóta mig. Þeir voru búnir að bretta upp erm- ar, einstaka hnífar sáust á lofti, og hver veit, hvað hefði gerst, cf einn keppendanna, sem var þá að koma í mark, vinur minn Prince Adam Czartoryski, sem sagðist vera náfrændi don Juan Carlos, nú arftaka Francos á Spáni, hefði ekki komið þarna að og bjargað mér úr klípunni. Hann talaði auðvitað bæði ensku og ítölsku reiprennandi og gat skýrt málið á báða bóga, og róað alla aðila, svo að sættir tókust. — Hefur þú oft lent i slysum? — Já, nokkrum sinnum hefur það komið fyrir, en alltaf hefi ég sloppið lifandi eins og þú sérð, og ekki alvarlega meiddur. — Ég man t.d. einu sinni eftir kappakstri sem fram fór í CAS- ERTA, rétt norðan við NAPOLI sunnarlega á Italíu. Brautin var þá þannig, að hluti hennar lá i gegn- um bæinn — það er búið að breyta því núna, enda var ekki vanþörf á, því hún var hreinasta dauða- giidra, eins og þú færð að heyr@. — Þar sem brautin lá í gegnum bæinn, var vegurinn í sífelldum beygjum og hlaðnir steinveggir beggja megin. Og algjörar blind- beygjur þar að auki. Það var komið langt fram I keppni — búið að fara heilmarga hringi — þegar ég var einu sinni nýkominn framhjá þessum slæma kafla og kominn út á beinan veg. Rétt á eftir mér var ungur og lítt reyndur engl- endingur, sem var að reyna að taka fram úr mér. Það endaði með því, að hann keyrði utan í mig að aftan — á afturhjólið, svo að það sprakk, og ég varð að keyra út í kant og stoppa, en englendingurinn þaut út af brautinni. En þótt ég í fyrstu bölvaði honum kröftuglega, sá ég síðar, að þetta atvik varð mér senni- lega til lífs. Þegar ég var stoppaður og dautt á bílnum, fór ég út úr og gekk dálítinn spöl til baka. En allt í einu stansaði ég. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Ég fór að hlusta. ' Steinhljóð. Vcnjulega áttu að heyrast drunur I næsta bíl, og þeir áttu að koma hver af öðrum þjótandi í gegnum beygjuna... En ég beið og beið, og ekkert gerðist. Enginn kapp- akstursbíll ekkert hljóð.. .ekkert!!! — Þannig var, að í einni blind- beygjunni I gegnum bæinn var vörður við veginn, sem átti að gefa bílunum merki um, hvort allt væri í lagi framundan. Slíkir verðir voru á öllum beygjum. Þessi náungi hafði orðið leiður á að bíða eftir næsta bíl og hafði gengið nokkuð langt til baka til að sjá betur yfir braut- ina, því hann vildi fá að sjá keppn- ina. Á meðan hafði komið kappakstursbíll að beygjunni, sem hann átti að passa, ekkert merki ATHUGIÐ: Bílar eru einnig stað- settir í Reykjavík. Afgreiðslan er að Þórsgötu 17, símar 13828 og 24965. BÍLALEIGA AKUREYRAR AUGLÝSIR: Leigjum bila án ökumanns. Afsláttur veittur af lcngri leigutíma. Volkswagen 1302 og 1303. Mazda 818 station. Volkswagen sendiferðabifr. Volkswagen 9 manna. Land Rover 7 og' 10 manna. Blazer 6 manna. Ford Bronco. Sérstök flugvallarþjónusta. Bílaleiga Akureyrar Tryggvabraut14 Símar 21715 og 23515 box 510 Akureyri. Bifreiða- eigendur! Aukið öryggi; sparnað og ánægju í keyrslu yðar, með því að láta okkur annast stillingarnar á bifreiðinni. Véla- hjóia- og Ijósastillingar ásamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin tæki. ’O. Cngilbert//on h/f Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.