Vikan

Tölublað

Vikan - 20.11.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 20.11.1975, Blaðsíða 8
séð og auðvitað álitið, að allt væri í lagi. En þegar hann kemur að blindbeygjunni, þá sér hann aldr- aðan ítala, þar sem hann var að rölta yfir veginn í rólegheitum. Kappanum bregður svo við, að hann fer beint inn í næsta grjót- garð með allan sinn hraða, skemmir grjótgarðinn og lætur lifið á stund- inni. Og þar stóð bíllinn, þegar næsti bíll kom fyrir beygjuna. Og næsti. Og næsti. Og næsti. Þang- að til bílkássan sást fyrir hornið og menn fóru að átta sig á, að ekki væri allt með felldu. Sjálfur hefði ég keyrt með um 200 km. hraða fyrir þetta sama horn, nokkrum augnablikum síðar, ef bretinn hefði ekki sett gat á afturdekkið hjá mér með mestu prúðmennsku. í þessu slysi fórust 3 menn, þar af 2 úr mínum flokki. Það var hroðalegt... — Ekki hefur þú alltaf sloppið svona vel? — Nei, ekki var það nú alltaf svona þægilcgt fyrir mig. Einu sinni var ég í kappakstri í Portúgal og ætlaði í bíræfni að taka fram úr tveim bílum í einu, með því að nota kjalsogið til að fara fram úr þeim svipað og ég hefi sagt þér áður. Oft er þetta hægt, en varla þegar um tvo bíla er að ræða... ...Á milli. lífvarðanna gekk inn ítalinn með sólgleraugu og hafði stóran pakka í hendi. Réttingaverkstœði athugið Getum útvegað með stuttum fyrirvara hina fjölhœfu réttingatjakka og réttingatœki frá Guy-Chart í Kanada fyrir allar stœrðir ökutœkja og verkstœða Sýningartœki og nánari upplýsingar á staðnum Súðarvogi 36, simi 35051 og 85040 Bílasmiðjan Kyndill, Kvöldsími; 75215 Mér tókst þetta heldur ekki. Það er að segja, ég tók fram úr bxlunum báðum, en þegar ég var búinn að því, vorum við komnir svo nálægt einni beygjunni, að ég náði henni ekki á þeim hraða, sem ég var á. í kringum brautina var einfaldur tlgulsteinaveggur, og bíllinn æddi á hann hvað sem ég gerði, og sam- eiginlega settum við stórt gat á vegginn, og svo stoppaði ég hinum megin, eins og maður sér stundum I teiknimyndum. Ég hélt áfram: — Einhvern tlma minnir mig ég hafi heyrt, að illa hafi farið...? — Já, það var I Danmörku, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Ég var þá auðvitað á fullum hraða og ætlaði að fara að hemla, þegar komið var að einni beygjunni, þegar hvellsprakk á öðru afturhjóli. Brautin var eins og geysistór skál, með moldarveggjum að utan, þökt- um torfi. Veggirnir hölluðust að- eins útávið. Ég missti alveg vald á bílnum, og brenndi beint á moldar- barðið. Blllinn stakkst á kaf inn I barðið, endasteyptist síðan hvað eftir annað og fór I flikk-flökkum meðfram barðinu. Þetta var áður en öryggisbelti voru lögboðin I kappakstursbllum. Það var álitið þá að öryggisbelti væru alls ekki svo örugg — heldur væri betra að losna við bílinn sem fyrst. Ég hélt mér eins og um lífið væri að tefla, en allt kom fyrir ekki. Ég kast- aðist út úr bílnum með stýri og allt saman I höndunum. — Varstu mikið beyglaður eftir byltuna? Það voru brotin nokkur rifbein, og svo fór viðbeinið. Nóg til þess að ég varð að hvíla mig nokkra stund á eftir. — En segðu mér, hvernig fékkstu þessa dellu upphaflega? — Ætli ég hafi bara ekki verið fæddur með þessum ósköpum til að byrja með. Svo skoðaði ég og las I blöðum um kappakstur og annað fjör, og eftir að ég komst til vits og ára, búinn að fá mln akstursrétt- indi o.s.frv., fór ég að hugsa um hvernig hægt væri að komast I slíkar keppnir. Ég sá einhvers staðar auglýsingu um kappakstursskóla I Bretlandi, og dreif mig þangað. Þar var manni kennt ýmislegt, sem að kappakstursbílum og kappakstri laut. Skólinn hafði slna eigin bíla, að vlsu nokkuð komna til ára sinna, en þar fékk ég mína fyrstu skólun. Þá sá ég, að vita tilgangslaust væri að reyna að komast I slíka keppni, nema eiga keppnisbifreið sjálfur, og þegar ég frétti af, að einn sllkur væri til sölu fyrir viðráðanlegt verð, þá skellti ég mér á hann. — Að vlsu var hann á nafni skólans, og ég fékk hann geymdan hjá fyrirtæki, sem gerði við og leigði út slíka blla. Öðru hvoru var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.