Vikan

Tölublað

Vikan - 20.11.1975, Blaðsíða 9

Vikan - 20.11.1975, Blaðsíða 9
haldin keppni, sem skólinn tók þátt I. Bíllinn minn hafði ágætan mótor og var að öðru leyti í lagi, þótt hann væri ekki af nýjustu gerð, svo ég skellti mér í keppnina í nafni skólans. — Og hvernig gekk? — Ég gaf bara inn bensín eins og hxgt var og brenndi hringina hvern á fætur öðrum, með stýrið í klofinu og hjartað í buxunum. Ég varð svo langt á undan hinum, að ég sá í afturendann á þeim fyrir næsta horn. Samt var skólastjórinn ekki * ánægður. Hann vildi hafa mig dálítið tæknilegri. Svo settist hann upp í bílinn hjá mér og sagði mér að taka það bara nógu rólega. Aka nokkra hringi í rólegheitum... og það gerði ég. Þegar ég hafði farið nokkra hringi fór ég að auka hraðann. Skólastjórinn var með stoppúr í hendinni, og þegar ég hafði farið ákveðna vegalengd, stoppaði ég. Þá hafði honum mælst hraðinn meiri en venjulegt var á þessari braut. — Þetta kenndi mér töluvert, aðallega að taka hlutunum með meiri ró, hugsa mitt mál, þekkja brautina, þekkja bílinn, keppend- urna o.fl. Það er það eina, sem dugar. — Til dæmis þegar maður fer á nýja braut, þá þarf að stúdera hana alveg ofan í kjölinn, og svo verður að stilla gírana samkvæmt því... — Stilla gírana...? — Já, það eru um 40 mismun- andi gírastillingar, sem verður að stúdera og reikna út fyrir hverja braut. Maður hefur öll þessi hjól I höndunum og skiptir eftir þörf- um... — Bara sí-sona? — Já, þetta er ekki eins og I venjulegum bílum. Maður stendur fyrir aftan bllinn og dregur allt draslið út úr gírkassanum. Þannig hefur maður allt fyrir framan sig og skiptir um tannhjól með einu handtaki. Slík óperasjón tekur aðeins nokkrar mlnútur, en nógu erfitt er samt að reikna út, hvaða gírastillingu maður þarf á að halda á hverri braut. — En nú ertu alveg hættur sllku. 4 Hugsar bara um flugvélar og skiptir þá heldur um glra I þeim... — Já, þetta var nú svona meira 1 unglingabrellur en annað. Og gíra þarf ekki að skipta um I flugvélum, skal ég segja þér. Enda mundi maður ekki koma nærri slíku þó þess væri þörf. Þar er öryggið fyrir öllu. Allt önnur viðhorf. Og þá treystir maður á sérþjálfaða menn.. enda óhætt. En skemmtilega reynslu fékk ég af þessu öllu saman, reynslu, sem gleymist seint. Bæði mekaníska og sálfræðilega reynslu, skal ég segja þér, sem komið getur að góðu haldi, þótt slðar verði. G.K. UPHOLSTERY CLEANER áklæðahreinsir DE ICER ísbræðir STARTING FLUID ræsivökvi andri,„ BORGARTLIN 29, SlMAR: 23955,26950.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.