Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 12
KENINIIÐ BÖRNINIM AÐ VARAST ELDINN Varist eldinn yfir hátíðarnar BRIJIMABÓTAFÉLAG ÍSLAIVIDS Laugavegi 103 — Sími 26055 LAUSÆkR CERFITENNUR mNDRMRL LENCUR SUPER COREGA er nýtt og endurbætt tannlím, og vegna sérhannaðrar samsetningar er það einstaklega haldgott lím. SUPER COREGA tryggir örugga fest- ingu tannanna, þann- ig að þær falla vel að öllum gómnum. Reyndu SUPER COR- EGA, það er auðvelt í notkun, og gefur þér nýja öryggistilfinn- ingu og vellíðan. 12 yiKAN 50. TBL. Dósturinn EN ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ RASSINN! Akureyri 21.10.’75. Komdu blessaður, Póstur góður! Ertu ekki hress? Jæja, best að snúa sér að efninu. Hvað cr hægt að gera við stóran rass? Ég er svolítið þybbin, en það jafnast ekkcrt á við rassinn. Er það ekki allrosalegt að vera 169 1/2 sm. á hæð og 65 kíló? Ég á heima á Akureyri eins og þú hefur kannski grun um. í sum- ar var cg með strák að sunnan. Hann fór hcim I ágúst og sagðist ætla að skrifa mér þúsund bréf og svo frv...., en ég hef ekkert heyrt frá kauða ennþá. Hvað myndir þú gcra? Skrifa honum, eða láta hann eiga sig? Jæja, ég held að ég fari að hætta þessu röfli. Hvað heldurðu að ég sé gömul? Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin? Og að lokum, hvernig eiga sam- an fiskastelpa og strákur í meyjar- merkinu? En fiskastelpa og stein- gcitarstrákur? Gangi þér allt I haginn og þús- und kossar fyrir birtinguna. (ef þetta rugl kemst á prent). F.A.E. Þakka þér kærlega ö/l blessunar- orðin og kossana í bréfinu þínu. Ekki bera allir lesendur Vikunnar heill Póslsins svo mjög fyrir brjósti sem þú virðist gera. Daginn, sem Pósturinn bögglast við að svara brefinu þínu, er hann ekkert óskaþlega hress. Úti er vitlaust veður, rigning og ferlegt rok. Póstinum er hrceðilega kalt á nefinu, hann er syfjaður og kvíðir ■ því að brjótast heim í veðurofsan- um. Þetta er fyrsti dagurinn hér fyrir sunnan sem minnir á skamm- degið. Ef ekki vœru jólin, sem krydda svo hressilega vetrarmánuð- ina, vceri þunglyndið uggvcenlegra nærri. Jólin með allri sinni litadýrð og okkar skjannahvíti snjór setja léttarisvip á skammdegismyrkrið en margur gerir sér Ijóst. Jceja, það er best að Pósturinn snúi sér að efninu. Við stórum rassi er lítið annað að gera en sætta sig við tilveru hans. Ekki vildir þú vera rasslaus með öllu. Huggaðu þig við, að það er ólíkt þægilegra að sitja á stórum rassj. Þú ert sem fædd til skrifstofuvinnu. Það er sérhæfi- lciki, sem ekki er öllum gefinn. Einn af blaðamönnunum okkar er einmitt jafnhár og þungur og þú. Hann samsvarar sér bara nokk- uð vel, að eigin sögn. En hann er að vísu karlkyns. Hvernig er það, er ekki nóg af sætum strákum þarna á Akureyri? Hvers vegna viltu vera að eltast við þennan sunnlenska drjóla, sem greinilega er hálfómerkilegur í þokkabót? Strákur, sem segist ætla að skrifa og skrifar svo ekki, er ekki sendibréfs virði. Þú ert ekkert fjörgömul, senni- lega milli tektar og tvítugs. Skrift- in er nákvæmlega jafnfalleg og hjá honum vini þínum, sem skrifaði mér um daginn. Ert þú kannski vinkonan, sem var að stríða honum með masi um barneignir? Það er Ijótt af þér að hræða drenginn svona. Fiskastelpa og strákur í meyjar- merkinu annað hvort laðast hvort að öðru eða fyllast fullkominni andstyggð. Steingeitarstrákur á ágœtlega við fiskastelpu. Hann sýn- ir henni sínar bestu hliðar og reyn- ist trölltryggur. Þú segir í eftirmála t bréfinu þínu, að sjálf hafir þú ekki síma, en gefur upp símanúmer í næsta búst. Átti fólkið í næsta húsi von áþvt, að Pósturinn hringdi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.