Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 35
lagi. Að hennar mati eyðilagði þetta allt saman. Fegurðasmekkur þessa tíma heimtaði, að kinnar væru rjóðar sem rósir, og Marianne fyrir- varð sig vegna þessa tataralega hör- undslitar. Jafnvel óaðfinnanlegar hendur hennar og þétt silkimjúkt hárið, sem náði niður fyrir mitti, gat ekki fengið hana til þess að sætta sig við þetta. Marianne Iíkt- ist föður stnum. Móðir hennar hafði verið ljós yfirlitum, en hinir ríkj- JULIETTE BENZONI andi eiginleikar komu úr Auverg- neættinni og minntu dálítið á Mára- riddarana úr liði Abd-ar-Rhaman, sem höfðu blandast ætt hennar frá Flórens. Hið ljósa breska yfirbragð Anne Seltons hafði með öllu kaf- færst. Marianne var niðurbeygð, er henni •varð hugsað til augna Ivy St. Albans, sem voru full af þrá. Hún reyndi að vinna aftur sjálfstraust sitt við þá tilhugsun, að Francis hefði valið hana, beðið um hönd hennar, og það hlaut án efa að þýða, að honum geðjaðist vel að henni. En samt hafði hann aldrei sagst elska hana, ekki einu sinrii reynt að leita á hana. Sannleikurinn var auðvitað sá, að til þess hafði gefist lítill tími. Þetta hafði allt saman gerst með svo snögg- um hætti. Engu að síður skalf Marianne við tilhugsunina um nótt- ina, sem var framundan, rétt eins og hún stæði við landamæri óþekkts lands, þar sem biðu hennar ótal gildrur. Þær bækur, sem hún hafði yndi af að lesa, voru venjulega fremur fáorðar um það, sem gerðist á brúðkaupsnóttina. Því var oftast lýst þannig, að hin unga brúður birtist eftir á, roðnaði lítið eitt og var hæversk og niðurlút. Undantekning- arlaust var um að ræða einhverja innri glóð, sem Marianne var I augna- blikinu í vandræðum með að útskýra. Hún snéri sér frá speglinum og brosti til frú Jenkins, sem hafði al- gjörlega neitað nokkrum öðrum að annast um ,,barn” hennar við þetta hátíðlega tækifæri. Hún var nú I óða önn að taka úpp hinar dreifðu flíkur, en endurgalt bros hennar. ,,Þér lítið yndislega út ungfrú Marianne,” sagði hún hughreyst- andi, ,,og þetta verður allt í lagi. Verið því ekki svona niðurdregin.” ,,Ég er ekki niðurdregin, Jenkins... aðeins taugaóstyrk. Veistu, hvort herramennirnir eru staðnir upp frá borðum?” , ,Ég skal gæta að því. Frú Jenkins fór út með fullt fangið af knipplingum og undir- pilsum, en Marianne gekk annars hugar yfir að glugganum. Nóttin var enn dimm, og á himninum var enga stjörnu að sjá. Þokuslæðingur vatt sig eins og vofa yfir garðinum. Ekkert var sjáanlegt, en Marianne þurfti ekki augu til þess að sjá fyrir hugskotssjónum sínum vlðáttumiklu, sökkgrænu grasflötina, sem haustið hafði ekki enn náð að varpa fölva slnum á. Hún vissi, að hún endaði I dálítilli fjarlægð, en þar tóku við stór, skuggasæl og aldagömul eikar- tré. Þar fyrir handan lágu kyrr- látar hæðir og þéttvaxnir skógar Devonshire, þar sem hún gæti þeyst áfram dögum saman að elta uppi ref eða dádýr. Þetta var sá tlmi árs, sem Marianne elskaði hvað mest. Vetur fór I hönd, og á morgnana var þoka, en á kvöldin var setið við arineldinn og ristaðar kastaníuhnet- ur. Seinna var svo rennt á skautum eftir ísilögðum tjörnum á æsandi hraða framhjá frostsilfruðum reyr- bcðum. Allt þetta hafði verið einföld gleði æsku hennar. Marianne hafði aldrei gert sér grein fyrir þvl fyrr en I kvöld, hversu mjög hún elsk- aði þetta gamla hús og landareign- ina og ensku sveitina, rauða moldina og bylgjandi hæðardrög, sem höfðu umlukt hana, munaðarleysingjann, mjúkum örmum. Er hún nú stóð á þröskuldi þeirrar nætur, er hún myndi gefa sjálfa sig Francis á vald óskaði hún þcss, að hún gæti enn einu sinni hlaupið út I skógana, vegna þess að trén þar virtust búa yfir óræðu afli, sem hratt frá henni kvíða og ótta. Og einmitt á þessu augnabliki vissi hún, að hún var óendanlega hrædd, hrædd við að valda honum vonbrigðum, eða að honum fyndist hún óbrotin og heimsk. Ef aðeins hann hefði tekið hana I faðm sér einu sinni, bara einu sinni. Ef hann hefði aðeins hvíslað einhverjum ástarorðum I eyra hennar til þess að auka á sjálfstraust hennar, þannig að hún kæmist yfir hæverskuna... en, nei, hann hafði ávallt verið kurteis, jafnvel bllður. En Marianne hafði aldrei séð þann ástríðuofsa I augum hans, sem hún vildi svo gjarnan vekjá með honum. Vafalaust myndu óskir hennar rætast I kvöld. Yfirþyrmandi bllðuatlot og ástarorð myndu fá hana til þess að kikna I hnjáliðunum. Nú beið hún þarna I hitasóttarkenndri eftirvænt- ingu, og munnur hennar var skræl- þurr, en hendurnar Iskaldar. Áreið- anlega hafði engin stúlka verið svo áköf I að verða aðdáandi eiginmanns slns og undirgefin ambátt, enda viðurkenndi Marianne það fyrir sjálfri sér, að það væri ekkert, sem hún ekki fengist til þess að gera vegna ástar hennar á Francis. Hún var auðvitað að mestu fáfróð um það, hvað orðin að ,,tilheyra einhverjum” þýddu. Ellis frænka var ekki lengur til staðar til þess að segja henni það, jafnvel þótt gert væri ráð fyrir þvl, að hún hefði vitað það sjálf. Og gamla frú Jenkins gat það áreiðanlega ekki, en hún hafði óljóst hugboð um, að áhrifin myndu valda algjörri umbyitingu innra með henni og llf hennar gjörbreytast. Myndi hún elska trén og sveitina á morgun, ef Francis gerði það ekki llka? Örlítið hrikt I hurðinni rauf hugs- anir hennar. Jenkins var komin aftur, og Marianne snéri sér snöggt við og gekk til móts við hana. Hérer það a It- prjónarnir, karfan og Gefjunar garnið DRALON-EABY DRALON-SPORT GRETTIS-GARN (1007-ulD GRILON-GARN GRILON-MERINO GEFJUN AKUREYRI < 50. TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.