Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 39
valda hneyksli um miðja nótt. Leyfið þjónum yðar að sofa í friði og hlustið á mig. Komið hingað og setjist niður. Ég hef sagt yður, að ég þarf að tala við yðut .í fullri alvöru, og ég bið yður að hlusta á mig af þolin- mæði.” Sérhver vottur af háði var horf- inn. Blá augu sjómannsins voru hörð eins og granít. Hann talaði í skipunartón, og Marianne hlýddi ósjálfrátt. Hún kom yfir til hans, eins og hann hafði farið fram á, og settist gegnt honum og neyddi sjálfa sig til þess að vera róleg. Hug- boð hvíslaði þvi að henni, að eitthvað væri í vændum, sem krefðist allrar þeirrar sjálfsstjórnunar, er hún byggi yfir. Hún dró djúpt að sér andann. ,,Ég hlusta,” sagði hún kaldrana- lega. ,,En verið fljótur. Ég er mjög þreytt -” ,,Ekki er það að sjá. En hlustið nú vel, lafði Cranmere (hann lagði sérstaka áherslu á nafnið). Það, sem ég hef að segja, má virðast einkenni- legt, en ég vænti þess, að þé" getið tekið áfalli án þess að kveinka yóur.” ,,Þér eruð einum of alúðlegur. Hvernig hef ég unnið til þessa álits yðar?” sagði Marianne glaðlega, en átti fullt í fangi með að dylja vaxandi ótta sinn. Hvað var maður- inn eiginlega að fara? ,,Líf mitt hefur verið erfitt, en ég hef lært að meta fólk að verð- leikum,” svaraði Beaufort stuttur I spuna. „Vilduð þér þá ekki vera svo góður að hlaupa yfir þennan formála og koma yður að efninu. Hvað eruð þér að reyna að segja mér?” ,,Þetta. Ég og eiginmaður yðar tókum slag í kvöld -” ,,Vist? Ég veit það, og þið voruð 'ckki svo lítið iðnir.við það.” ,,Rétt er það. Við spiluðum, og Francis tapaði.” Fyrirlitningarviprur lögðu undir sig fallegan munn stúlkunnar. Var það allt og sumt? Hún hugðist vita, hvað byggi að baki orðum amerikanans. Þetta var þá aðeins spurning um peninga. ,,Ég get ekki séð, að mér komi það neitt við. Ef eiginmaður minn hefur tapað mun hann vissulega borga skuld sína.” ,,Hann er þegar búinn að greiða, en þar með er ekki sagan öll sögð. Ætlið þér líka að borga?” „Hvað eigið þér við?” ,,Að Cranmere lávarður hefur ekki einungis tapað öllum sínum eignum, sem voru nógu litlar fyrir, heldur einnig heimanmundi þeim, er þér færðuð honum -” ,,Hvað!” Marianne varð náföl í framan. , ,Hann hefur tapað auðæfum yðar, lendunum, sem þér fóluð í hans um- sjá, og þessu húsi ásamt öliu innan- stokks - en auk þess meiru!” Beau- fort talaði af niðurbældum ofsa, sem skaut Marianne skelk í bringu. Hún stóð upp, en fætur hennar virtust ætla að gefa sig, og .hún varð að styðja sig við stólbríkina. Allt hring- snerist fyrir henni, og hún hafði það á tilfinningunni, að hún væri áð ganga af vitinu. Jafnvel rammbyggð- ir veggirnir á herberginu virtustu ganga 1 bylgjum. Hún hafði oft heyrt frænku sína og de Chazay ábóta hvíslast á um það sín í milli, að ástríðusjúk spila- fíkn hefði gegnsýrt æsku Englands. Þau höfðu lýst hinum endalausu og tærandi spilaborðum, þar sem stórar fúlgur skiptu um eigendur. Menn veðjuðu á fáránlegust hluti og voru jafnvel reiðubúnir til þess að leggja líf sitt í sölurnar. En henni hafði aldrei dottið í hug, að Francis, þessi rólegi og hefðarlegi maður fullur af sjálfstrausti, gæti látið hafa sig út í slíka vitleysu. Þetta var ekki satt! Það gat ekki verið satt! Þetta var óhugsandí Framhald í næsta blaði Vogar- 24. sept. — merkið 23. okt. Að gefast upp, án þess að hafa reynt nokkuð til að vinna sigur, er fremur lítilmannlegt. Vogireru að vísu sagð- ar mjög óákveðnar og hafa ríka tilhneigingu til að hlaupa frá hálfn- uðu verki, en hin sterka réttlætiskennd ætti að veita þér styrk. Hættu að fresta alltaf öllum hlutum til morguns. Dreka- 24. okt. — merkiO 23. nóv. Dagarnir virðast hver öðrum skemmtilegri. Þú lærir eitthvað, sem er þér alveg nýtt og það veitir þér óvænta gleði. Tíminn flýgur áfram. Erfiðleikarnir virðast hverfa sjálf- krafa. Áhuginn ber þig hálfa leið og þú virðist uppskera laun margra ára þrautseigju Láttu ekki orð annarra hafa áhrif á þig. Bogmanns- 23. nóv. — merkiö 21. des. Taktu ekki of mikið á þínar herðar, þrátt fyrir mikinn áhuga. Mundu að þú þarft líka tóm til að lifa. Lofsamleg ummæli um dugnað þinn og getu berast þér til eyrna og verða þér mikill styrkur. Farðu varlega i allar framtíð- arákvarðanir, bíddu eftir eina rétta tæki- færinu. Geitar- 22. des. — merkið 20. jan. Oftast er breytni þín róleg og yfirveguð, en þér hættir til að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Blandaðu þér ekki í annarra deilur. Af- staða með öðrum aðil- anum gæti komið sér illa siðar. Þú virðist hafa mikla löngun til að vekja athygli ann- arra. Vatnsbera- 21. jan. — merkiö 19. febr. Gleði og hvíld virðist haldast í hendur hjá þér. Skemmtunin gæti þó gengið út í öfgar, ef ekki er hugsun að baki. Hafðu hugfast, að það einfalda og ódýra getur vakið sömu gleði og það sem dýrara er. Þú virðist hneigjast um of að óhófi, það er kannski ekki svo mjög skað- lcgt f hófi. Fiska- 20. febr. — merkiö 20. marz Þú verður þess áskynja að það eru margir sem líta upp til þín, og gera jafnframt til þín miklar kröfur. Þetta er fremur þreytandi til lengdar. Samt tekst þér allt sem þú ætlar þér — það er að segja, þegar þú þarfnast þess Eyddu frístundunum mcira með fjölskyld- unni. t 50. TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.