Vikan

Tölublað

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 52

Vikan - 11.12.1975, Blaðsíða 52
HNÉHÁIR SOKKAR Fátt er eins óþægilegt og að vera kalt á fótum, og þess vegna alveg bráðnauðsynlegt að eiga hlýja uilarsokka. Hnéháir sokkar með tám eru ekki á hverju strái, og hér geturðu lesið um, hvernig búa má svona sokka til. I þessa sérkennilegu sokka má nota hvaða garn sem er, en ekki gróft. Barnafatagarn hentar vel. Sokkarnir eru dökkbláir með rauðar, gular, grænar og hvitar rendur og tær. Af dökkbáa garn- inu þarf 150 grömm, en nýta má afganga i rendur og tær. Prjónar eiga að vera nr. 2 og 2 1/2. Gróf- leikinn á að vera ca. þannig, að ef prjónaðar eru 27 lykkjur með sléttu prjóni, á prjóna nr. 2 1/2, á það að vera um 10 cm. Fitjið upp 84 lykkjur, og setjið þær á fjóra prjóna. Prjónið stroff- ið, 1 slétta og eina brugðna til skiptis, á prjóna nr. 2, og hafið það 4 sm langt. Þegar það er bú- ið,skiptið þá yfir á prjóna nr. 2 1/2 og prjónið rendurnar með sléttu prjóni. Prjónið 3 umferðir með hverjum lit, en siðan með bláum alveg niður að tám. Þegar sokk- urinn er orðinn 10 sm langur frá röndum, á að byrja að fella af. Fella skal af aðra lykkju og þá næstsiðustu i umíerðinni og gera það tvisvar með tveggja sm milli- bili. Þegar það er búið, á að fella af með sama hætti og fyrr, en nú með 4ra sm. millibili, þangað til að aðeins 52 iykkjur eru eftir á prjónunum. Þegar sokkurinn er orðinn 32 sm langur, á að auka við lykkjum á sama stað og þær voru felldar úr áður, en nú aðeins i sjöttu hverri umferð alls fjórum sinnum. Þegar sokkurinn er orð- inn 38 sm langur, er byrjað á hælnum, og hann prjónaður. Þeg- ar lokið er við hælinn, á að prjóna slétt prjón, að tám. Litlu tána á að prjóna með hvitu garni. Svona á Svefnbekkir í úrvali á verksmiðjuverði. 4 gerðir 1 manns 1 gerð 2ja manna. Fallegt áklæði. Tilvalin jólagjöf. Sendum gegn póstkröfu. SVEFNBEKKJA nsr[ Höfðatúni 2 - Sími 15581 Reykjavík að prjóna tærnar: Byrja skal á hvitu með þvi að taka 5 siðustu lykkjurnar á fyrsta prjóni og 5 fyrstu lykkjurnar á öðrum prjóni og fitja siðan upp 2 nýjar lykkjur inn á næstu tá. Prjóna skal 12 um- ferðir, og siðan 2 og 2 lykkjur saman, tvær umferðir. Siðan skal draga garnið i gegn og ganga frá endanum. Fellið úr fyrir hinar tærnar á sama hátt. Til þess að hafa nógu rúmt pláss milli tánna, er best að prjóna eina umferð með bláu garni eftir að lokið er við hverja tá fyrir sig. Þegar hvita táin er búin á þvi að prj. 1 umferð með bláu garni, áður en byrjað er á grænu tánni. Þá á að taka upp 6 lykkjur frá hvorri hlið, tvær lykkjur frá hvitu tánni og fitja upp tvær nýjar til hliðar fyrir næstu tá. Prjónið 14 um- ferðirog ljúkið við grænu tána. Þá er byrjað á gulu tánni á sama hátt og þeirri grænu, og prjónaðar nú lOumferðir. Siðasta táin er prjón- uð með rauðu garni og á sama hátt og hinar en 18 umferðir. Stóra táin: Taka skal lausar lykkjur og 2 lykkjur frá rauðu tánni, og 18 umferðir prjónaðar. Og nú á sokkurinn að vera tilbú- inn. 5 2 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.