Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 18.12.1975, Blaðsíða 32
KONAN VILL KENWOOD Smásaga eftir Vigdis Stokkelien. Eins þótt Garbo hefði leikið Kristínu svíadrottningu á undan henni, var hún ekki taugaóstyrk. Hún var örugg, því að honum tókst að lokka fram allt það, sem hún vissi ekki sjálf, að hún bjó yfir. Tréð stóð svo nærri glugganum, að birtan inni varð grænleit. Inn um opinn gluggann barst moldarangan. Þegar hún hallaði sér út um glugg- ann, sá hún Arne ganga eftir garð- stígnum að bílskúrnum. Hann sneri sér ekki við til að veifa ril hennar, heldur var eins og honum fyndist hann aldrei ætla að komast af stað. Nú ók hann bílnum út úr skúrnum. Nú ók hann af stað eftir götunni og gaf í. Hún sá sig í svip í stóra speglinum. Andlitið var tekið, undir augunum voru stórir baugar, og beiskjudrættir voru kringum munninn. Húr, leit út fyrir að vera miklu eldri en hún var. Hvað henni fannst hún vera ung, þegar hún hitti Arne fyrir fimm árum. Hana hafði næstum svimað af spenningi, þegar hún fór í prófun- ina, og það eins þótt hlutverkið væri bara pínulítið. Hún átti að sitja á bryggjunni og segja: Halló. Það var allt og sumt. Hún hafði heldur ekki búist við því, að þessi frægi leikstjóri tæki eftirhenni. En það gerði hann samt. Hann tók báðum höndum um and- lit hennar, sneri því að sér og sagði: — Svona, lokaðu augunum, því að þú horfir í sólina, þarna sem þú situr á bryggjunni. Horfir í sólina, hugsaði hún, þar sem hún stóð í svefnherbergisdyrun- um og hún hló hátt. Já, hana hafði svimað af því einu að hann veitti henni athygli, og hún hafði verið ör af fögnuði, þegar hann bauð henni út með sér eitt kvöldið að lokinni upptöku. Hann talaði um ,,næstu mynd” eins og hann hefði þegar lokið þessari. Og svo hallaði hann sér allt í einu fram á borðið og horfði á hana. — Þú átt að leika aðalhlutverkið, sagði hann. Hún settist framan við spegilinn, virti fyrir sér hrukkurnar og baugana neðan við augun, reyndi að brosa. Hvað hún var þreytt. Síminn hringdi niðri I stofunni, en hún hreyfði sig ekki. — Brostu, Lone, brostu! Það var eins og rödd hans hefði tekið sér bólfestu í henni. Og allt I einu brosti hún geislandi brosi til sjálfrar sín I speglinum, greip ósjálf- rátt kremtúbu og fór að hreinsa húðina. — Brostu, Lone, brostu! Aðalhlutverkið, stóra, stóra hlut- verkið. Og hún vissi vel, hve hissa fólk varð á því, að hún skyldi fá þetta hlutverk, hún, sem alltaf hafði verið ein af statistunum. Og hún heyrði vinkonur sinar segja — ertu ekki taugaóstyrk og hrædd? En hún hafði ekki verið hrædd. Ekki, þegar hann var hjá henni. Eins þótt Garbo hefði leikið Krist- inu sviadrottningu á undan henni, var hún ekki taugaóstyrk. Llún var örugg þvi að honum tókst að lokka fram allt það, sem hún vissi ekki sjálf, að hún bjó yfir. — Gráttu, Lone, gráttu! Og hún sat framan við spegilinn með kremtúbuna I hendinni og grét. Hann var kallaður galdramaður- inn. Hann var sagður hafa gætt sjónvarpið töfrum, sem engan hafði grunað, að það byggi yfir. Og hún varstjarnan. Kristin sviadrottning, Hippa-Jenný Anna, Kata-einmana götustúlka. ,,Þvílík túlkun”. Hann brosti, þegar hann las gagnrýnina. Þau fóru að búa saman, þegar Kristin svíadrottning var frumsýnd. Svo giftu þau sig. Hann hafði brosað HAGSÝN HJÓN LÁTA KENWOOD VINNA ERFIÐUSTU HEIMILISSTÖRFIN fffíenwaod OTRULEGU AR H L •„ ' -r . HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 (jleÁilecj ióll Happ drætti DAS 32 VIKAN 51.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.