Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.01.1976, Side 17

Vikan - 29.01.1976, Side 17
heim frá Japan. Ég réði mig kokk á togara, sem var verið að sækja þangað, og þegar ég hafði pælt í gegnum allt lesefni, sem til var í skipinu, aftur á bak og áfram nokkrum sinn- um, lagðist ég undir feld og samdi Ráðskon- una næstum frá orði til orðs. Þegar ég kom heim, skrifaði ég hana síðan í einni striklotu á þremur vikum. Þessa bók held ég hvað mest upp á af bókum mínum. — Hvernig hagarðu annars vinnu þinni við skriftirnar? — Fyrst vel ég mér náttúrlega söguefni, og áður en ég byrja að skrifa, hef eg ákveðnar hugmyndir um upphaf sögunnar, gang hennar [ mjög stórum dráttum og endi . Þá vantar inn í öll smærri atvik, samtöl og annað því um líkt. Þó beinagrindin sé þannig nokkuð skýr, þegar ég hef hina eiginlegu vinnu, er iðulega býsna erfitt að byrja. Til þess að koma mér af staö fæ ég mér gjarnan viskílögg. Þann sið tók ég upp eftir að ég las einhvers staðar, að William Faulkner, sem ég hef mikið dálæti á, byrjaði aldrei skriftir, án þess að dreypa á viskíi. Þá ákvað ég að reyna þetta líka, og þaö hefur gefist vel, enda hef ég enga þörf fyrir viskí, þegar ég á annað borð er komin af stað, því að þá get ég setið allt upp ( sex tíma samfleytt við ritvélina, án þess að líta upp. Mér gengur best að skrifa á næturnar — þá er mest næði og auðveldast að útiloka sig algerlega frá umheiminum. — Skrifarðu bækurnar þínar upp aftur og aftur? — Ekki í heild. Það kemur fyrir, að ég umskrifa einn og einn kafla, sem ég er óánægð með, en mér litist ekki á að fara að byrja á byrjuninni aftur og endurrita alla söguna. — Tekurðu fólk, sem þú þekkir í sögurnar? — Nei, enga eina manneskju. Hins vegar eru hlutar úr mörgum einstaklingum í sumum sögupersónum mínum. Ég hef rekið mig á það, að fólk þykist þekkja ákveðnar fyrirmynd- ir í nýjustu bókinni minni — Holdið er torvelt að temja. Svo kemur annað fólk og þykist líka þekkja þar ákveðna einstaklinga, en engum tveimur ber saman, svo ég þykist vera nokkuð örugg um, að mér hafi tekist að búa til sjálfstæða einstaklinga í sögunni. Það hefur líka hent mig, að sögupersónurnar hafi tekið af ...því að ég sjálf er barnið í þeirri bók... mér ráðin. Þá hef ég oftast látið þær rasa út, en þó hefur komið fyrir, að ég hef orðið að grípa í taumana til að bjarga þeim frá voveiflegum atburðum. Ráðskonan er þó undantekning frá þessu, því að ég sjálf er barnið íþeirri bók. — Þú fjallar um ástina í bókum þínum? — Kannski, og þó miklu frekar um almenn samskipti fólks, sem alltaf virðast valda alls konar vandamálum. Ég hef gaman af að velta fyrir mér fólki og mannlífinu og reyna að finna lausn á þessum stöðugu vandamálum, sem ég er reyndar hreint ekki viss um, að séu nein vandamál, heldur eru bara kölluð það — og eru langoftast tilbúin. Gott dæmi um það er unglingavandamálið, sem fullorðna fólkið hef- ur búið til, vegna þess að það vill alls ekki án þess vera, hvort sem það stafar nú af öfund, eða einhvers konar friðþægingu af að skella skuldinni á aðra. Það myndi leysa ,,undlingavandamálið" að miklu leyti að opna skemmtistaði fyrir ungt fólk, þar sem það fengi að vera það sjálft, án þess að einhver standi stöðugt yfir því og segi því, hvað það má gera og hvað ekki. Eins og það hafi nokkuð upp á sig að segja fólki komnu undir tvítugt, að nú megi það tefla, spila og dansa svo- lítið, þegar það langar til að gera allt annað. Það er staðreynd, að drykkjuskapur er al- gengur meðal ungs fólks, enda er ekkert auðveldara fyrir táninga en að komast yfir brennivín — og það er ekki til neinna bóta að banna þeim að drekka áfengi innan dyra á skemmtistöðum. Bílafyllerí og götuhasar eru að mínu viti síst æskilegri vettvangur fyrir ungt fólk að fá útrás. — Þetta minnir mig á, að sögupersónur þínar hafa tíðum áfengi um hönd. — Já, og það kemur einkum til af tvennu. Íslendingar drekka mikið, og það er ekki hægt að skrifa sannferðuga sögu um þá, án þess áfengið sé tekið.með í reikninginn. í annan stað veit ég óskaplega vel, að fólk á almennt mjög erfitt með að tjá sig, án þess að vera búið að fá sér í glas áður. Það held ég að stafi einkum af því, hve samfélagið krefst mikils leikaraskapar af fólki. Fólk verður alltaf að þykjast vera annað en það er til þess að falla inn í kerfið. En þegar áfengið er búið að losa um mestu hömlurnar, fellir fólk grímuna, og þá kemur ýmislegt athyglisvert í Ijós. Sögu- persónur mtnar eru náttúrlega með sama marki brenndar, að öðrum kosti væru þær ekki sannar. — Því er stundum haldið fram, að íslenskir lesendur skiptist í tvo hópa. Hver er þín skoðun á því? — íslenskir lesendur eru miklu meira en tvískiptir, þeir eru margskiptir. Sumir kaupa Dækur af því að þær fara vel í hillu og það þykir fínt að hafa sumar bækur á heimil- inu. Einstaka af þessum bókakaupendum lesa hillubækurnar, aðrir lesa ekki neitt, og svo eru þeir, sem lesa dönsku blöðin og annað í þeim dúr, en skammast sín fyrir það og myndu aldrei viðurkenna það fyrir öðrum. Ég hef lesið dönsku blöðin síðan ég var barn og skammast mín ekkert fyrir, en ég hef rætt um efni þeirra við fólk, sem fordæmir þau, án þess að hafa nokkurn tíma lesið staf í þeim. Ég hef líka diskúterað dönsku blöðin við fólk, sem hneykslast óskaplega á þeim, en les þau eigi 5. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.