Vikan

Tölublað

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 15.04.1976, Blaðsíða 2
í litlu bakhúsi viö Laufásveg, sem Þórarinn B. Þorláksson átti áöur, býr nú Veturliði Gunnarsson hinn vel- þekkti listmálari. Þarna rétt við miðbæinn, í algjöru skjóli frá ys og þys borgarinnar, geymir hann sinn innri mann og allt það, sem honum er kærast, eiginkonuna Unni Baldvinsdóttur, dótturina Ingunni Susie og arinað það, sem er snar þáttur í lífi hans, helstu dýrgripina úr hinu geysimikla steinasafni hans, guðalíkneski og styttur víða að úr heiminum, frumstyttur af mörgum líkneskjum Ásmundar, orgel frá Reynivallakirkju, olíuljósker af fyrstu og síð- ustu eimreiðinni á islandi — allt saman lifandi og kærír hlutir, hlutir úr rammanum um Vetur- liða. Veturliði er fæddur á Súgandafirði 15. okt. 1926, en foreldrar hans voru Gunnar Halldórs- son og Sigrún Benediktsdóttir frá Bolungar- vík. — Það var eiginlega steinbíturinn, sem réð því, að ég skyldi fæðast á Súgandafirði fremur en Bolungavík, segir Veturliði, því foreldrar mínir fluttu þangað til móts við hann. Á Súgandafirði er landrými frekar lítið og stutt milli fjalís og fjöru. Þar var því lítill möguleiki fyrir landbúnað, en varla gott að lifa af grásleppu einni saman. Þó áttu foreldrar hans þar hálfa kú með annarri fjölskyldu, og úr henni drakk Veturliði, þangað til fjallið kom og gróf öll útihús undir sér. Eftir það mikla skriðufall héldu forejdfár hans til Akraness með ÍSLENSKtR MYNDLISTMRMENN 2 VIKAN 16. TBL. — sjáöu bara. Baggalútar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.