Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 3
íhringunum. Flestir giftingarhringir
eru úr 14 karata rauðagulli, en
annar styrkleiki er einnig fáanleg-
ur, svo og hvítagullshringir.
Gullsmiðirnir og afgreiðslufólk
þeirra voru sammála um, að mest
eftirspurn væri eftir giftingar-
hringjum fyrir stórhátíðir og þá
einkum jól. Einnig kváðu þau
ýmsar smærri hátíðir hleypa fjöri í
hringakaupin. Sem dæmi um það
var verslunarmannahelgin nefnd,
svo og fyrstu dagarnir í maí — níu
mánuðum eftir verslunarmanna-
helgi.
breiðasta. Þessir eru 9.3 millimetra
breiðir, 14 karata, fiatir, en hand-
hamraðir og fást fyrir 36.770
krónur hjá Benedikt Guðmunds-
syni gullsmið á Laugavegi.
Hjá Jóni og Öskari á Laugavegi
sáum við meðal annars þessa 8
millimetra breiðu hringi með fræs-
14 karata, 10 millimetra, tígul-
munstraður giftingarhringur. Par-
ið kostar 38.000 krónur hjá Hall-
dóri á Skólavörðustíg.
aðri munsturrönd. Þeir eru úr 14
karata gulli og kosta 32.200 krónur
án áletrunar.
14 karata, 6 millimetra breiður,
kantaður hringur. Parið kostar
22.000 krónur hjá Halldóri á
Skólavörðustíg.
14 karata, 3 mi/limetra breiður,
hyrndur hringur. Parið kostar
34.000 krónur hjá Halldóri á
Skólavörðustíg.
Hjá Halldóri á Skólavörðustig var
okkursýndurþessi giftingarhringur
úr 14 karata gulli. Hann er 8
millimetra breiður með nýju is-
lensku munstri, og parið kostar
30.000 krónur. Þvi miður hafði
gullsmiðurinn ekki hringinn á móti
handbæran, svo þessi er ósköp
einmanalegur á myndinni.
Þetta eru 14 karata rauðagu/ls-
hringir, módeleraðir í vax og
steyptir i gipsmóti. Þeir eru 8
millimetra breiðir, kosta 29.700
krónur og fást hjá Jóhannesi
Leifssyni gullsmið á Laugavegi.
Hér eru þrjár tegundir af snúrum,
sem margir kjósa að prýða hönd
eiginkonunnar með auk giftingar-
hrings. Verð á snúrum er harla
mismunandi. Með 3 steinum
kosta þær frá 5.880 krónur hjá
Benedikt Guðmundssyni gullsmið
á Laugavegi, með 5 steinum kosta
þær 7.500 krónur á sama stað, og
á munstruðum en steinalausum
snúrum eru þrjú verð: 1.980
krónur, 2.750 krónur og ? B20
krónur.
38. TBL. VIKAN 3