Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 24

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 24
Það er einhver diöfi í Reykjavík Ásta: við viljum endilega taka það fram að við erum ekki hjón, en sá þráláti misskilningur hefur verði á kreiki. Þegar blaðamaður hringir í þann, sem hann hefur áhuga á að tala við, segir hann venjulega eitthvað á þessa leið: — Hvað segir þú um að spjalla aðeins við mig? eða Vaerirðu til I viðtal? eða eitthvað í þeim dúr. Þegar ég hringdi I þau Ástu R. Jóhannesdóttur og Hjalta J. Sveins- son, umsjónarmenn þáttarins — Ot og suður — í útvarpinu, byrjaði ég einhvernveginn svona. Það hlýtur að vera skrýtið fyrir þann, sem er vanur að eiga viðtöl við fólk, að láta allt í einu hafa viðtal við sig, hugsaði ég á meðan Ásta bar spurningu mína undir Hjalta. Hjalti var alveg til í það og Ásta líka, svo að við ákváðum að hittast. Ég hitti viðmælendur mína á mánudagsmorgni, (annað var ekki hægt vegna annríkis þcirra) heima hjá Hjalta í Brciðholtinu. Ásta: Við vorum eiginlega hætt við að tala við þig, því að okkur finnst Vikan svo lciðinlegt blað. Hjalti: En úr því að Vikan hefur talað við ekki ómerkilegri mann en sjálfan svíakonung, fannst mér allt í lagi að tala við þig. Ásta: Það cru líka svo ansi góðar framhaldssögur og teiknisögur í Vikunni. Bæði: Við viljum endilcga taka það fram strax I upphafi, að við crum ekki hjón, en sá þráláti misskilningur hefur vcrið á kreiki, og margir hafa hringt upp í útvarp og spurt, hvort við værum virkilega ekki hjón. Hjalti á sem sagt allt aðra konu og Ásta allt annan mann. Ásta: Þcgar ég byrjaði að vinna við þennan þátt ásamt Hjalta urðu margir alvcg standandi hissa á því, að ég gift konan, ætlaði að sjá um þátt með Hjalta, úr því að ég væri gift öðrum manni. Margir spurðu líka, hvar maðurinn minn væri eiginlega og hver sæi um börnin mín tvö og flcira álíka. Aftur á móti var Hjalti aldrei spurður um, hvar konan hans væri né börnin hans. Svona er þetta alltaf, og mér er bara meinilla við svona hugsunarhátt. — Hvernig stóð á því, að þið tókuð þcnnan þátt að ykkur? Við höfum bæði unnið við útvarpið áður og þegar maður er einu sinni byrjaður, þá er ekki svo auðvelt að komast frá þessu aftur. Hjalti: Ég hef séð um lausa þætti hjá útvarpinu. í fyrrasumar sá ég um þáttinn — Á kvöldmálum — og auk þess sá ég um staka þætti, sem fjölluðu t.d. um hella og huldufólk undir Eyjafjöllum, Kjal- nesingasögu og Ólafs sögu Tryggva- sonar. Þegar til stóð að hafa léttan þátt á dagskrá í sumar, bauð ég fram starfskrafta mína, og við Ásta tókum þáttinn — Ut og suður — að okkur í sameiningu. Annars leiðast mér fastir þættir til lengdar, þeir eru of bindandi og þreytandi. Ásta: Minn ferill hjá útvarpinu hófst með þættinum — Á nótum æskunnar — sumarið 1971. Þau Dóra Ingvadóttir og Pétur Stein- grímsson, sem höfðu séð um þáttinn í 7 ár, tóku sér frí, svo að við Stefán Halldórsson blaðamaður tókum að okkur umsjá þáttarins. Síðan sá ég um poppþátt um skeið en hættisíðan alveg. Byrjaði s9o enn vorið '73 hjá útvarpinu, og var með Popphorn í 3 ár þjtngað til ég tók að mér — Lög unga fólksins — nú í vor. Mér fannst það alveg nóg, en þegar Hjalti bað mig um að sjá um þátt á laugardögum ásamt sér, sló ég til. Ég hef verið búsert á Hellu síðast- liðin 2 ár, og þá skrapp ég annað slagið 1 bæinn og tók upp nokkra þætti í einu. Ég hefði ekki getað bundið mig við útvarpið hvern laugardag, nema vegna þess að ég flutti í bæinn 1 vor. — Hvernig stóð á því að þið vilduð binda ykkur uppi í útvarpi hvern einasta laugardag í sumar? Hjalti: Við vissum ekkert, hvað við vorum að fara út í. Þegar við höfðum ákveðið að sjá um þáttinn í samciningu, gerðum við drög að dagskránni og lögðum hana fyrir útvarpsráð, og hún var samþykkt. En þetta var 4ra tíma dagskrá, og við erum alla vikuna að undirbúa HANNESÚ einn þátt, 7 daga vikunnar frá morgni til kvölds. Það liggurvið, að maður liggi andvaka heilu næt- Ásta: Hvaða bölvuð vitleysa, alveg sef ég cins og steinn. — Er þetta vel borgað. Hjalti: Maður er aldrei ánægður. Ásta: Aldrei ánægður. Þetta er illa borgað, það er allt og sumt; — Sumum finnst þú spyrja frekjulega Ásta, er það rétt? Ásta: Nei, ég spyr ekki frekju- lega heldur ákveðið. Hjalti: Það hefur enginn orðið vondur út í okkur fyrir að spyrja einhvers, sem viðkomandi hefur ekki viljað láta koma fram, en við vitum, að fyrir kcmur, að við spyrjum að einhverju, sem kemur illa við fólk, og það finnst okkur leiðinlegt. Ásta: Það er ekki hægt að láta viðmælandann alveg stjórna viðtal- inu, þá færi allt í vitleysu. Ég er á þeirri skoðun, að það eigi ekki að slcppa neinum við að svara því, sem við spyrjum um. Engin spurning ersvo slæm, að ekki sé hægt að svara henni á einhvern hátt. Hjalti: Mér finnst einna skemmtilegast að leiða saman fólk, helst einhverja, sem ekkert þekkj- ast, og spyrja þá óundirbúið að einhverju málefni. Þá geta orðið líflegar og fjörugar umræður, og margt óvænt getur komið fram. Yfirleitt er fólk tilbúið til þess að koma fram 1 þáttunum, en það getur oft verið erfitt að eiga við fólk eftir á, sérstaklega ef það vill fá að hlusta á upptökuna^áður en útsend- ing fer fram, til þess að ganga úr skugga um, að það hafi nú ekki sagt eitthvað asnalegt. Ásta: Margir eru alveg afskaplega hræddir við að tjá sig 1 útvarpið. Það kom berlega í ljós, þegar við fórum með hljónemann niður í bæ og töluðum við vegfarendur. Fólkið reymdi með ýmsum brögðum að sleppa við að svara spurningum okkar, og sumir sögðu: — Guð ég get ekki svarað þessu, ég veit ekki, hvað ég á að segja. Aðrir sögðu: — Ég hef ekkert vit á þessu. Okkar reynsla er sú, að fólk úti á landi sé ófeimnara við að tala við okkur. Hjalti: Við fórum einu sinni með hljóðnemann niður í Austurstræti 24 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.