Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 16.09.1976, Blaðsíða 40
UNNUSTINN HVARF. Kæri draumráðandi! Fýrirstuttu dreymdi mig draum, sem mig langar að biðja þig að ráða. Draumurinn er þannig: Unnusti minn átti að vinna um kvöld og hann bað mig vera heima á meðan. Ég lofaði því, en seinna um kvöldið kom til mín stelpa og bað mig að koma með sér á ball, en ég sagði, að ég ætlaði að vera heima um kvöldið. Þá sagði hún: Hvaða della, þú bara kemur með! og ég gerði það. Ekki vorum við búnar að vera lengi á ballinu, þegar ég sagði: Ég verð að fara heim. Þegar heim kom, spurði ég mömmu, hvort hann væri kominn heim, en hún svaraði því engu. Þá spurði ég pabþa og hann sagði: Ég skal segja þér orðrétt, hvað hann sagði, áður en hann fór. Hann sagði: Allt það góða má koma. Ég fór út að leita að honum og fann hann inni í dimmu skoti. Ég varð afskaplega fegin og ætlaði að faðma hann aö mér og kyssa hann, en það furðulega, sem kom fyrir var, að þegar um það bil metri var á milli okkar, hvarf hann, en ég leitaði og leitaði að honum, en fann hann aldrei. Ég vil láta það fylgja rneð, að við vorum ekki búin að setja upp hringana, þegar mig dreymdi þetta. Ég vona, að þú birtir ráðningu á þessu fyrir okkur, því að okkur langar að vita, hvað þetta táknar. Með fyrirfram þökkum. Ein sem bíður spennt. Þú hefur sern vonlegt er veriö ákaflega spennt vikurnar og dagana, áöur en þiö settu upp hringana og opinberuðuð trúlof- un ykkar. Þessi spenningur setur aö vonum svip sinn á drauminn, svo draumráðandi er ekki viss um, hve bókstaflega á að taka táknin í honum, en ska/ þó /eitast við að ráða hann. Hvarf unnustans táknar ástæðu- lausar áhyggjur, og þar sem það er langmest áberandi táknið í draumnum hlýtur merking hans aö vera fólgin i þvi tákni fyrst og fremst. Þú ættir því ekki að þurfa að bera kvíðboga fyrir framtíðinni. "S. i SMIÐJU VÖLUNDAR. Kæri draumráðningaþáttur! Ekki alls fyrir löngu dreymdi mig ein- kennilegan draum, sem mig langar afskap- lega mikið til að biðja þig að ráða fyrir mig, því að mér finnst eins og hann hljóti að merkja eitthvað sérstakt. i draumnum fannst mér ég vera á gangi einhvers staðar, þar sem ég hafði aldrei komið áður. Mér barst sagarhljóð til eyrna og vegna þess að ég sá hvergi neinn á ferli, rann ég á hljóöið, því að þar þóttist ég eiga manna von. Ég gekk inn í stóra skemmu, þar sem voru alls konar trésmíðaáhöld og þaðan heyrði ég sagarhvininn. Engan sá ég manninn, en gólfið var allt þakið hefil- spónum. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. P.S. Hefilspænir er fyrir peningamissi, svo draumráðandi getur því miöur ekki ráöiö þennan draum öðru vísi en þú veröir fyrir fjárhags/egu tjóni. til mikillar skelfingar að þrír ungar hafa sloppið úr búrinu og ég hef stigið ofan á þá. Svo virtist sem ég hefði stigið ofan á höfuðin á þeim því það var brúnleitt blóð kringum augun. Ungarnir, sem voru gulir, tístu lágt og báru sig ósköp aumlega. Ég stóð þarna á miðju gólfinu og hugsaði, að þetta væri mín sök en samt gæti ég ekkert gert að þessu. — En þá var ég vakin. Hvað þýðir að dreyma hús málað gult með brúnu þaki? I.F. Þú kemst að því, aö ekki er bæöi hægt að éta kökuna og eiga hana. Þú verður semsé að fórna einhverju, sem þér finnst mikil- vægt, til þess aö ná settu marki. Þaö er fyrir ánægjulegu heimilisllfi að sjá hús i góöu ásigkomulagi / draumi. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða eftir- farandi draum sem mig dreymdi í nótt sem leið. Ég var stödd í verslun sem ég er nýlega hætt að vinna í en í draumnum fannst mér sem ég væri að hefja þar vinnu á ný. Ég lagði mikla áherslu á að læra verð á öllum nýjum vörum í versluninni. Nú kemur viðskiptavinur inn í verslunina og biður um styttu frá Konstantínópel og kort af Brimvallagötunni. Styttan sem var úr einhvers konar eirblöndu, var geymd í hvítum kassa á bak við (í versluninni) ásamt styttum frá fleiri stöðum á jörðinni. Hún var af. sitjandi manni. Kortið var vegakort og náði aöeins yfir nokkrar götur. í versluninni vinnur strákur, sem heitir X, og var hann einmitt að tala í símann, en beinir nú orðum sínum til mín eins og til að stríða mér. „Veistu hvað styttan kostar". ,,600 kr." segi ég strax. Hann virtist undrandi og segir: ,,Þú veist bara allt". Nú tek ég eftir því að í versluninni eru nokkur fuglabúr og margirfuglar í þeim. Mérfinnst ég endilega þurfa að þaða einn fuglinn og tek lítinn brúnleitan unga úr einu búrinu. Hann var mjög fallegur og ég hélt honum upp að brjósti mér. Ég geng af stað en finn þá að ég stíg ofan á e-ð og lít niður. Sé ég þá mér TJARA ÚT UM ALLT: Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Mér fannst ég vera stödd utan við stórt hús, sem mér virtist standa eitt sér, og var dágóður spölur til næstu bygginga. Ég botnaði ekkert í því, hvað ég var að gera þarna, og vissi eiginlega hvorki, hvaðan ég var að koma né hvert ég var að fara. Ég ákvað samt sem áður að hinkra við og sjá, hvort eitthvað gerðist. Skyndilega tók ég eftir því, að tjara vall út úr húsinu og myndaði stóran poll fyrir framan það. Mér fannst þetta í meira lagi undarlegt og var ekki laust við, að ég yrði óttaslegin. Ég herti mig þó upp og ákvað að dýfa fingri í tjöruna til að athuga, hvort hún væri heit. Svo var ekki. Hún var bara rétt aðeins ylvolg. Viltu ráða þetta fyrir mig? Kær kveðja, K. K. Þessi draumur er fyrir því, að þú kynnist mörgu skemmtilegu fó/ki. Ekki er óllklegt, að þú gangir I einhvern félagsskap og það verði þér til mikillar ánægju. MIG BREYMÐl 40 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.