Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 11
Enda þótt skjólstæðingur minn hafi nú játað að hafa myrt foreldra sína, bið ég ykkur endilega að hafa í huga, að hann er nú orðinn munaðar- laus. í NÆSTU VIKU EBBA OG EBBI Á TOPPNUM Ebba og Ebbi eru á toppnum í orðsins fyllstu merkingu. Þau búa I sérsmíðuðu draumahúsi, sem byggt er uppi á þaki Vörumarkaðarins. Vörumarkaður- inn er reyndar líka á toppnum, því þar er ,,allt i toppi" nema vöruverðið. Ebeneser Ásgeirsson er þekktur fyrir það að tvínóna ekki við hlutina, velta ekki vöngum um of,. heldur framkvæma. VIKAN heim- sótti hann og konu hans Ebbu Thorarensen I húsið þeirra á þaki Vörumarkaðarins, og frá því segir í næstu VIKU. Áttu enn við agavandamál að stríða, Höskuldur? OFURLÍTIÐ UM ÁSTINA Ástin er eins konar brjálxði, sem ljóðskáld, leik- skáld, sagnahöfundar, tónskáld og aðrir listamenn hafa lýst I verkum sínum öld fram af öld. Listamenn- irnir haí> gert þetta „guðdómlega æði" ódauðlegt með verkum sínum og munu án efa halda áfram að gera svo, meðan maðurinn stendur uppréttur á jörðinni. Að vera ástfangin er eitt margra atferla, sem eru á valdi manneskjunnar, segja sálfræðingar. Það er fjallað um ástina í næstu VIKU. SMÁSAGA EFTIR FINN S0EBORG Konan mín skilur mig ekki heitir smásaga eftir Finn Soeborg, sem birtist í næstu VIKU. Það er bráð- skemmtileg saga, sem höfundur leggur í munn miðaldra manni, bókhaldara, sem búinn er að vera giftur í mötg ár, á taðhús og bíl og meira að segja land undir sumarbústað. Eitthvað finnst honum samt skorta á lífshamingjuna og tekur það til bragðs að reyna að lífga svolítið upp á tilveruna á sinn eigin hátt. En konan hans á bágt með að skilja, hvað fyrir honum hefur ¦ vakað. ARFTAKI SPÖNSKU KRÚNUNNAR Atta ára barn er nú orðið miðdepill fjölskyldudeilna og pólitískrar þrætu á Spáni. Felipe sonur Juans Carlos I spánarkonungs skilur þó sem betur fer lítið af því, sem hjalað er í kringum hann um pólitísk mál- efni, og leikur sér ennþá nokkurn veginn áhyggjulaust í skjóli fjölskyldu og vinafólks. Hann veltir ekki vöngum yfir því, hvað það þýðir að vera prins af Asturien, en faðir hans sæmdi hann þeim titli í maí síðastliðnum. Nánar segir frá því I grein í næstu VIKU. m I Ertu að reyna aö segja mér I eitthvað, Guðný mín? lérl VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttit. Blaðamcnn: Trausti öiafsson. Guðmundur Karlsson, Asthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Otu'tsteiknari: Þorbergur Knstinsson. Ljósmyndari: Jim Smart Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsspn, Ritstjórn, auglvsirigar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kt. 300. Asknftarvetð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð átsfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárskga e'ða kr. 1 l."00 í ársiskriff. Askriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddapar: nóvtmber, febrúar, maí. ágúst. 42. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.