Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 13
kossinn eru aðeins smáatriði, sem einmitt koma illa við mömmu þtna. Ef til viH'finnst henni þetta fyrstu merki um 'að þú sért að fjarlægjast hana. Hafðu það bara hugfast, að þérber ekki síður skylda til að reyna að skilja HANA og sýna henni nærgætni. Aldurþinn er eitthvað t kringum sextánda árið og úr skriftinni má lesa nokkurn skort á sjálfstæði, mikið gæflyndi og sennilega áttu auðvelt með nám, ef þú leggur þig fram. RAUDHÆRÐ OG NÆPULIT A HÖRUND. „ Elsku besti Póstur! Ég bið fyrir ástarkvcðjur til vin- konu þinnar ruslakörfunnar. Svo langar mig agalega að biðja þig að svara nokkrum'spurningum: Hvers vegna verða rauðhærðir ekki sólbrúnir? Vinkona mín er nefnilega rauðhserð og hún er svo agalega spæld yfir því að geta ekki orðið brún. Hefurðu heimilsfang einhvers blaðs á Italíu þar sem ég get óskað eftir pennavinum? Ef þú hefur það ekki, viltu þá segja mér frá ein- hverju blaði einhvers staðar I heiminum, þar sem ég get óskað eftir pennavinum (ekki samt á Islandi). Hvernig fara saman vatnsberinn (strákur) og nautið (stelpa)? Hvað fserðu á að giska mörg bréf á viku. Svo að lokum: Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul? Með innilegri ástarkveðju Bára. Ruslafatan þakkar ástarkveðjuna og er mjóg upp með sér vegna ástarinnar, sem þú virðist bera til hennar. Ekki eiga allar ruslafbtur þess konar aðdáendur. Þetta er alveg hræðilegt með hana vinkonu þtna. Þvt miður verður Pósturinn að hryggja þig með því, að svo er um velflesta rauðhærða menn og konur, að húð þeirra roðnar og flagnar t sól og tekur seint á sig þennan eftirsótta kaffibrúna lit. Við þessu er lítið að gera annað en sætta sig við, að ekki eru altir jarðarbúar eins á litinn. Ekki er vafi á, að blakkar jafnóldrur ykkar t öðrum heimsálfum myndu gefa mikið fyrir að öðlast hinn næpuhvtta hörundslit, sem svo oft er áhyggjuefni rauðrærðra stallna þeirra á norðlægari slóðum. Einhver alþjðða pennavinaþjón- usta mun vera starfrækt t Finnlandi, en því miður man Pósturinn ekki heimilisfangið og hefur ekki tekist að grafa það upp, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir t þá átt. Reyndu að nota utanáskriftina The Inter- national Pen-pail Service, Finn- land. Sennilega kemst það t réttar hendur. Vatnsberastrákur og nautsstelpa eiga ekki sem best saman. Bréfafjöldinn sem Póstinum berst er mjög misjafn. Það getur verið allt frá ttu bréfum upp í sexttu á viku. Ur skriftinni málesa glaðlyndi og nokkra skrautgirni. Sennilega ertu fjártán til sextán ára. wnvrv Stefanía Karlsdóttir, Grund, Jökuldaí, N-Mul. óskar eftir penna- vinum á aldrinum 12—14 'ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Gunnar Guðmundsson, Hæðar- garði 2, Reykjavík óskar eftir penna- vinkonum á aldrinum 20—25 ára. Peter A. Distefano, 605 Larkspur Plaza Rd., Larkspur, Ca 94939, USA Oskar eftir bréfaskiptum við framsæknar konur. Hann er 37 ára að aldri og fráskilinn og kveðst vera í góðri stöðu. David Gan, 6519 Wheeler St. Apt. 2, Oakland, California 94609, USA óskar eftir bréfaskiptum við íslenskar stúlkur. Herdts Sigurðardóttir, Heiðar- vegi 58, Vestmannaeyjum óskar eftir pennavinum á aldrinum 14—17 ára. María Þórðardóttir, Laugalandi, Box 25, Hveragerði óskar eftir að skrifast á við stráka 13—16 ára, er sjálfaðverða 14 ára. Áhugamált.d. hestamennska, pop, böll og strákar. iCanoni ___ Láttu Canon dœmin!! CANON gildir allar götur frá grunnskóla upp úr háskóla. SKÓLAFÓLK, gerið sameiginleg innkaup — hjá okkur er það kagkvœmara. _jg|£3uJ (5C3JJ mmmmmi FYRIRTÆKI og einkaaðilar, athugið úrvol þessara hentugu og ódýru vasa- reikna fyrir yður. Verð frá kr. 6.970.00. SKRIFVÉLIN H.F. Suðurlandsbraut 12. Simi: 85277. iCaííöiii Spenntu nú á þig öryggisbeltið, ég ætla að leggja bílnum hérna. 42.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.