Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 14

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 14
FVRIRMVNDM Þar hafa 26 fyrirtæki aðsetur í sama húsi, og allur rekstur þeirra, sem mætti kalla sameiginlegan, fer fram hjá þeirra eigin þjónustufyrirtæki. Við það sparast mikill rekstrarkostnaður og hagræðing verður mikil. Inni í Sundahöfn hefur verið byggt einkennilegt stórhýsi. Ein- kennilegt að því leyti að sé ekið framhjá því um Kleppsveginn, sjást þar engir gluggar, heldur aðeins skreytingar í steypunni á húshliðinni, sem er óralöng, en ekki há séð frá Kleppsvegi. Og ekki heldur há, hvaðan sem á hana er litið. Af hverju kalla ég þetta þá stórhýsi? Stórhýsi þarf ekki endilega að vera háhýsi. Það getur hæglega verið stórt á aðra vegu. Þetta hús er stórt á þrjá vegu. I fyrsta lagi er það tæplega kvartkílómetri að lengd og því stórt á langveginn. i öðru lagi eru bara stórlaxar í húsinu, þessvegna er það stórt á þverveginn. i þriðja lagi liggur stór hugsjón bak við bygginguna. Þessvegna er það Árni Gunnarsson viðskiptafræð- ingur, forstjóri fyrirtækjanna Heild h.f. og Frum h.f., sem sjá um alla sameiginlega þjónustu þeirra heildverslana, sem eru I Sunda- höfn. 14 VIKAN 42.TBL. Ágúst Kristmanns verslar með snyrtivörur, enda heitir fyrirtæki hans það. Hann sjálfur og hans nánasta umhverfi bera því líka greinilega vitni, að hann hefur trú og áhuga á slnum vörum. stórt niður á við, þar sem undir- staðan er. UNDIRSTAÐAN. Undirstaðan er sú í fyrsta lagi, að fyrir nokkrum árum fengu nokkrir félagar í Félagi íslenskra stórkaupmanna þá þráðsnjöllu hugmynd að byggja sameiginlegt hús fyrir margar heildverslanir. Hugmyndin var rædd mjög alvarlega og máliö síðan tekið föstumtökum. Félagarnir bundust fastmælum um þetta, lóðar- umsókn var send til bæjarráðs, nýir bréfhausar voru undirbúnir og svo framvegis. Það voru haldnir margir fundir, margar mjög athyglisverðar ákv- arðanir teknar, málin voru undir- búin, ný skrifborð keypt í heild- sölu, flatarmál rædd við teppainn- flytjendur og pantaður flutningur á síma. Svo var byggingin tilbúin einn góðan veðurdag, og vörubílalestin náði langar leiðir, alveg frá byrjun til enda. Nú er samankomnar 26 heild- verslanir í húsinu, flestar „stofn- endur", sem fluttu fyrst inn, en eins og gengur og gerist, þá eru líkanokkrirleigjendur, og þeirgeta með engu móti sagt,,Ég er einn af stofnendunum", um leið og þeir þjóða vindil. i þeim tilgangi að skoða þessa fyrirmyndastofnun „ofan í kjöl- inn", eins og einhver pólítíkusinn sagði hérna um árið, þá tók ég mig upp með allt mitt hafurtask og ,,fór á stúfana." Innsti koppur í búri reyndist vera Árni nokkur Gunnarsson, sem nú hamast allan daginn við að forstýra kjarna stofnunarinnar, sem stofnendur nefna eðlilega ,,Heild h.f.", og er það hennar hlutverk að sjá um allan rekstur Steingrímur Helgason eigandi og forstjóri heildverslunarinnar G. He/gason £t Co. h.f. Það skal skýrt tekið fram, að hann á jakka, enda verslar hann aðallega með vefnaðarvöru. hússins og annað það, er því viðkemur. Árni er líka forstjóri fyrirtækisins „Frurn h.f.", sem er ætlað að sjá um alla þá þjónustu, sem sameiginlega er hagkvæmt að *l *»¦«**««.«•«»

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.