Vikan

Issue

Vikan - 14.10.1976, Page 15

Vikan - 14.10.1976, Page 15
veita þeim fyrirtækjum, sem þarna eru samankomin. Til frekari skýringar má benda á, að húseignin þarf auðvitað aðila, sem sér um viðhald hennar, annast innheimtu á þeim gjöldum, sem greiða þarf vegna hennar, ásamt húsaleigu. Þá eru og ýmsir kostnaðarliðir sameinginlegir, sem Heild h.f. sér um. Frum h.f. er aftur á móti all frumleg stofnum, sem Heild átti frumkvæðið að. En hún sér um þjónustuhliðina. Má þar til nefna, að nú þegar hefur verið tekin upp sameiginleg vörudreifing þessara heildverslana, sem fer fram með þeim hætti, að reykjavíkursvæð- inu er skipt í fjögur aðal-dreifingar- svæði, og hefur hver heildverslun að sjálfsögðu yfirlit yfir það, hvaða hverfi þetta eru. Eitt hverfanna er merkt með rauðum lit, annað gulum, þriðja grænum og það fjórða bláum. Þurfi einhver að senda vörur í bláa hverfið, er blátt merki sett í glugga vöruskemmu hans, sem í öllum tilfellum er í kjallara hússins, og blái bíllinn þarf þá ekki annað en keyra fram hjá öllum skemmunum og athuga, í hvaða glugga blátt merki er. Það er athyglisvert, að þótt Frum h.f. hafi fjórar bifreiðar í útkeyrslu að staðaldri, þá eru það allt leigubílar. Enginn í þeirra eigu. Árni sagði, að þeir hefðu reynslu á því sviði, sem hefði leitt í Ijós, að það væri alls ekki hagkvæmt að eiga og reka þessa bíla sjálfir. Þeir hefðu því snúið sér að eigendum leigubíla og samið við þá, þannig að þeir tækju algerlega að sér alla þessa þjónustu fyrir umsamið verð. í Ijós hefði komið, að slíkt borgaði sig vel. Þannig eru það alltaf sömu bílstjórarnir, sem fara í ákveðin hverfi, viðhald bílanna sjá þeir algerlega um sjálfir og allan rekstur. Önnur þjónusta Frums h.f. er póstþjónusta. Tvisvar á degi hverjum fer maður um öll fyrirtæk- in og safnar öllum þeim pósti, sem á að fara út. Pósturinn er síðan frímerktur í sérstakri vél, sem um leið reiknar út póstburðargjöldin hjá hverjum aðila. Að því loknu fer maðurinn með bréfin í pósthúsið, og tekur um leið öll bréf, sem aðilarnir eiga þar. Þetta fer fram tvisvar á dag. Einn innganganna í sameigin/egt 42. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.