Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 17
æki allir vel af, en ég tel ekki að þar sé marga að finna, sem vildu marka stefnu sósíalista hér á landi. Mér er bæði Ijúft og skylt að nefna þá, sem þarna hafa markað veginn, og fara nöfn verslana þeirra hér á eftir: Jóhann Rönning h.f., rafmagnsvörur o.fl. VK. Þorsteinsson & Co., verkfæri, skrár, lamir o.fl. Hádegismaturinn er að sjálfsögðu enginn veislumatur, en Ijúffengur að sjé, og er verði mjóg I hóf stillt. Heildverslun Andrésar Guðmundssonar, ' skóvörur. Skóborg h.f. skóvörur. Sveinn Helgason h.f., gólfteppi, skófatnaður o.fl. Jóh. Ölafsson & Co., bifreiðavarahlutir, búsáhöld o.fl Edda h.f., vefnaðarvörur, sportvörur o.fl. Gísli Jónsson & Co. h.f., hjólhýsi, kerrur,vélsleða, bíla- málningu o.fl. Vélaborg h.f., dráttarvélar og önnur land- búnaðartæki. Klemenz Guðmundsson, umboösverslun, Vefnaðarvörur gjafavörur o.fl. Snyrtivörur h.f., snyrtivörur, gjafavörur o.fl. S. Óskarsson & Co, h.f., ávextir/niðursoðnir o.fl. Sælgætisgerðin Freyja G. Einarsson & Co., h.f., tilbúinn fatnaður. Marinó Pétursson/Borgarás, byggingarvörur o.fl. Ágúst Ármann h.f., allskonar vefnaöarvörur o.fl. Vogue h.f., vefnaðarvara o.fl. Ólafur Gíslason & Co., h.f., rafmagnsvörur, búsáhöld, skrif- stofuáhöld, byggingarvörur, íþróttavörur, útileguvörur, iðn- aðarvörur o.fl. G. S. Júlíusson, heildv., byggingarvörur o.fl. J. P. Guðjónsson h.f., Ijósmyndavörur, hljómburðar- tæki o.fl. Andvari h.f., ritföng, skólavörur o.fl. Herakles h.f., hjúkrunar- og læknavörur o.fl. Innréttingaval h.f., Hurðir og innréttingar. Borgarfell h.f., vélar og efni fyrir prentsmiðjur og bókband. Gefafoto h.f., Ijósmyndavörur. Heild h.f., þjónustufyrirtæki. Hadda fer í búðir * Nýjum þætti er nú hleypt af stokkunum í VIKUNNI. Eins og nafn hans ber með sér, er honum œtlað að gefa lesendum víbendingu um sitthvað, sem á boðstólum er í íslenskum verslunum, einkum á höfuð- borgarsvœðinu. Okkur hefur lengi dreymt um að koma slíkum þœtti á, og nú hefur HADDA tekið að sér að fara í búðir fyrir okkur. Hún mun tína til sitt af hverju, sem hún sér á búðarrölti sínu, og við birtum þennan fróðleik eftir því sem efni standa til, en alltaf eitthvað í hverju blaði. VIKAN vonast til þess, að þessi þjónusta verði lesend- um bœði til gagns og gamans. * 1 Málaranum á horni Banka- strætis og Ingólfsstrætis fæst allt, sem til þarf í jólatrésdúk- inn, strigi og filtefni í miklu litaúrvali, ásamt tilheyrandi líni. ölitaður strigi kostar kr. 515 metrinn, en litaður kr. 827 . Filtefnið kostar kr. 1.410. hver metri, en einnig er hægt að fá búta, sem eru 30 X 30 cm að stærð, og kosta þeir kr. 85 stykkið. 1 Hamborg Laugavegi 22, Aðalstræti 6 og Bankastræti 11 fást þessar gömlu niðursuðu- krukkur í eftirtöldum stærðum: 1 1/2 ltr. kr. 395 . 3/4 ltr. kr. 325 . 1/2 ltr. kr. 295. Þessi fallegu barnaföt úr bóm- ull með flauelsáferð eru frá Fin- wearíFinnlandi.Þauerufáanlegí stærðunum 80 cm. til 120 cm. Settin eru ýmist mynstruð eða einlit og kosta frá kr. 4.495. upp í 5.195. Fást í Versluninni Berglind, Laugavegi 17. Nú er vetur genginn í garð með allri sinni breytilegu veðr- áttu, og því nauðsynlegt að eiga hlýjar og skjólgóðar flíkur. Hjá Bernharði Laxdal Kjörgarði rakst ég a þessa hollensku kápu úr 80% ull og 20% gerviefni. Kápan fæst í fjórum litum og kostar kr. 17.455. 42.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.