Vikan

Eksemplar

Vikan - 14.10.1976, Side 18

Vikan - 14.10.1976, Side 18
Allir snúa sér við og horfa á eftir honum. Enginn kemst hjá því að takaeftirþessum reista, karlmann- lega manni, sem gengur inn gólfið. Þegarhannbrosirmásjá, aðtennur hans eru jafn hvítar og óaðfinnan- legar og jakkafötin, sem hann klæðist. Andrúmsloftið er töfrum hlaðið, þvíaðhérer Jack Nicholson á ferðinni. Hann er ekki bara myndarlegur og töfrandi, þessi fyrrverandi skrif- stofumaður kvikmyndavers, held- ur er hann líka frábær leikari. Sögurnar um fortíð hans eru margar og segja flestar frá mikilli drykkju og i-ivennafari. En nú hefur hann hlaupið at sér hornin og hallar sér bara að einni konu. Hinn nýi Jack Nicholson er dæmigerður svartur sauður, sem snúið hefur af villu síns vegar. Nicholson hóf frægðarferil sinn fryrir fimm árum i kvikmyndinni ,,Easy Rider", Þar lék hann kófdrukkinn lögfræðing. i mynd- inni ,,Five Easy Pieces" var hann nálægt því að vinna til sinna fyrstu óskarsverðlauna. Á hæla þeirrar myndiar kom svo „Carna! Knowe- dge" og rokkóperan „Topíjfnv". Þegar hann lék á móti Fay Dunaway í myndinni „China- town", sem sýnd var hér heima ekki alls fyrir löngu, féil hún fyrir töfrum hans, eins og svo margar aðrar á undan henni. Rómantíkin blossaði meðan á kvikmyndatök- unni stóð, og Fay hefur lýst því yfir, að hann sé „undursamlegur, ómótstæðilegur, en jafnframt vonlaus og með sjúklegt skop- skyn." Ásamt öllum þeim tómu bjór- flöskum, sem Jack hefur skilið eftir sig, hafa höfundar slúður- dálkanna gert sér mikinn mat úr ástarlífi hans. Nú þarf hann ekki lengur að berjast við að koma sjálfum sér á framfæri, heldur þveröfugt. Gagnrýnendur hafa lofsungið hann og ekki síst nú eftir að hann fékk óskarsverðlaunin Jack Nirholson með fyrrverandi eiginkonu sinni Söndru Knight og dóttur þeirra, Jennifer. sem besti leikari ársins fyrir leik sinn í kvikmyndinni „One Flew over the Cuckoo's Nest". Kvik- myndaframleiðendur halda því statt og stöðugt fram, aö hans muni ætið verða minnst sem eins af bestu leikurum sögunnar. Frægð hans má líka mæla í pokum aðdáendabréfa. Aðdáendur hans hafa tekið hann í guðatölu í dag, en hvað verður á morgun? Jack Nicholson glottir eins og honum er tamt og segir: — Hvers vegna að spyrja slíks. Er ekki best að njóta frægðarinnar, meðan hún gefst? Flestum gæti dottið í hug, að maður eins og Nicholson gæti valið úr kvenfólki, en sé hann spurður að því, hristir hann bara höfuðið. Það eitt að þú ert kvikmynda- Meó Oliver Reed I kvikmyndinni \The Specialist. 18 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.