Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 19

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 19
R TRÚ Jack Nicho/son er súperstjarna, sem vaknaði upp við það einn góðan veðurdag, að hann var frægur. Á þrjátíu og sjö ára löngum lífsferli hefur hann lent í fjötdamörgum ástarævintýrum og tæmt ennþá fleiri bjórglös. En sá tími er Höinn. Nú er hann fiuttur tii kærustunnar sinnar, fyrirsætunnar Anjelicu Huston, og nýtur frægöarinnar, svo iengi sem hún endist. Margir muna Jack Nicholson í myndinm ,,Síðasta sendiförin" sem sýnd var nýlega i Stjörnubíói. fá svo mikið sem að snerta þær. Það er ekki mín aðferð. Ef ég er með stúlku, þá á hún völina. Þessi ameríski leikari var kvænt- ur leikkonunni Söndru Knight í sjö ár. Þau eiga tíu ára gamla dóttur, sem heitir Jennifer, og kemur hún í heimsókn til föður síns um hverja helgi. Eftir skilnaðinn, sem varð fyrir fimm árum, hefur Nicholson átt margt ástarævintýrið. Mesta athygli vöktu ævintýrin, sem hann átti með Candice Bergen og Fay Dunaway. í fyrra batt hann trúss sitt við tuttugu og þriggja ára gamla dóttur auðkýfings, Anjelicu Huston, sem er afar fögur. — Hún er eins og rósir og vín, segir hann um sambúð þeirra. — Anjelica var ein frægasta fyrir- sæta Bandaríkjanna, en hefur nú í Úr Gaukshreiðrinu. stjarna hefur það ekki sjálfkrafa í för með sér, að allar konur falli að fótum þér. Það er tómt þvaður. Sú, sem þú hefur mestan áhuga á, er alltaf ein af þeim, sem halda sig í fjarlægð. Þar fyrir utan áttu í vandræðum með að halda henni, hafi þér tekist að krækja í hana. Kvikmyndastjörnum er alveg eins hætt við að missa ástmeyjar sínar og öðrum. Ég hefi orðið fyrir því, að sú, sem ég áleit „rnína stúlku", fór út með öðrum. Og þegar ofan á bætist, að það er með bestu vinum manns, þá líður manni nú ekkert sérlega vel. — Ég krefst þess af konu, að hún sé mér trú. Ef hún vogar sér að líta á annan mann yfir öxlina á mér, má hún sigla sinn sjó. Ég er ekkert hrifinn af allragögnum. Ég á ekki við, að nokkur maður skuli eiga annan, en þegar málið snýst um hjónaband, þá er ég býsna gamaldags. — Sumir menn eru svo strangir við konurnar sínar, að engir aðrir Ur Gaukshreiörinu. huga að snúa baki við starfi sínu. Hún er ekki metnaðargjörn að mínu áliti. Við njótum lífsins og skemmtum okkur mikið. Okkur finnst báðum gaman að klæðast fallegum fötum. Mér finnst, að fólk ætti að klæða sig betur en það gerir. Við þurfum svolítið meira glys í tilveruna. Hvorugt þeirra hefur látið sér detta hjónaband í hug. — Við höfum það fínt eins og er. Samfélagið hefur ekki lengur neitt á móti óvígðri sambúð. Nicholson er raunsæismaður. Hann er sonur miðstéttarfólks. Faðir hans var málai og móðir hans rak snyrtivöruverslun. Jack stóð sig vel i skóla og hefði auðveldlega getað fengið styrk til háskólanáms, en eftir að hann hafði einu sinni troðið upp á skólaskemmtun gat ekkert fengið hann ofan af því að vinna á sviðinu. Til þess að geta verið innan um leikara og leikhúsfólk sótti hann um vinnu skrifstofumanns í kvik- myndastúdíói, og hann Ijómaði af hamingju, þegar hann var spurður að bví einn góðan veðurdag, hvort hann vildi láta prófa sig framan við kvikmyndatökuvélarnar. — En þegar til kastanna kom mundi ég ekki rulluna. Þar með var draumurinn búinn. Eftir þessa raun var Nicholson enn ákveðnari en fyrr, og þegar hann hafði stundað nám í leiklistarskóla um skeið fékk hann smáhlutverk ann- að slagið. — Ég hafði verið með í 10—12 myndum, þegar ég datt í lukku- pottinn ,,Easy Rider". Ég varð stjarna á einni nóttu. — Árum saman hafði ég nán- ast betlað hlutverk, en nú hef ég hvað eftir annað orðið að neita hlutverkum. Nicholson dregur enga dul á það, að hann hefur lifað storma- sömu lífi. — En nú hef ég í eitt skipti fyrir öll ákveðið að lifa lífi mínu opinskátt. Ég sjkammast mín ekki fyrir neitt, sem ég hefi gert... ♦ 42. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.