Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 20
,,Þeir heyra ekki til okkar," sagði Bohn óþolinmóður. ,,Erum við ekki að taka é okkur krók úr því ferðinni er heitið til Mílanó? Hver á eigin- lega hugmyndina að þessu?" ,,Dave." ,,Ó-já. Hugmyndaríki áhuga- maðurinn. Ég átti ekki von á því, að hann væri svona slóttugur. Komu hann og Irina með þér?" ,,Nei." ,,Eru þau enn í Graz?" ,,Ef ég á að segja þér eins og er, þá veit ég ekkert hvar þau eru." Bohn starði á hann. ,,Þú kemur manni svei mér á óvart." „Þetta hefur líka verið óvenju- legur dagur. Ég hélt að þú ætlaðir til Miinchen. Hvað um Olympíu- leikana? Ætlaðirðu ekki að skrifa eitthvað um þá?" „Þeir verða ekki komnir almenni- lega á rekspöl fyrr en eftir tíu daga. Auk þess hélt ég að Jo þyrfti á aðstoð að halda. Hún er öll a nálum finnst þér ekki? Það er eitthvað sem angrar hana. Veistu nokkuð hvað það er?" „Hún þarfnast hvíldar. Ég œtla að aka henni til Merano á morgun. Þú getur fylgt á eftir á bílnum, sem þú tókst á leigu í Salzburg." Bohn þagði. Annaðhvort gast honum ekki að þeirri hugmynd að þurfa að aka einn yfir Dólómítana eða þá var hann að velta vöngum yfir þessari breytingu á áætluninni. ,.Það er að segja," hélt Krieger áfram, ,,ef þú kærir þig um að hitta okkur á Hótel Bristol í Merano. Þar ætlum við öll að hittast." ,,Jú, ég verð mættur þar. Úr því að ég er á annað borð kominn þetta..." Bohn yppti öxlum, brosti og bætti svo við. „Hvernig ætli vegurinn sé? Vonandi ekkert líkur þeim, sem ég varð að aka í dag." ..Nei, þar eru engir snjóskaflar," fullvissaði Krieger hann um og glott. ,,En útsýnið er fagurt. Dóló- mítarnir eru hrikalega fallegir. Veg- urinn er góður og það er engin hætta á að þú villist." Því er nú ver og miður, hugsaði Krieger. ,,Ég ætla að fylgja þér fast eftir." ,,Ja, það er þó skárra en að hafa Ludvik á hælum sér." ,,Ludvik?" ,,Já, hann er í Lienz. Og einnig tveir aðrir morðhundar, góðvinir hans." Rödd Kriegers var eins blátt áfram eins og það, hvernig hann sló úr pípunni sinni. Hann setti hana í vasann, reis á fætur og leit á úrið sitt. ,,Það er vist kominn hátta- tími." „Morðhundar?" sagði Bohn og elti Krieger fram í anddyrið. ,,Þú hlýtur að vera að gera að gamni þinu." Hann virtist áhyggjufullur og augun voru alvarleg. ,,Ég segi þér nánar-frá þessu í Merano á morgun. Annars held ég ekki að þessir rustar eigi eftir að angra okkur öllu lengur. Austur- ríska lögreglan ætlar að handsama þá hér ámorgun." ,,Eru þeir þá eftirlýstir af austur- rísku lögreglunni?" ,,Já." Bohn leit rannsakandi á Krieger. HELEN MACINNES SNARA FUCL- ARANS ,,Þú ert þá ekki að gera að gamni þínu," sagði hann loksins. Kannski var hann að rifja upp hina óút- skýrðu ferð Kriegers á lögreglu- stöðina í Vín þennan sama morgun. ,,Nei, síðurensvo. Égverðeittáf aðalvitnunum gegn þeim." Þeir voru nú komnir fram í and- dyrið. Herra Kröll var genginn til náða , en í hans stað var kominn rindilslegur náungi, sem gætti tösku og frakka Kriegers. ,,Þú sást þá..."byrjaði Bohn. ,,Já," sagði Krieger á milli samanherptra varanna. Því næst varð stutt þögn. ,,Við sjáumst' á morgun," sagði Bohn. ,,En hvenær?" „Klukkan níu." ,,Þá er vist best að ég komi mér í háttinn líka." Bohn virtist útkeyrð- ur. Hann var náfölur í framan og þrátt fyrir hálfrökkrið þarna í anddyrinu sást greinilega hversu taugaóstyrkur hann var. Án þess að bjóða góða nótt gekk hann yfir að lyftunni. Krieger hallaði sér upp að borðinu á meðan maðurinn fór að sækja Elsu. Inni í matsalnum voru holl- endingarnir enn að drekka bjór og drolla. Þetta kalla þeir að skemmta sér hér í Lienz, hugsaði Krieger. Loksins kom Elsa og hún var með sjal brugðið yfir herðarnar, reiðu- búin að fara. Um leið og hann elti hana í áttina að bakdyrunum heyrðist í skiptiborðinu. Ég vona bara að þetta sé ekki Bohn að hringja, hugsaði Krieger, um leið og hann gekk út í mjótt sund. Þar var bæði kalt og dimmt og það heyrðist smella undan skóm Elsu í stein- lögðu sundinu. Herbergið var uppi á þriðju hæð. Það var snyrtilegt, rúmfötin voru drifhvít og Krieger hlakkaði til að skríða undir sængina. Það heyrðist brak í stiganum þegar Elsa fór aftur ofan. 1 þessu gamla húsi var engin leið að leyna hljóðum, hugsaði Krieger, engin leið að laumast út án þess að vekja alla fjölskylduna Hér varð hann að dvelja alla nóttina. Hann lagði töskuna var- lega frá sér á trégólfið, slökkti ljósið og gekk hljóðlega yfir að glugganum og dró gluggatjöldin frá. Hann virtist hafa heppnina með sér. Glugginn á herberginu vissi út að torginu. Þaðan gat hann séð heilmikið, jafnvel meira en úr einhverju sundi eða dimmu skoti og enginn gat komið auga á hann. Hversu langan tima átti hann að ætla þeim? Kortér, hálftíma eða klukkutíma? Hann leit í áttina að hvíta Fíatinum. Síðan tók hann upp pípuna, en hikaði svo. Blossi frá eldspýtu myndi sjást utan af torg- inu. Hann setti pípuna aftur í vasa sinn. Hann stóð þarna þolinmóður og handleggirnir hvildu á gluggasyll- unni. Hann brá yfir sig frakkanum til þess að verjast kvöldkulinu, en skuggi þakskeggsins sá til þess að enginn kæmi auga á hann. A fimm minútna fresti eða svo, skipti hann um stellingar, teygði úr bakinu og hálsinum og slakaði á fótavöðvun- um. Ef til vill hafði hann fengið skakkt hugboð og eftirvænting hans því heimskuleg. Hann ætlaði samt að bíða til klukkan hálftvö og ganga úr skugga um þetta. Niðri á sjálfu torginu, sem var sumpart lýst upp af mánaskini og sumpart af ljóskerum var iítiö sem rauf kyrrð næturinnar. Tvö mótorhjól fóru hjá. Smáhópur af bakpokalýð var á leið á Gasthof og leit rannsakandi á bilana. Maður i týrólafötum steig upp í Volks- wagen og ók á brott. Það var allt og sumt. Klukkan hálftvö var enga hreyfingu að sjá á torginu. Krieger var næstum því sofnaður og augn- lokin sigu. Hann neri augun og ákvað að bíða enn í tíu mínútur eða kortér. Honum var illa við að játa að honum hefði skjátlast. En hann þurfti ekki að bíða nema í fimm mínútur. Út úr þröngri götu í nokkurri fjarlægð komu tveir menn og þeir gengu í áttina að bílunum. Þeir fóru óvenju hljóðlega, léttir í spori og ekkert bergmál heyrðist undan lipru fótataki þeirra. Þeir voru hvor um sig með eina litla handtösku, ekkertannað. Þeir voru niðurlútir og það var engin leið að sjá framan í þá. En svo gengu þeir framhjá ljóskeri og rétt sem snöggvast mátti greina háralit þeirra. Annar var dökkur en hinn ljós. Hæðin var lika sú rétta. Milan meðalmaður á hæð og Jan sex fet. Þeir staðnæmdust við hvíta Fíatinn, opnuðu hann, en skimuðu síðan í kringum sig, fyrst yfir torgið, en því næstu upp í gluggana é Die Forelle. Svo stigu þeir inn. Bíllinn var látinn í gang og því næst bakkað út úr bílaröðinni og ekið í vestur. Það var i áttina að ítölsku landamærunum. Krieger andaði léttar. Hann stóð enn við gluggann, vildi horfa á eftir bílnum, þar til hann væri kominn úr augsýn. Já, honum var örugglega ekið í vestur- átt. En allt í einu stansaði hann við hornið fjærst á torginu, en vélfn var enn í gangi. Maður skaust út úr húsasundi. Hversu lengi hafði hann beðið þar? Hann var kominn út á gangstéttina og inn í Fíatinn, áður en Krieger tókst að halla sér nógu langt fram til þess að sjá hann. Þetta gat hafa verið Ludvik. Hæðin og vaxtarlagið benti til þess. Og sennilega var þetta Ludvik, hugsaði Krieger, um leið og bíllinn hvarf fyrir hornið. Hann var áreiðanlega jafnáfjáður í að komast út úr Austurríki og þeir Milan og Jan. Jæja, hugsaði hann, ég ýtti aðeins við þeim og þeir gáfu sig. Hann gekk frá glugganum, kveikti ljósið og sótti koníaks- flösku, sem lá undir rakdótinu hans k h 20 VIKAN- 42.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.