Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 21
h í töskunni. A morgun yrði hann að gefa sér tima til þess að hringja til Vínar. Hann ætlaði að komast að því, hvaða samvinna vœri milli austurríkismanna og ítala hvað varðaði framsal afbrotamanna. Ef til vill var hún engin, en hann gœti þó notað það sem hótun. Hvaðeina sem flœkti málið fyrir Ludvik gat komið að góðu haldi. Og ef lög- regluna vantaði staðfestingu á því hverjir væru morðingjar Pokornys, þá var þetta óðagot og skyndiflótti vissulega gögn i málinu. Á morgun ætlaði hann líka að láta fara yfir Chryslerinn. Ludvik hafði staðið það nærri honum. Þó átti hann frekar von á því að Lud- vik léti ekki til skarar skríða gegn honum fyrr en hann væri kominn ut úr Austurriki. En hann hugsaði honum áreiðanlega þegjandi þörf- ina. Vitni, hafði Krieger nefnt sjálfan sig, en þau voru sennilega ekki i miklu uppáhaldi hjá Ludvik og aftökusveit hans. Krieger fékk sér þriðja sopann af koníakinu og skolaði þar með þessari óþægilegu hugsun á brott. Kuldahrollurinn var líka horfinn. En þótt hitinn af koníakinu hefði ekki komið til, þá hafði honum ekki liðið svona vel i mörg ár. Hann fór í háttinn og þrátt fyrir þetta framandi umhverfi og brakið í gólfinu, þá svaf hann vært og draumlaust. Honum fannst dásam- legt að gleyma sjálfum sér undir heitri dúnsænginni. Næsta morgun var himinninn skýjaður og það mátti búast við rigningu. En það skyggði ekkert á hið góða skap Kriegers. Auk þess gat vont veður dregið úr helgarferð- um fólks og það yrði ekki eins mikil umferð á fjallavegunum. Klukkan níu var hann tilbúinn að fara. Hann hafði látið yfirfara bilinn, hringja til Vínar og átti líka stutt simtal við McCuUoch. Jo, sem var venjulega stundvís, kom nokkrum minútum of seint. Hún steig upp í Chryslerinn og tók varla undir kveðju hans, settist bara þögul við hlið hans. Hann ræsti bílinn og þokaði sér hægt út af torginu, snciddi framhjá litlum áætlunarbil með töskuhrúgum og vansvefta hollendingum allt í kring. Sægur af öðru fólki var lika að leggja af stað. Brátt myndu Lienz- búar hafa torgið fyrir sjálfa sig. Mark Bohn var hvergi sjáanlegur. ,,Við erum þá laus við Bohn," sagði Krieger glaðlega. „Oooo, ætli sé nokkur hætta á því?" Hún var enn á nálum. , .Áttirðu slæma nótt?" ,,Já." ,,En fékkstu þér ekki morgun- verð?" „Tvo munnbita, en þá kom Bohn askvaðandi með skilaboð til þín. En ég skil ekki hvers vegna hann gat ekki sagt þér það sjalfur." (Senditík, það er réttnefni á mér, hugsaði Jo reiðilega.) , ,Honum mun seinka eitthvað. Hann hefur verið að reyna að ná i Múnchen í sam- bandi við Olympiuleikana, vill vita hvenær hann á að mæta o.s.frv., o.s.frv. Hann er núna að bíða eftir símtali frá Miinchen." „Nú-já," sagði Krieger, „hann hefur þá lagt upp laupana." „Bohn? Nei, hann mun örugg- lega hitta okkur í Merano." „Ég er ekki viss um það." Þau óku nú um þrönga verslunargötu og Krieger einbeitti sér að akstrinum. „Hvers vegna?" „Hann er hræddur Jo. Það er búið að flækja honum í netið en það er fyrst núna, sem hann gerir sér grein fyrir því." „Enhvernig?" ,,Ég minntist á morð við hann." Hún dró djúpt andann. „Þetta er ekkert fyndið," sagði hún og taugaóstyrkur hennar jókst. „Það var heldur ekki þannig meint." Hann reyndi að róa hana og bætti við. „Fyrirgefðu Jo. Ég hef víst ekki sagt þér frá því, sem gerðist i Vín eða..." „Þú hefur yfirleitt ekki sagt mér nokkurn skapaðan hlut í heilan sólarhring." Það var augljós vand- læting í rödd hennar. „Þetta er ég, Jo." Nú-já, þess vegna var hún svona afundin. „Ætli mér sé ekki óhætt að gera það núna," sagði hann. Guði sé lof, Mark Bohn hafði séð fyrir því að nú var hægt að leggja grunsemdir og efa á hilluna. „Það eru tuttugu mílur að landamærun- um, þar getum við fengið okkur góðan morgunverð og ræðst al- mennilega við. Hvernig list þér á það?" Henni gast ágætlega að þvi og nú brosti hún í fyrsta skipti þennan morgun. 13. Alls staðar var friðsælt, en þó sérstaklega í hjarta hans. David stóð við gluggann og leit út yfir kyrrlátan garðinn. Þarna voru malarstígar, blómabeð og trjálundir Linurnar voru óvenju skýrar, enda var sólin að koma upp. Ekkert hljóð heyrðist úr byggingunum umhverf- is og ekkert líf virtist bærast á bak við gluggatjöldin. Aðeins í smáhýsinu hjá aðalhliðinu var örlít- il hreyfing, undirbúningur fyrir enn einn dag. Allir, nema starfsfólkið á hótelinu virtust sofandi og það sama gilti um Irinu. Hann snéri sér frá glugganum og gekk yfir að rúminu þar sem hún la. Andlit hennar var að hálfu falið í koddanum, en sængin rétt náði að hylja mjaðmir hennar. Hann kyssti háls hennar og axlir, en reyndi samt að vekja hana ekki. Því næst fór hann höndum um mitti hennar og ávöl brjóstin. Allt í einu greip hún um úlnlið hans og hló um leið og hún snéri sér við og horfði á hann. Hún faðmaði hann að sér og varir þeirra mættust. En svo var barið að dyrum og þau hrukku úr draumaheimi sinum. David opnaði augun og þegar var bankað i þriðja sinn, fast og 42.TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.