Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 22
ákveðið, glaðvaknaði hann. „Guten Morgen,” var kallað við dymar. „Mér tókst víst einum of vel upp í gærkvöldi,” sagði hann reiðilega og klæddi sig í slopp. öllu var þannig til hagað, að þau kæmust snemma af stað, þar á meðal góður morgunverður. Þau kæmust því tii Merano án þess að þurfa að hafa áhyggjur vegna matar. Hann leit á úrið sitt um leið og hann gekk fram að dyrum. Klukkan var kortér gengin í átta. Guði sé lof, þjónn- inn er þá aðeins of seinn, hugsaði hann, og þegar hann opnaði dymar var hann í heldur betra skapi. Fyrir aftan sig heyrði hann Irinu draga sængina upp fyrir höfuð. „Líttu undan sænginni áður en þú kafnar,” sagði hann, þegar þjónninn var kominn aftur fram á gang. Hann fór að sinna matnum, sem hafði verið látinn á borðið úti við glugga. Hann leit upp, er Irina gekk yfir til hans. Brosið hvarf af andliti hans. „Þú ert fallegasta konan í öllum heiminum,” sagði hann bliðlega. Hún horfði á hann góða stund og það var hlýja í augnaráði hennar. Því næst hristi hún höfuðið og hló. „Nei, en ég er sú hamingjusam- asta." Hún tók utan um hann og þrýsti honum þétt upp að sér. „David, yfirgefðu mig aldrei framar.” „Nei, aldrei framar,” sagði hann. „Þeir höfðu af okkur sextán ár, en það mun ekki endurtaka sig.” ■ Þau borðuðu morgunverð, klæddu sig og vom tilbúin að fara klukkan tuttugu mínútur yfir átta. Um það leyti vom allir í óða önn að greiða hótelreikninginn og koma sér af stað. „Ég hringi í McCulloch seinna,” sagði David um leið og hann setti farangur þeirra í aftur- sætið og hjálpaði Irinu inn í bílinn. Aðeins þessi litla snerting handa þeirra fékk hjarta hans til þess að slá örar. „Aftur? Hringdirðu ekki til hans í gærkvöldi?” „Jú, en ég talaði ekki við hann sjálfan. Lét aðeins liggja fyrii- honum skilaboð, svo að hann yrði ekki órólegur.” David fannst hann geta lesið hugsanir hennar og brosti. „Það var alveg nóg,” sagði hann. „Ég held að þú sért einum of samviskusöm Irina. Auk þess vildi ég ekki skilja þig of lengi eftir eina.” Hann hló þegar hann minntist aðkomunnar í gærkvöldi. „Ef ég hefði ekki flýtt mér upp, þá hefði þér skolað út úr baðherberg- inu í froðulöðri og sennilega ofan stigann líka. Hvað var það eigin- lega, sem þú settir í baðkerið?” „Hvaðeina, sem ég kom auga á,” sagði hún og hló nú líka. „Það var svo mikið af ókeypis sápu, sem beið þess eins að vera notuð.” Og því ekki það? Þetta var fyrsta heita baðið, sem ég hafði fengið mér í tólf daga, hugsaði hún. Og fyrsti morgunninn, sem ég vakna án þess að óttinn læðist aftan að mér. Ötti og vonleysi. „Ertu nú orðin kapitalisti í þokkabót?” sagði hann glaðlega til þess að reka á brott kvíðann, sem var í þann veginn að leggja undir sig andlit hennar. Honum tókst það og aftur færðist bros yfir varir hennar. Er þau fóm í gegnum hliðið hægði hann á sér. Hún leit um öxl sér til þess að sjá enn einu sinni þennan fallega, græna garð, litrík blómin og há trén, sem stóðu þama eins og varðmenn. „Hér var ég hamingjusöm,” sagðu hún blíð- lega, ,,og það mun aldrei líða mér úr minni.” Hann kinkaði kolli. „Hvers vegna talarðu um þetta eins og fortíð? Þetta er aðeins byrjun á nýju lífi.” „En...” „Ekkert en. Hver ætti að koma í veg fyrir, að við gætum lifað okkar eigin lifi? Faðir þinn? Nei. Hann er ekki þannig gerður. En ef við hefðum átt í höggi við móður þína, þá hefði horft öðm vísi við.” „David, David...” Hún hristi höfuðið í vonleysi. „Hvaðerað?” „Það er ég. Ég hef glatað hæfi- leikanum til þess að hugsa um framtíðina. Ég lifi aðeins frá degi til dags.” „Þaðerekki nóg.” „Jú, ef þú óttast framtíðina.” „En hvers vegna þarf að óttast hana? Er það vegna óvissunnar?” „Já, það er um svo margar leiðir að velja og engin þeirra virðist ömgg.” „En þér er gefið frelsi til þess að velja og hafna.” „Já, en ef valið er skakkt?” „Þá viðurkennir þú það og því fyrr því betra. Þú lærir af reynsl- unni og verður varkárari næst.” „En hvað ef mér verða aftur á mistök?” „Þá hefurðu sennilega ekki játað fyrir sjálfri þér, að þér hafi skjátlast i fyrra skiptið,” sagði hann meira í gamni en alvöm. „Þannig endur- taka mistökin sig. Láttu mig um það. Ég hef reynt það sjálfur.” „Og samt viltu hafa frelsi til þess að velja, jafnvel þótt valið geti verið alrangt.” „Enginn annar getur sagt hvað ég vil eða vil ekki. Nei, þakka þér fyrir. Ég kýs heldur að taka áhættuna af eigin vali. Og þú munt gera það líka, Irina.” „Kannski að ég læri það með tim- anum. En eins og málum er háttað núna, veldur það mér kvíða.” „Ég skil.” „Skilurðu það í raun og vem, David?” „Yið höfum öll einhvers völ í Iífi okkar.” „En þér er ekki sagt í hvaða borg þú átt að búa. Hvaða vinnu þú átt að stunda eða hvert þér er heimilt að ferðast, jafnvel innan þíns eigins lands? En hjá okkur er öllu stjórnað frá Prag. Þeir velja eða hafna fyrir hvem og einn, og að lokum virðast hlutirnir óumflýjanlegir.” Hún stundi þungan. „Hvað mig sjálfa snertir, þá hef ég aðeins tvisvar tekið mikilvægar ákvarðanir sjálf, annars vegar að sækja um skilnað frá manni mínum og hins vegar að yfirgefa ættland mitt.” Og hið síð- arnefnda var ekki að öllu leyti mín ákvörðun, hugsaði hún. Ef Jiri hefði ekki komið til skjalanna, hefði mér ef til vill ekki tekist það. „En hvers vegna leyfði hann mér það?” sagði hún meira eins og við sjálfa sig. David hægði á bílnum til þess að leyfa hóp af táningum með matar- körfur og ferðaútvörp að komast framhjá og niður að vatninu. „Hver? Og leyfa þér að gera hvað?” „Jiri. Hvers vegna leyfði hann mér að flýja?” David leit snöggt á hana, en beygði því næst til vinstri yfir autt 22 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.