Vikan

Issue

Vikan - 14.10.1976, Page 23

Vikan - 14.10.1976, Page 23
torgið og út á aðalþjóðveginn. „Hversu lengi hefurðu vitað þetta?’ „Það er smátt og smátt að renna uppfyrirmér. Jiri...” „Ég vil ekki tala um Jiri. Ég vil tala um okkur tvö. Irina, fyrir alla muni, losaðu þig við þennan draug. Héðan i frá er ekki öllu stjórnað frá Prag.” „Þú virðist svo fullur sjálfs- trausts.” Sjálfstraust, ég? hugsaði hann, en hreyfði engum andmœlum. Hið eina sem hann var viss um á þessu augnabliki var að þau voru á leið til Merano. Að baki var Velden, litlibærinnviðvatnið. Fólkiðþarvar að vakna til að hefja nýjan dag. Það myndi fara út á bát, synda og leika tennis, borða, drekka, dansa. Allir í góðu skapi og áhyggjunum ýtt til hliðar, þangað til sumarleyfinu væri lokið. Sem snöggvast sóttu endurminningamar að honum. Hann hugsaði um hvítan fjörusand brotsjó, sandhólma og sefgresi. „Hefurðu nokkurn tíma séð Atlantshafið, Irina?” „Eina hafið, sem ég hef séð er Ermarsundið.” En svo bætti hún hlæjandi við. „Én það er víst ekki einu sinni haf.” „Nei, og ekki einu sinni innhaf.” „Mér virtist það samt nógu stór- kostlegt. Eru höf svona allt öðru- vísi?” „Þú munt komast að raun um það síðar. Ég á lítið sumarhús við ströndina og þar dvel ég stund- um um helgar.” Hann fór að lýsa fyrir henni East Hampton. Rétt fyrir utan Villach, síðasta stóra bæinn á leið þeirra, hægði David á sér, er þau nálguðust álitlega bensínstöð. Þar var enga viðskiptavini að sjá. „Eitt hef ég lært af lífinu og það er að verða ekki bensínlaus úti á vegum.” Irina leit spyrjandi á hann og hann útskýrði þetta nánar fyrir henni. Hún var ágætlega enskumælandi, en ef kom að amerískum slanguryrðum, var hún alveg utanveltu. Hann hafði það á tilfinningunni, að hún þyrfti að geta sér til um nær helming þess sem hann sagði. Elsku litla Irina, hugsaði hann, og horfði á bros hennar, hvernig hún lyfti auga- brúnum og munnur hennar var hálf- opinn. Þú átt svo margt eftir ólært, bæði smátt og stórt, og öllu þessu virðist vera hvolft yfir þig í einni gusu. „Heyrðu mig,” sagði hann. „Er allt í lagi þó að ég skilji þig eftir eina í nokkrar minútur. Ég ætla að reyna að fá að hringja hér. Mig langar að láta McCulloch vita að við séum á leiðinni. ” „Það verður allt í lagi með mig,” fullvissaði hún hann um. Hann var enn hikandi. „Nei, komdu bara með mér,” sagði hann. „Vertu við hlið mér á meðan ég hringi.” „Ég vek minni eftirtekt ef ég sit hér.” Hún hafði á réttu að standa. „Ég hef auga með þér,” sagði hann og steig út úr bílnum. Ef hann á annað borð fengi að hringja voru engin vandkvæði á því. Glugginn á bensínstöðinni var það stór að þaðan mátti greinilega sjá bílinn. Irina hafði látið á sig blágrænu slæðuna til þess að hylja hárið og hún var niðurlút, eins og hún væri að lesa eða eitthvað þess háttar. Enginn sem leið ætti framhjá gæti með nokkru móti þekkt hana. Viss í sinni sök fór hann því og hringdi til Genfar. Hann hefur töluverðar áhyggjur út af mér, hugsaði Irina, er hún batt á sig slæðuna. Hún var fegin því. Hún teygði sig í aftursætið og sótti þangað kúlupenna í handtöskuna. Töskuna sjálfa lét hún eiga sig og með hjálp kúlupennans, byrjaði hún að skoða vegakort Davids. Hún reyndi að reikna út fjarlægðir og breyta kílómetrum í mílur. Ég verð að læra ó mílurnar, hugsaði hún, og ég get alveg eins byrjað strax eins og einhvem tíma seinna. Er David kom aftur var búið að setja bensín á bílinn og athuga olíuna. Þeim var því ekkert að van- búnaði að leggja af stað. En David virtist ekki í sem allra besta skapi. Það var eitthvað sem nagaði hann. Irina setti kúlupennann í vasa sinn og sagði svo hraðmælt. „Við emm nú stödd tólf mílur frá Velden og héðan er sextíu milur til Lienz. Þaðan em aðeins tuttugu mílur að ítölsku landamæmnum, er ekki svo?” „Jú, um það bil,” sagði hann og brosti. En einhvers staðar á milli Velden og Lienz hafði hún gloprað niður sjö mílum. Hann tók eftir út- reikningnum, sem hún hafði gert á jaðar vegakortsins og hann hafði gaman af því. Hún virtist hafa lagt sig alla fram. „í sannleika sagt hámákvæmt,” sagði hann. „Hversu lengi verðum við á leiðinni?” Hann horfði á úmferðina fram- undan, sem var ekki enn orðin mjög þétt og fór með jöfnum hraða. „Við verðum ömgglega komin að landa- mæmnum um hálfellefu leytið. Ef veður leyfir,” bætti hann við, er hann sá skýjabólstra hrannast upp fyrir framan þau. Hann vonaði að þeir væm ekki táknrænir á neinn hátt. „Munum við stansa í Lienz?” „Til hvers?” „Jo bíður þar kannski.” „Jo er ekki ein á ferð. Walter Krieger er með henni. Hann kom til Lienz í gærkvöldi.” „Og átti von ó því að hitta okkur?” Irina varð hrædd. „Jó, en hann er sennilega hinn ánægðasti með að við skyldum ekki koma. Ludvik var þar mættur og sömuleiðis þessir tveir náungar.” David fór í vasa sinn og dró upp ljósmyndir af þeim Milan og Jan. „Þú ættir að líta ó þessar myndir. Þær em af mönnunum tveimur, sem þú hittir í stigaganginum hjó Alois Pokorny. Milan er sá dökk- hærði. Jann er hávaxni náunginn. Kannastu við svipinn?” Framhald í næsta blaði. 6ISSUR GULLRASS B/lL KAVANAGU e. FRANK FLETCUER Mína, ég vona, aö ég fái friö og hljóö, því aö ég ætla aö fara yfir bankareikninginn okkar... 42. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.