Vikan

Eksemplar

Vikan - 14.10.1976, Side 25

Vikan - 14.10.1976, Side 25
og unglingum og þeir geti dregið einhvern laerdóm af henni og jafnframt haft ánægju af. Það er afskaplega ríkt í fullorðnum að líta beri á börn sem einhverja hugsun- arlausa og tilfinningasnauða hálf- vita. Þeir eru alltof margir, sem enga virðingu bera fyrir börnunum sem vitsmunaverum. Að minnsta kosti get ég ekki fundið aðra skýr- ingu á því, að hér er alls kyns sorpritum haldið að krökkum. Mjög margar bækur sem hér eru gefnar út og ætlaðar börnum, eru því miður versti óþverri og ekki til neins ætlaður nema drepa niður í börn- unum alla gagnrýna og skapandi hugsun og gefa þeim falska mynd af veruleikanum. Mig óar við þessum aðgerðum fullorðinna og því, hvernig krakkar eru niðurlægð- ir, bæði af foreldrum og eins í skólum. Það er svínarí. Ýmsir halda því fram, að unnið sé markvisst að því, sem þú gefur tilefni til að kalla sorpritaútgáfu, til þess að kæfa gagnrýna hugsun fólks. Hver stendur á bak við þetta allt saman? Auðvaldið! Það eru auðvitað þessi íhaldsöfl, sem öllu ráða. Þetta er bara eitt af þeim ráðum sem þau beita til að tryggja völd sín innan þjóðfélagsins. Sem betur fer er ákveðinn hó'pur fólks að vakna til vitundar um þessa skoðanakúgun, sem átt hefur sér stað og meðal annars birtist í vali á barna- og unglingabókum til útgáfu. Ef fólk gefur sér tóm til að hugsa og ef það fær tækifæri til að kynnast þessu á einhvern hátt, þá hlýtur það að sjá, hvað þetta er hrikalegt. Þess vegna vill maður með öllum hugs- anlegum ráðum vekja athygli á ástandinu, þótt það sé með skand- tilum og látum. Fólk fer þá kannski að ræða þetta víðar en í bók- menntadeild Háskólans, svo sem í mjólkurbúðum og strætó. Þú getur nú með sanni sagt að þú hafir hrint af stað sltkum um- ræðum með barnasögunni, sem þú last t útvarpið á sínum ttma. Það hvarflaði aldrei að mér, að sú bók yrði það regin hneyksli sem hún varð. Sjálfri fannst mér hún reglulega fyndin og skemmtileg og var helvíti hrifin af henni. Ég var geysilega ánægð með árangurinn af henni. Morðhótanirnar, sem ég fékk á nóttunni, féllu alveg í skuggann fyrir þeirri staðreynd, að allt húllumhæið hefði borið árang- ur. I rauninni var allt þetta mál alveg stórsniðugt. Það var rétt eins og stórglæpur hefði verið, framinn, því að enginn þorði að gangast við neinu. Þeir voru þvílíkir hugleys- ingjar yfirmennitnir mínir í útvarp- inu, að enginn þeirra þorði að taka ábyrgð á þessu, eða verja það á

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.