Vikan

Eksemplar

Vikan - 14.10.1976, Side 26

Vikan - 14.10.1976, Side 26
nokkurn hátt. I stað þess að velta því fyrir sér i rólegheitum, hvort sagan væri virkilega jafn slæm og af var látið, hvort ekki væri I rauninni allt í lagi með hana, þá fóru allir í hysteríu. Það var ekki fyrr en komið var inn í útvarpsráð, þegar tillaga um að hætta flutningi sögunnar í miðju kafi var felld, að votta tók fyrir heilbrigðri hugsun. Enda var það I tíð vinstri útvarps- ráðs. Þú sagðir áðan að börn vœru niðurlægð bœði af foreldrum og líka í skólunum. Er það álit þitt á íslensku skðlakerfi? Ég hef svo rótgróna andúð á þessu skólakerfi okkar, að mér finnst að leggja ætti niður hefð- bundna kennslu í nokkur ár og nota húsnæðið til einhvers skemmtilegra og þroskavænlegra. Til dæmis mætti setja upp í skólahúsnæðinu einhvers konar hverfamiðstöðvar fyrir krakka, foreldra og kennara að hittast í og kynnast og læra að vinna saman eins og fólk. Þá fyrst, þegar búið væri að leggja niður þetta mannskemmandi kennslu- form, ættu krakkarnir erindi þang- að. Núna mega krakkarnir ekki vera í skólanum nema á vissum stöðum á vissum tímum. Skólarnir eru alls ekki þeirra staður. Þeim líður fæstum vel þar. Það þarf að uppræta ákveðna ósiði I þessu blessaða þjóðfélagi okkar. Nú sem stendur er skólinn afskaplega lítils virði og oft miklu neikvæðari en hitt. Hann er ekki búinn til fyrir fólk, hvorki fyrir fuilorðna né börn. Það hlýtur að vera geysilega erfitt að vera heiðar- leg manneskja og eiga að sinna kennarastarfi innan þessa kerfis. Ég hef sjálf reynt það. Ég kcnndi einu sinni stuttan tíma uppi I sveit. Ég var reyndar heppin, því að ég var nokkuð frjáls svona að vissu marki, en ég var einmitt að velta því fyrir mér þá, að ég myndi aldrei með góðri samvisku geta stundað kennslu. Ég myndi skammast mín á hverjum degi fyrir að taka þátt í svindlinu. Ég hef enga trú á þvi sem á að vera niðurstaða skóla- starfsins í núverandi mynd. í skól- anum er verið að drepa niður allt sem einhverju skiptir í manninum. Það er bara verið að múra fólk lifandi inni. Nú eru skólarnir bara smækkuð mynd af þjóðfélaginu og hugsun- arhættinum, sem þar viðgengst. Verður því ekki að breyta þjóð- félaginu fyrst og síðan skólunum? Það sem ég vil í raun og veru er bylting. Ég vil ekki bara breyt- ingu á skólakerfinu, held.ur gagngera breytingu á öllu þjóðfél- aginu, byltingu! Ég veit, að það er svotil útilokað að framkvæma rót- tækar breytingar á skólakerfinu, á meðan fólk heldur áfram að hugsa eins og það gerir, á meðan sömu öflin ráða hér lögum og lofum. Það eitt, að skólum sé lokað eða kirkjur brotnar niður breytir afar litlu. Það er það sem að baki liggur, hugarfarsbreytingin meðal fólksins, sem máli skiptir. En einhvers staðar verður að byrja. Elestum held ég, að sé augljós nauðsyn þess að gera gagngerar breytingar á ríkjandi þjóðfélags- skipulagi, en hitt eru menn síður en svo sammála um hvaða aðferð- um á að beita. Á að beita hinni hefðbundnu byltingaraðferð, á að fara hina svokölluðu sóstaldemó- kratísku leið, eða á að fara þá leiðina að ala upp í landinu nýja kynslóð fólks, sem horfir gagnrýn- um augum á þjóðskipulagið og hefur ekki glatað þeirri skapandi hugsun, sem til þarf, eigi að koma fram breytingum? Þetta er nú reyndar alveg voða- lega krítísk spurning. Byltingin? Nú sitjum við uppi með þennan viðbjóðslega her og allt það herrans dót, sem honum fylgir. Við sitjum uppi með grímuklædda stjórnmála- menn, við sitjum uppi með mogga- landinu og makka við hann, liggja betlandi undir honum og láta hann sjúga úr sér hvern blóðdropa. Það eru ekkert annað en landráð. Við íslendingar erum helvítis rolur að hafa ekki notað þau tækifæri, sem gefist hafa til að losa okkur við herinn. Við höfum oft haft tæki- færi til þess, þótt þau hafi ekki öll samrýmst hinum klasslsku leiðum diplómatíunnar. Ég er afskaplega mikið á móti því, að ekki sé hægt að gera nokkurn skapaðan hlut nema eftir þessum áður notuðu og viður- klíkuna, þetta heilsuspillandi pakk, sem sáir arfa, hvar sem það kemst að með krumluna, við sitjum uppi með örfáar hræður, idjóta, sem öllu ráða í skjóli peningavaldsins. Þeir klifa gjarnan á þvl, að ísland sé sjálfstætt land, sem er auðvitað alger firra. Meðan við erum I sam- vinnu við erlendan her erum við sannarlega bundin á klafa. I dag er íslenska þjóðin einna llkust hóru, sem selur sig fyrir siikk alfons- inum NATO. Það þyrmir stundum yfir mig, hversu ægilegri kreppu við erum I. Ég Ht á það sem versta glæp, sem hægt er að gera nokkurri þjóð, að fá erlendan her til setu I kenndu leiðum. Reynslan sýnir, hvaða ráð eru úr leik. Gagnslaus. Fólk má ekki veigra sér við þvl að koma hreint fram og heiðarlega., þótt íhaldið og þessi rótgrónu öfl helli úr sér svlvirðingunum og haldi því fram, að kommarnir kunni sko ekki að skammast sín. Hræðslan má aldrei skjóta rótum hjá fólki, sem vill breyta. Það má með miklum sanni segja, að Ihaldsöflunum I þjóðfélaginu stafi engin ógn af fyrirbærum eins og Alþýðubanda- laginu, eða Hræðslubandalaginu eins og maður freistast til að kalla það. Það beitir einungis þcssum hefðbundnu diplómatísku leiðum og eltir þarmeð skottið á aftur- haldinu. Og vinnur gegn alþýð- unni. Það fer aldrei vel. Þeir sem fylgja þessum hefðbundnu leiðum og ætla að fara að spila eftir sömu reglum og gilt hafa meðal borgara- stéttarinnar um aldaraðir, þeir verða aldrei annað en kratar. Ég bind hins vegar ákveðnar vonir við Kommúnistaflokkinn nýstofnaða, þótt það sé of snemmt að gera sér I hugarlund, hvernig úr rætist fyrir honum. Þetta er nú eiginlega fremur persónulegt hjá mér, ég þekki töluvert af þessu fólki, sem starfar I Kommúnistaflokknum, og veit, að þessu fólki er treystandi til að berjast heiðarlegri baráttu. Þetta er duglegt fólk og vel að sér og vill leggja ýmislegt I sölurnar. Þar er stéttasamvinnan heldur ekki hugljúf vögguvísa eins og hjá flnu herrunum I Alþýðubandalag- inu. Segjum sem svo, að Kommún- istaflokkurinn taki þá stefnu að bjóða fram á þing og þeim takist að koma manni eða mönnum t þingsali, heldur þú, að það beri einhvern árangur? Er ekki út í bláinn að gerast samábyrgur kerf inu, sem fyrir er, í þeim tilgangi að knýja fram einhverjar umbætur á því? Það er spurningin, hvaða leið á að fara, ef maður er búinn að gefa skít I kerfið, sem fyrir er, og vill hvergi nálægt því koma. Ég hef enga trú á Alþingi, hvorki mcð eða án fulltrúa frá Kommúnista- flokknum, þar er allt of mikið af fíflum fyrir. En það verður að berjast á öllum vlgstöðum, bæði utan frá og innan, eins og Lenin sagði, að notfæra sér þær „stofn- anir” sem fyrir eru I þjóðfélaginu, til þess að koma á byltingarhæfu ástandi. Mér dettur ekki I hug að halda, að hægt sé að bylta neinu hér eins og ástandið er I dag. Til þess að hægt sé að bylta verður meiri- hluti þjóðarinnar að standa að baki byltingunni, vera búinn að gefa frá sér alla von um endurbætur á kapltallska kerfinu og vilja byrja upp á nýtt I sósíalisma. En til þess að svo megi verða neyðumst við til að notfæra okkur þau tæki, sem fyrirfinnast innan kerfisins. Ein- hvern veginn verðum við að ná til manna. Við vitum, að íslenska þjóðin er ekki beinlínis byltingar- sinnuð I augnablikinu. Eitt vitum við þó, en það er að mtkill meirihluti manna er hund- óánægur með ýmislegt, svo sem dýrtíð, dómsmál og hvað eina. Gallinn er bara sá, að menn þora ekki að afsala sér því öryggi, sem kúgarinn veitir. Það er miklu erfið- ara að vera frjáls heldur en bund- inn. Fleiri vandamál að takast á við, og maður verður að horfast I augu 26 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.