Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 27

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 27
við þau, annars er viðbúið að frelsið glatist. En það er ákveðinn sljóleiki sem hrjáir íslensku þjóðina, hann er afskaplega erfiður viðfangs. Sljó- leiki fyrir öllu öðru en efnalegum gæðum. Ég örvænti stundum um, að þessi þjóð ranki nokkurn tíma við sér áður en hún er orðin úrkynjað afskræmi, sem hún er á góðri leið með að verða. En það er ekki hægt að hrista neinar pat- entlausnir fram úr erminni. Sam- staða er fyrsta skilyrðið til að eitt- hvað heppnist, án hennar verður aldrei neitt framkvæmt I átt til frelsis. Er söngur þinn á plötunni Eniga meniga þáttur í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi? Það ætla ég að vona, að minnsta kosti vinnur hann ekki á móti. Söngvarnir hans Ólafs Hauks eru . nýstárlegir í ýmsu og höfða til hugmyndaflugsins. Það er jákvætt. Annars var hugmyndin að Eniga meniga hvorki mín né Ólafs Hauks. Kunningja mínum datt þetta ein- hvern tíma í hug, þegar ég var að sþila fyrir hann á pianóið og syngja um bláa fílinn. Við Ólafur vissum, að lögin féllu í kramið hjá vinum okkar undir tólf ára aldri, svo okkur fannst margt vitlausara en að reyna þetta. Af hálfu Ölafs Hauks er þetta reyndar líka ný leið til að koma Ijóðum sínum á framfæri, í stað þess að gefa allt út á prenti, er þarna kominn tjáningarmáti, sem nær án efa til margra, sem aldrei opna ljóðabók. Þetta á nú fremur við um þá plötu, sem er næst á dagskrá hjá okkur, hún kemur út í vetur og verður allt öðru vísi cn Eniga meniga. Hvorttveggja póli- tískari og ljóðrænni. Eniga meniga myndi líklega teljast flest annað en ljóðræn, ha. En Ólafur Haukur er gott ljóðskáld og gaman að vinna með efnið hans. Hvernig kanntu því að láta hampa þér t Morgunblaðinu sem efnilegustu söngkonu, sem komið hefurfram lengi? Þetta er bara þeirra máti að taka hlutunum. Platan var heldur ekki svo stingandi rauð, að ástæða væri til að gera neitt fjaðrafok út af henni. Það hefði verið einum of áberandi hjákátlegt. Annars tek ég aldrei neitt mark á því, sem stendur í Mogganum, svo að hrós eða háð þeirra þar hefur engin áhrif á mig. Þetta er bara liðurí taktíkinni, sem íhaldspressan notar. Þeir hafa séð að moldviðri, eins og þeir komu afstað á sínum tíma, þegar ég var að lesa Uppreisnarsöguna í útvarpið, eða skandallinn sem varð, þegar Megas fór að syngja um Jónas og syfilisinn, borgar sig ekki. Svoleiðis nokkuð verður bara til þess að vekja enn meiri athygli á því, sem verið cr að segja. Þess vegna er það, sem Mogg- inn birtir heillangt viðtal við Megas stuttu eftir að seinni platan hans kom út, þar sem hann gefur skít í allt siðgæðis- og gildismat borgara- stéttarinnar. Þetta er bara til þess ætlað að slá ryki í augun á fólki og telja því trú um, að Morgunblaðið sé frjálslynt. Með þessu vilja þeir segja sem svo: Ríkir ekki frjáls tjáning hér? Við erum svo sannar- lega framverðir frelsisins. Við birt- um svona viðtöl, við hömpum • þessu fólki. Hvað eruð þið að kvarta? Með því að látast viðurkenna gagnrýnina eru þeir í raun og veru að reyna að svæfa hana. Ég gerði mér engar hugmyndir fyrirfram um þessa plötu, hvort hún færi fyrir hjartað á einhverjum. Ég veit, að ýmsir hlutar hennar hafa komið við kaunin í sumum, svo sem Drullum sull, sem mér finnst sjálfri afskaplega elskulegur texti. Annars get ég sagt þér, að stund- um finnst mér ég ekkert kannast við þessa Olgu Guðrúnu, sem þeir skrifa um í blöðunum. Það er' einhver allt önnur manneskja. Nýj- ustu fréttir herma, að hún sé orðin poppari! Það þykir mér feykilega fyndið. Poppari í dag, skæruliði á morgun! jjQr, Hvað kosta fimmkrónu frímerki dag? Hadda fer 1 búðir Þessar litlu „sápukúlur" eru eingöngu unnar úr náttúruefn- um, án allra gerviilmefna, og aettu því að vera mjög góðar fyrir viðkvæmt hörund. Fást í rauðum, gulum, appelsínugul- um og grœnum litum. Minni gerðin kostar kr. 130 , en sú stærri kr. 550 . Hja Númer eitt Aðalstræti 16 og Janus Lauga- vegi 30. 1 verslunni íslenskur heimilis- iðnaður, Hafnarstræti 3 og Laufásvegi 2, fæst mikið úrval af leirmunum, hönnuðum af íslenskum listamönnum. í Hafn- arstræti 3 sá ég þetta smekklega ávaxtasafasett eftir Jónínu Guðnadótturleirkerasmið. Kjör- in tækifærisgjöf. Settið er í brúnum og bláum litatónum og kostar kr. 10.400. boge bog« bogenor ', Mii*» MSMHSK Fyrr á árum þótti mikil óprýði að gleraugum og gekk fólk ekki með þau nema í ítrustu neyð. En nú er öldin önnur sem betur fer. í Gleraugnasölunni, Laugavegi 65, rakst ég á þessar fallegu umgjarðir frá Silhouette í mörg- um litum og kosta þær kr. 9.365 og 8.670 . Erfitt hefur verið að fá ódýrar íslenskar matreiðslubækur. En þar sem flestir íslendingar geta lesið dönsku langar mig til að benda á litprentaðan danskan bókaflokk sem heitir BOGEN OM... Sild, Kartofler t.d. og fæst í Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4 og 9, og kostar 612 krónur. f kjallara hússins að Aðal- stræti 12 er Leðursmiðjan til húsa, og eru þar eingöngu seldir sérsmiðaðir gripir. Sérstaka eft- irtekt' mína vakti þessi fallega rauðbrúna taska, sem lokast að framan með útskorinni hval- tönn. Taskan er unnin úr nauts- húð og kostar kr. 16.200. Björn Wiinblad heitir danskur listhönnuður, sem mikið hefur gert af því að skreyta danskt og þýskt postulín. Hjá Magnúsi E. Baldvinssyni, Laugavegi 8, er hægt að fá svokallaða árstíða- platta, sem Björn hefur mynd- skreytt, og kosta þeir frá kr. 2.095 upp í kr. 7.285. 42. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.