Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 29
mamma. Það verður svo gaman að sjá allt fólkið og finu vagnana, og þeir segja að það eigi að vera flug- eldasýning við ána í kvöld... Ö þakka þér fyrir mamma mín!" Á leiðinni heim voru þau sam- mála um að þetta hefði verið afar ánægjulegur dagur. Þegar þau komu aftur heim í vinalega litla húsið, fór Friðrik sjálfviljugur og horðaði kvöldverð inni í eldhúsinu undir eftirliti EUíar, gömlu þjónustustúlkunnar, áður en hann fór í rúmið. Abb'y skipti um kjól. Klukkan var aðeins átta, og mikið eftir af kvöldinu ennþá. Hún ætlaði að borða kvöldverð og fara yfir bókhaldið áður en hún færi að sofa. Hún gekk niður í litlu setustof- una sem var uppáhaldsherbergið hennar vegna þess að glugginn snéri að garðinum bak við húsið, og hún gat séð móta fyrir þaki verk- smiðjunnar sem stóð á horni Iron- gate Uharf Road þar sem hún mætti Harrow Road. Stór hluti öryggis hennar var tengdur þessu litla húsi, og litlu lyfjaverksmiðjunni, og stór hluti hinnar stuttu sambúðar henn- ar með James var tengdur þeim báðum. Á meðan hún var að ljúka við bökuðu eggjakökuna, sem Elli hafði fært henni, var bankað á dyrnar og siðan heyrði hún fjarlægar raddir frammi í anddyrinu. Dyrnar opnuð- ust og hann stóð brosandi fyrir framan hana. Þegar hún ætlaði að standa upp, sagði hann hratt: „Nei, sittu kyrr, Það er ófyrirgefanlegt að trufla þig svona seint vegna við- skiptaerinda, en þú varst ekki heima í allan dag, svo að ég freistaði þess að koma í kvöld i staðinn i þeirri von að þú yrðir ekki allt of reið viðmig." ,,En kæri Gideon, eins og þú gætir nokkurn tima truflað mig, Það er alltaf jafnánægjulegt að sjá þig" Hann settist í stólinn við hlið hennar, með látbragði þess sem þekkir vel til á heimilinu. Abby sat og horfði á hann, og kunni mjög vel við það sem hún sá. Gideon Henriques var hár maður og grannur, með fina beinabygg- ingu og liðlega fingur. Litarfar hans var hraustlegt, augun voru dökk og umkringd dökkum þéttum augn- hárum. Hárið var þykkt, dökkt og liðað. Hún taldi sig heppna að eiga hann að vini. Hann leit upp, eins og hann hefði getið sér til um hugsanir hennar og brosti. „Og hvar hefur þú verið í dag má ég spyrja?" sagði hann. ,,Mig grunar hvert svarið verður. Ég get ekki ímyndað mér að Friðrik hafi látið annað eins tækifæri og gafst i dagsleppa." „Auðvitað hefurðu rétt fyrir þér. Hvar hefðum við átt að vera annars staðar en úti að dást að hátiðar- höldunum?" sagði Abby og hló. ,,ö, Gideon þú hefðir átt að sjá hann. Hann var svo hamingju- samur." 42. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.