Vikan

Útgáva

Vikan - 14.10.1976, Síða 30

Vikan - 14.10.1976, Síða 30
Spáín gildirfrá fimmtudcgi til miðvikudags HRÚT'JRINN 21. mars - 20. aprít Ánægjulegar fréttir langt að komnar breyta áætlunum þínum vcrulega. Hafðu því sem fæst orð um áform þín sem stendur. Taktu það rólega um helgina. NAUTIÐ 21. apríl - 27. maí Ekki búast við of miklu, þá verðurðu ekki fyrir vonbrigðum. Þctta hljómar kannski ekki spennandi, en engu að síður áttu ánægjulega viku í vændum. TVÍBURAPNIR 22. maí - 21. júní Þú átt annasama viku framundan, bxði heima og í vinnunni. Þú neyðist til að taka að þér aukavinnu vegna erfiðs ástands á vinnustað, en það rætist úr fljótlega. •Sx-2; KRABBINN 22. júni - 23. júlí ^ .Næsta vika virðist kjörin til að hrinda í Ví’Uiéjw framkvæmd ýmsu, sem lengi hefur verið á döfinni, hvort sem um er að ræða stofnun fyrirtækis eða tiltekt í bílskúrnum. LJÓNIÐ 24.júli - 24. aqúst \ f Vikan verður þægileg, en ekki skaltu búast *' S*. við neinum stórviðburðum. Þú umgengst rfélaga þína mikið, og það er vel, því þú hefur vanrækt þá um of undanfarið. MEYJAN 24. áqúit — 23. sept. '.jí Þú crt óeðlilega svartsýnn og ættir að bæta úr því, áðui en þú spillir fyrir þér. Stutt og viðburðaríkt ferðalag er fyrir höndum. ^ Mánudagurinn verður bestur. VOGIN 24. sept — 23 okt. Á laugardag gerist nokkuð, sem lætur lítið i yfir sér, en á eftir að skipta framtíð þína miklu. Vinur þinn gerir þér mikinn greiða, scm þú færð seint fullþakkað. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Vikan verður viðburðarík, en ekki að sama skapi þægilcg. Utanaðkomandi öfl verða til þess að brcyta framtíðaráformum þínum að nokkru. , BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þú átt kost á góðum viðskiptum, sem munu skipta sköpum fyrir þig, ef þér tekst að hagnýta þau rétt. Vikan er ckki hagstæð til skemmtanalífs. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan Amor bcinír örvum sínurn sérstaklega að þcim, scm fæddir cru rétt eftir áramót. Þcir ad>ar/ hinir sömu ættu hins vcgar ekki að standa í viðskjptalegum framkvæmdum um sinn. VATNSBERINN 21. jan. 19. febr. ýífStj Vcgna utanaðkomandi ártrifa verðurðu að Js. draga ýmsar pcrsónulcgat framkvæmdir. Þú ncyðist til að rifa scglin, en getur huggað þig við. að margir cru verr settir en þú. f rí . FISKARNIR. 20. febr. — 20. man Þú hcfur ányggjur af að geta ekki staðið í skilum mcð vcrk þín, en þær áhyggjur eru óþarfar, þér mun ganga allt í haginn á því sviði. Léttu þér upp um helgina. STcJQRNUSPfl Hún lýsti líflega fyrir honum við- burðum dagsins, og nú var komið að honum að horfa á hana og dást að henni. Hann kunni vel við greindarlegt, kantað andlit hennar. Hún var langt frá því að vera fegurðardís, til þess var munnur hennar of breið- ur augun voru ósköp venjulega grá, en augnahárin voru löng og falleg. Hár hennar var mjúklega sett upp og fallega brúnt. Hann kunni einnig vel við líflegt andlit hennar og markvissar hreyf- ingar breiðra mjúkra handanna. Það var ekkert tilgangslaust og flöktandi við Abigail Caspar, guði sé lof. Gideon likaði illa við flökt- andi sýndarkonur, og hann skelfd- ist óáreiðanleik þeirra og talandi augnaráð. Hann hitti margar þeirra í viðhafnarstofu foreldra sinna, þvi að hann var mjög frambærilegur ungur maður og ógiftur, og móðir hans lagði töluvert á sig til að kynna hann fyrir ungum stúlkum. „Svo að þú sérð,” sagði hún að lokum ,,að ég hef æma ástæðu til að vera þreytt. En veistu, að nú, þegar ég hef snætt kvöldverð, þá er ég það alls ekki. Ég held að ég gæti unnið í allt kvöld.” Hann sagði rólega: ,,Úr þvi að svo er, þá ætla ég ekki að fara að hafa neitt samviskubit þó að ég hafi komið til að ræða viðskipti i kvöld. Ég er svolítið áhyggjufuliur, góða mín. Þú hefur ekki sýnt þína venju- legu útsjónarsemi og skynsemi undanfarið.” ,,Nú? Og hvaða mistök heldurðu að þú hafir fundið í þetta sinn?” Þau fóru bæði að hiæja þvi þau mundu bæði eftir því þegar Gideon þá ungur og nýkominn úr skóla, hafði talið að hann hefði fundið meiri háttar villu í bókhaldinu hjá henni fyrir níu árum siðan. Hann hafði þráttað þá við Abby fullur stolts, en hann hafði komist að því, að bókhaldið var ekki aðeins rétt hjá henni, heldur einnig sérlega nákvæmt og traust. Hún hafði fljótlega fengið hann til að gleyma sinni ungæðislegu skömm, og bjargað stolti hans. Vinátta þeirra hafði dafnað frá þeim degi. Áður hafði hann aðeins verið drengur í augum hennar, en karl- mennska sú, sem hann sýndi þegar hann viðurkenndi mistök sín, hafði gert hann að meiri manni i hennar augum. Nú brosti hann aðeins og sagði: ,,Þetta er ekkert svipað og siðast, það geturðu verið viss um. Abby, þú veist að ég fer aðeins yfir bókhaldið hjá þér af því að þú krefst þess — ” ,,Og ég mun ætíð krefjast þess,” svaraði hún strax. ,,Nú, hvað hefurðu fundið?” „Það eru þessar úttektir sem þú hefur haft á föstudögum einu sinni í mánuði. Þú hefur flokkað þær undir „ýmis útgjöld". En þetta er svo reglubundið hjá þér — siðasti föstu- dagurinn í hverjum mánuði — að ég er undrandi. Hvað felurðu bak við þessi „ýmis útgjöld?” Þú veist að það eru ekki góð viðskipti að færa ekki inn nákvæmlega hvers eðlis útgjöldin eru. Ef þú ætlaðir að selja fyrirtækið, gæti reynst erfitt að útskýraþað — ” „Ég mun aldrei selja fyrirtækið. Það er til fyrir Friðrik.” sagði Abby, en hún var hugsandi. „0, kæri Gideon. Það er erfitt fyrir mig að útskýra þetta. Þetta er nefnilega persónulegs eðlis.” Gideon varð vandræðalegur. „Þá verður það auðvitað þannig áfram.” „Það er nefnilega bróðir minn.” sagði Abby. „Bróðir þinn?” Hann leit undr- andi á hana. „En ég hélt að þú hefðir ekkert samband við — að — þið — þau — ” „Að þau hefðu slitið sambandinu við mig þegar ég giftist?” sagði Abby rólega. „Það er alveg rétt. Faðir minn vildi hafa það þannig. Því miður. Ég hef ekkert samband haft við hann undanfarin tíu ár. Þó veit ég alltaf hvernig hann hefur það og hvað hann gerir . Það er auð- velt þvi að þegar Henry Sydenham fer i söluferðir, hlustar hann á allt umtal um leið og hann selur lyfin.” „Ég veit að faðir minn hefur það gott, og að St. Eleanor, sjúkra- húsið, sem hann stofnaði, gengur vel. Ég hef líka heyrt fleira. Yngri systir mín, Mary, lést úr kóleru fyrir tveim árum síðan.” „Það var leiðinlegt að heyra.” sagði Gideon strax. „Ég óska þér langlífis.” Hún lyfti augabrúnum spyrjandi. „Fyrirgefðu. Gyðingar segja þetta þegar einhver hefur misst einhvem nákominn.” sagði hann. „Ég sagði þetta óvart.” „Það hlýtur að vera hin systir mín, Marta, sem hefur liðið mest,” sagði hún hispurslaust, „því þær voru tviburar og mjög nátengdar.” Það varð stutt þögn og síðan hélt hún ákveðnari áfram: „Ánægjuleg atvik hafa einnig orðið. Ég sá í blöðunnm um daginn að bróðir minn, Barty, hefur gifst rikum erfingja.” Augu hennar urðu 'dekkri, og hún virtist stara framhjá honum á eitthvað fji’iægt. Hann langaði að taka utan um .endi hennar. „O, jæja þannig var það nú.” sagði hún eftir augnabliks þögn. Síðan hélt hún áfram: „Og síðan hitti ég bróður minn, Jonah, þar sem hann var á gangi i Rotten Row einu sinni rétt fyrir jólin, með tvö börn sín með sér, Pheobe og Oliver. 0, það var svo dásamlegt að hitta hann. Börnin hans em yndisleg. Dugnaðarlegur drengur, kannsjci einu eða tveimur ámm yngri en Friðrik minn, og töfrandi lítil telpa, svona tveimur ámm yngri.” Hún andvarpaði. „Það er sorg- legt að hvomgt okkar skuli hafa neitt samband við foreldra okkar og systkini. Þessar fjölskylduerjur virðast svo mikil — sóun.” „Vist er það sóun, og fjölskyldu- erjur em alltaf viðkvæmt mál,” sagði Gideon mjúklega og hún leit undrandi á hann þvi að henni fannst rödd hans undarleg. Hún hélt áfram eftir augnablik: 30 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.