Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 31
„Jæja, en Jonah og ég komum okkur saman um að hittast og halda sambandinu, því að við höfðum ekki átt i neinum illdeilum. En svo að ég geri langt mál stutt, þá hittumst við stöku sinnum, hann kom hingað í heimsókn með börnin, og ég fór að gefa honum smápening til að kaupa ýmislegt fyrir þau." „Hreinskilnislega sagt, Gideon, þá held ég, að það sé konan hans Celia, sem stjórnar heimilinu og að það sé hún sem annast fjármálin. Þau eiga krá rétt hjá Covent Garden. Ég held að það hljóti að vera erfitt fyrir karlmann að þurfa að biðja konu sína um peninga. Jæja, þá veistu þetta dularfulla leyndarmál mitt. „Ýmis.útgjöld" eru bróðir minn, Jonah, og börnin hans. Þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur." Hann þagði augnablik,. en sagði síðan mjúklega: „Þú ert alveg sér- lega góð kona, Abby." „Alls ekki minn kæri Gideon. Vinnusöm og hyggin kannski — en góð? Það er alltof andlegt fyrir svona efnishyggjumanneskju eins og mig. En nú skulum við biðja Ellí að færa okkur te og kveikja upp i arninum, og síðan skulum við fara yfir bókhaldið saman. Það eru eitt eða tvö atriði sem ég vildi ræða við þig. Okkar ungi Henry Sydenham, tildæmis. „Ég hef heyrt að það sé ekki ómögulegt að önnur fyrirtæki gætu reynt að lokka frá okkur þennan fyrirmyndar sölumann með boði um betri laun. Ég held við ættum að bjóða Henry prósentur af sölunni. Það ætti einnig að hvetja hann áfram. Hvað áliturþú?" , ,Ég álít þig mjög færa viðskipta- konu." sagðí Gideon og bfösti um leið og hann stóð upp til að hjálpa henni aö flytja lágt borð að arninum og leggja bókhaldsbækurnar á það. En áður en þau byrjuðu að ræða viðskiptin, sagði Gideon feimnis- lega: „Ég myndi gjarnan vilja kynnast bróður þínum, Abby." Hún brosti til hans. „Vildirðu það, Gideon? Jæja, hvers vegna ekki. Þú ert vinur minn og með- eigandi í fyrirtækinu og það er aðeins rétt að þú fáir að kynnast þeim hluta fjölskyldunnar, sem enn kærir sig um að þekkja mig. Ég skal athuga málið." Hann hló. „Þú tekur alltaf svona til orða, ekki satt, Abby?" „Hvernigþá?" „ Að þú athugir málið. Það fer þér velaðsegjaþað." Þegar hann sat í köldum vagn- inum á leiðinni heim til foreldra sinna, sem biðu í íbúðinni í Lom- bard Road, varð honum hugsað til þess sem þau höfðu sagt um fjöl- skylduerjur og sú hugsun gerði hann dapran. ",,En pabbi, þú gerir úlfalda úr mýflugunni," sagði Gideon, hann gat þó ekki horfst í augu við föður sinn og beygði sig því fram og lag- færði ábreiðuna, sem lá yfir mátt- vana fæturna. En gamli maðurinn hristi aðeins höfuðið óþolinmóðlega við snertinguna og sagði: „Jæja svo þetta er misskilningur hjá mér. Ef þetta skipti ekki máli, þá myndir þú ekki standa upp í hárinu á mér sonur minn.' Gideon leit upp. „Nú ertu of skarpskyggn, pabbi." „Það er nú einmitt ástæðan fyrir því, hve vel þú ert stæður í dag og það er einnig þess vegna.sem þú og móðir þín geta lifað góðu lífi þrátt fyrir þá staðreynd að ég er gagnslaus aumingi. Má vera að fætur mínir séu ónýtir — heilinn í mér gerir enn gagn." AUt i einu hrópaði hann: „Hvers vegna, Guð minn? Hvers vegna? Hvað hef ég gertþér?" Gideon sat hreyfingarlaus og horfði á föður sinn. Fyrir níu árum siðan höfðu þau óttast að hann myndi deyja, Gideon og móðir hans. Þau höfðu setið við rúmið og horlf t á þennan sterka líkama titra í hitaköstunum, og dökk gáfuleg augun stara út í loftið í óráði, og þau höfðu beðið þess að hann fengi að lifa. Og hann lifði þetta af. En aðeins hálfur likaminn var lifandi. Fæturnir höfðu misst allan mátt, axlirnar höfðu grennst og brjóstið fallið saman, aðeins heilinn var al- heilbrigður, og þegar allt var sem verst hafði Gideon staðið sig að þvi að ásaka Guð fyrir að fara þannig með hann. Föður hans sem alltaf hafði verið svo góður og réttlátur, fylgt öllum lögmálum Gamla Testa- mentisins og aldrei gert neinum neitt. Það var ekki fyrr en viku seinna, þegar faðir hans hafði misst vald á skapi sínu og álasað skapara sínum, að Gideon skildi hve miklu verra hefði verið ef hann hefði misst föður sinn alveg. Og hann hafði setið klukkustund eftir klukkustund, hræddur en ákveðinn sextán ára drengur, og talað, beðið og grátið, þar til að Nahum gamli lét að lokum sannfærast um að lif hans væri einhvers virði og hann yrði að bera það, sem örlögin höfðu lagt honum á herðar. Þetta hafði hann sagt Gideon, og að lokum byrjuðu þeir að byggja upp hamingjusamt heimilislíf aftur. Gideon hafði snúið sér að viðskipt- unum með miklum áhuga, móðir hans annaðist Nahum, og saman hafði þeim tekist að gera lífið bærilegt. Þau héldu oft veislur, og þá sat gamli maðurinn í miðri sparistof- unni í dagastól. Hann talaði við gestina og stríddi ungu stúlkunum, sem kona hans bauð til þeirra, og hann sýndi þess engin merki að 0 IGNIS þvottavélar RAHÐJAH SÍmh 19294 BAFIORG sími: 29699 42.TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.