Vikan

Útgáva

Vikan - 14.10.1976, Síða 33

Vikan - 14.10.1976, Síða 33
hann vœri jafnþreyttur og raun bar vitni. En þetta var hans framlag til fjölskyldunnar. Og aldrei, í þessi niu ár, haföi Nahum álasað skapara sínum. Fyrr en nú. Og hann hafði gert það vegna Gideons, og Gideon leið illa. Það varð löng þögn. Að lokum sagði Nahum þurrlega: ,,Þú verður að fyrirgefa mér skap- ofsa minn, en þú verður að skilja Gideon að ég hef ekki mikið að gera þar sem ég sit hér, annað en að hugsa. Ég tek eftir öllum breyt- ingum og þar sem veggimir í kring- um mig breytast ekki tek ég eftir þér, móður þinni og fólki sem kemur hingað inn. En best fylgist ég þó með þér. ,,Og eftir hverju hefurðu tekið hjá mér, pabbi?” ,,Að þú ert ágætis maður og það er tími til kominn að þú eignist konu og heimili. Þú ert tuttugu og fimm ára Gideon. Það er ekki rétt að heilbrigður maður eins og þú lifir einlífi.” , ,Pabbi, ég skil að þú vilt mér vel En stundum verð ég að velja milli þess, sem þú vilt að ég geri, og þess sem ég verð að gera. Það skeður sjaldan og hingað til hefur eingöngu verið um viðskiptamál að ræða. í þetta skipti get ég ekki farið að vilja þínum. Frú Caspar hefur beðið mig að koma og hjálpa sér. Það verð ég að gera.” ,,En á föstudagskvöldi, Gideon, á föstudagskvöldi!” „Ég veit, pabbi. Mér þykir — fyrir því. En hjá því verður ekki komist.” Hann roðnaði, og faðir hans tók eftir því þrátt fyrir rökkrið, sem umlukti þá. ,,Og ég er glaður yfir að hún skuli þarfnast mín.” bætti hann við. Nahum þagði augnablik, en sagði síðan hljóðlega: „Hún hefur alltaf þarfnast okkar drengur minn. Hvemig gat það öðruvísi orðið? Ung ekkja með barn og án hjálpar föðurs nébræðra...” Hann andvarpaði og svipur hans lýsti undrun hans á að nokkur fjölskylda gæti snúið baki við ungri konu í þvílíkum aðstæðum. „Og með rekstur fyrirtækis á herðunum. Hvað hefði orðið um hana, ef ekki hefði verið um okkur að ræða. Ég man hve góðir vinir eiginmaður hennar og faðir hans reyndust, þegar aðrir snéru i okkur baki vegna trúarinnar — auðvitað stóð Henriques fjölskyldan með henni þegar hún þurfti á hjálp að halda. „En Gigi — elsku drengurinn minn — líttu upp og sjáðu hvar þú stendur. Hún þarfnast aðstoðar við viðskiptin, jafnvel bróðurlegrar um- byggju, ef þú vilt. Blekktu ekki sjálfan þig með þvi að imynda þér neitt meira. Gerðu ekki þá stóru skyssu að — að bjóða meira en þú ert beðinn um.” Gideon varð hrærður þegar hann heyrði að faðir hans notaði gamla gælunafnið Gigi. Hann klappaði Nahum á axlimar. „Þú hefur of miklar áhyggjur pabbi. Ég hef stjórn á lífi minu — og skynsemi minni. En ég ber mjög vinveittar tilfinningar til Abby — frú Caspar — og ef hún þarfnast mín þá fer ég til hennar, hvort sem það er föstudagur eða ekki. Það getur ekki verið til ills að gera góðverk á hvíldardaginn.” Það sem eftir var dagsins, rikti mikil spenna milli feðganna og Gideon þótti ákaflega fyrir því. Slíkt brot á friðhelgi hvíldardags- ins olli foreldrum hans miklum áhyggjum. En Abby hafði beðið hann að koma. Og til Abbyar ætlaði hann að fara. ~ Abby hafði verið að vinna í verk- smiðjunni frá því klukkan átta um morguninn, en hún byrjaði að vinna aðeins klukkustundu seinna en verkamennimir. Einu sinni höfðu verkamennirnir búið nálægt verk- smiðjunni. Þegar James stofnaði fyrirtækið höfðu fáir atvinnumögu- leikar verið á staðnum og fátækl- ingamir í grenndinni — sem vom margir — höfðu sóst eftir þeirri atvinnu sem hann bauð. En siðan kom gufuvélin til sögunnar og með henni járnbrautin og með henni höfðu aftur komið nýjar teikningar af svæðinu kringum verksmiðjuna, og á þeim var ekki gert ráð fyrir litlu verkamannaheimilinum. Áður en það gerðist hafði ekki verið erfitt að hefja vinnu klukkan sjö á morgnana, og vinnudagurinn hafði verið til klukkan átta á kvöldin eins og lög gerðu ráð fyrir. Verkamennirnir höfðu verið ánægð- ir og þóst ágætlega stæðir þegar þeir fengu launin greidd — stund- um allt að tuttugu skildinga —. Nú héldu margir þeirra áfram að vinna fyrir Abby, jafnvel þó þeir yrðu að ganga í þrjá stundarfjórð- unga til og frá vinnu. 1 Abby var góður vinnuveitandi, og það vissu þeir. í staðinn kunni hún vel að. meta tryggð þeirra, og hún sá um að þeir fengju mjólkurte með sírópi á hverjum morgni (en hjá henni unnu tuttugu og fimm manns, karlar, konur og börn). Þau fengu aftur te klukku- stund eftir að vinna hófst, um hádegi og einu sinni eftir hádegi. ! dag hugsaði hún um Gideon, þar sem hún stóð og drakk te ásamt þeim. Gideon, sem hafði komið til hennar þegar hún bað hann og hlustað á hana ræða vandamál Jonahs. Bróðir hennar hafði snúið sér til hennar með áhyggjur sínar vegna uppeldi barnanna í því háværa um- hverfi sem kráin bauð upp á, og misjafnra viðskiptavina. Sérstak- lega hafði hann áhyggjur af Phoebe. Celiu þótti sem hann gerði úlfalda úr mýflugunni, en það jók aðeins áhyggjur Jonah. Framhald í næsta blaði. Myndrænar veggfóðursmyndir sem gera skemmtilega breytingu á heimilinu,_rúmlega 4 metra breiðar, full lofthæð. Einnig fjöldi mynda á innihurðir. Skemmtileg nýjung. Grensásvegi 11 — sími 83500. Bankastræti 7 — sími 11496. 42. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.