Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 34

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 34
MEtDAL ANNARRA QRÐA Foriögin hafa ráðið þvl, að ciginkona mín hefur undanfarn- ar vikur þurft að dveljast á Reykjalundi til endurhæfingar vegna sjúkdóms, er hún var svo heppin að nxla sér í. Vafalaust er víða verra að vera en á Reykjalundi, en ég tel það ekki í mínum verkahring aði dxma um það að svo komnu máli, og læt ég það þvl liggja milli hluta. Annað er það, sem ég álít undanbragðalaust mitt mál, en það cr símaþjónustan, sem sjúklingarnir eiga við að búa þar efra. Ég er samt ekki alveg búinn að gcra það upp við mig, hvern eða hvcrja slíkt heyrir undir, svo að best er að hver hirði hér sinn skammt, eftlr því sem við á. í fyrsta lagi er ákaflega erfitt að ná sambandi við Reykjalund I símann. Ég hefi þá reynslu dag eftir dag að þurfa að hrir.gja þangað 5—6 sinnum I hvert sinn, til þess að einhvcr svari. Hvort það er vegna anna við símaborðið, eða einhvers annars, vcit ég ekki, en þctta er nauð- svnlegt að lagfxra hið fyrsta. Kannski þarf aðra símalínu á staðinn til að létta af þeirri, sem fyrir er. Annað er öllu verra, en það er sú aðstaða, sem sjúklingar virð- ast þurfa að búa við I sambandi við símtöl þarna. Flestir sjúkl- ingarnireru nokkurn veginn ról- fxrir, þó margir með erfiðis- munum. Enn aðrir þurfa að notastvið hjólastól til að komast á milli herbergja. Á hverri hæð sjúkrahússins virðist aðeins vera einn sími til afnota fyrir sjúkl- inga, og oft langa leið að fara fyrir hvern mann að komast I síma, ef spurt er um hann. Þegar þangað kemur, eftir langa. mxðu, virðist símaklefinn vera svo opinn, eða óvarinn, að erfitt er I meira lagi að heyra þar nokkurt orð vegna hávaða. Hugsaði þér snöggvast, að konan þln sé á Reykjalundi dálítinn tlma og þú xtlir að hringja I hana. Þú vinnur á skrif- stofu, þar sem margt annað fólk vinnur og heyrir hvert orð, sem þú talar I slmann, ncma þú talir mjög lágt. Þú ert búinn að hringja 5 sinnum uppeftirog ert farinn að bölva slmaþjónustunni bxði hátt og I hljóði. Loks færð þú samband: ,,Sæl, elskan”, segir þú lág- róma. , Já, halló!”, ersvarað. ,,Sæl, elskan!”, verður þú að hrópa, svo að allir snúa sér við. ,,Sæll, vinur. Er mikið að gera hjá þér I dag? Ég var farin að halda, að þú mundir ekki hringja.” ,,Ég er búinn að vera að reyna að ná sambandi...” ,,Ha?” ,,Ég er...Hvernig gengur?” „Gengur? Með hvað?” ,,Þú Veist!” ,,Ha?” „Hægðirnar.” (Hvlslað) „Hvað segirðu ?” „Hxgðirnar”. (Hrópað hátt yfir alla.) , Já, það. Allt I lagi. ” „Það er gott. Ég náði I bindin I morgun.” „Náðirðu I hvað ?” „Bindin”. (Hrópað I örvænt- ingu.) „Þakka þér fyrir vinur. Fórstu á bíó I gærkvöldi?” „Nei, ég datt I það.” „Ha ?” „Fyllirí!” (Gargað I símann. Allir hætta að vinna á skrif- stofunni). „Nei, en gaman. En þú verður að tala dálltið hærra. Ég heyri svo illa.” „Ég þarf að tala dálltið við þig. Það er best að ég komi uppeftir.” ' „Ha?” „Ég kcm.” (Hrópað af öllum mætti.) „En gaman”, heyrir þú um leið og þú hendir tólinu á og hleypur út I bll, þvl þú verður að fá að vita, hvar hún geymir lckann, sem varð eftir um daginn, og ef þú færir nú að garga,, Hvar er lekinn? — hvað mundi þá.ske? KARLSSON. — Já, sagði ég, — ég neyðist víst til þess. — Það gerirðu. Það er engin leið að komast hjá því, sagði hann. — Mig tekur sárt að þurfa að þvinga þig til þess, en þú skilur, að ég á ekki annarra kosta völ, ekki satt? — Jú, það skil ég vel, svaraði ég rólega. — Auðvitað getur þú ekki gert neitt annað, ég bjóst líka við því, þess háttar getur aldrei blessast til lengdar, eða hvað? — Það uppgötvast venjulega fyrr eða síðar, sagði hann og var létt. — Það gleður mig, að þú tekur þessu af skynsemi og ekki sem eitt- hvað persónulegt. — Nei, góði besti, það geri ég alls ekki, fullvissaði ég hann — Ekki er það þér að kenna, að þú skulir vera bæði endurskoðandi minn og vinur. Ég reyndi að segja þetta hæðnis- lega, en það var eins og tala fyrir daufum eyrum. — Þú veist, að samviska...byrj- aði hann. — Þú þarft ekki að útskýra eða afsaka neitt, greip ég fram I. — Það er óþarfi. Ég skil þig. Gert er gert, og ég verð að reyna að bjarga því sem bjargað verður. — Já, sagði hann ákafur. — Það er ýmislegt, sem hægt er að gera, áður en við förum til skattyfirvald- anna. Þetta er ekki svo slæmt. Sér- staklega ekki, þegar þú gefur þig fram sjálfviljugur. Þú gætir sloppið með sekt... fyrir utan viðbótarálög- urnar auðvirað. Það er ekkert vlst, að krafist verði frelsisskerðingar. Ég var ekki eins bjartsýnn og hann. Slðustu árin hafði ég 'lesið það mikið um skattamál, að ég vissi vel að það sem ég hafði gert, gæti kostað mfg minnst hálfs árs fang- elsi. En ég tók þátt I gríninu og svaraði: — Þetta er uppörvandi að heyra. Getur þú ekki komið heim til mín I kvöld, svo að við getum farið I saumana á þessu? Alice er ekki heima, svo að við getum rætt saman ótruflað. — Veit hún nokkuð? spurði hann varlega. — Nei, ekki ennþá, svaraði ég og andvarpaði. — Það verður ekki auðvelt að segja henni málavöxtu. Þú þekkir hennar stranga siðferði, ekki rétt? Ég efast um, að hún geti nokkurn tlma fyrirgefið mér. — Jú, jú, það gerir hún örugg- lega, sagði hann hughreystandi. — hún er hluttekningafull, — auk þess elskar hún þig. Ég var ekki eins viss um það síðastnefnda og hann greinilega var. Framkoma hennar hafði ekki verið með öllu eðlileg síðastliðið hálft ár. Það var ekki neitt sérstakt sem ég gat fundið að, en ótal 34 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.