Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 35

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 35
lund Alice ... eða mig sjálfan neitt frekar... í tveggja herbergja íbúð og með pínubíl á bílastæðinu fyrir utan. Og hvað með börnin, sem við ætluðum að eignast á nsestu árum, áður en við yrðum of gömul. Þessar staðreyndir gat ég ómögu- lega sæst á. En hvað átti ég þá að gera? Var einhver von til að tala Hans til, svo hann héldi sér saman, ef ég lofaði upp á æru og trú að bæta ráð mitt? Sennilega ekki. Hann hafði verið ansi ákveðinn í símanum. Þetta hafði ábyggilega ekki verið auðvelt fyrir hann. Ég sagði, að hann væri vinur minn... Það var kannski of mikið sagt. Hann hafði aðeins verið hér örfá skipti og þá í viðskipta- erindum. En við vorum saman í ýmsum félögum og hittumst oft I mánuði. Við borðuðum saman á nýja hótelinu utan við bæinn um það bil tíu til tólf sinnum á ári og fórum saman í veiðitúra. Nei, þetta hafði varla verið honum auðvelt. Sakamálasaga eftir Frits Remar smáatriði sýndu, að ekki var allt eins og áður á milli okkar. Það var orðið sjaldgæft, að hún kæmi á óvart með góðum mat, blómum og kertaljósum og flegn- um kjólum. Hún kvartaði líka of oft um þreytu og höfuðverk, ef ég tók hönd hennar, þegar við vorum háttuð og búin að slökkva ljósið. Hún var farin að hlaupa í bæinn bæði á daginn og á kvöldin. Spilaboð, listaverkasýningar, fyrir- lestrar og góðgerðarstarfsemi, sagði hún. Ekki get ég eingöngu helgað mig því að snúast hér heima fyrir þig, eða hvað? Nci, auðvitað ekki, hafði ég samsinnt gegn vilja mínum. En ekkert af þessu líktist henni. Að minnsta kosti ekki eins og ég þekkti hana. — Hvernig hentar um sjöleytið? spurði hann. — Hvað meinarðu? sagði ég og hrökk upp úr dapurlegum hugsun- um mínum. — Ég spurði, hvort það hentaði, að ég kæmi um sjöleytið? — Já, það er tilvalið, þá er Alice farin. Ég lagði símtólið á og starði sljóum augum um móttökuher- bergið. Við vorum tveir dýralækn- ar í þessum litla bæ, og ég naut ört vaxandi viðskipta. Nú orðið áttu allir hunda, og flestir þeirra voru dýrir hreinræktaðir hundar, sem eigendurnir eyddu miklum pening- um í, svo ekki þurfti ég að kvarta. Og bændurnirí umdæminu bjuggu ennþá með kýr og svín. Af þvi að ég var auk þess við eftirlit í slátur- húsinu, voru tekjur mínar góðar. Otgjöldin aftur á móti, þar var ekki allt sem skyldi. Alice var dásamleg kona, en hún þurfti mikið fé. Falleg kona þarf fallegt umhverfi, falleg föt og skart- gripi. Slíkir hlutir kosta ekkert smáræði. Það hafði verið kostnaðarsamt að kaupa læknastofuna og húsið, svo að ekki sé minnst á afborganirnar af námsláninu mínu. Og sem dýra- lækni í litlum bæ var manni skipað á bás — hvort sem maður vildi eða ekki — í samkvæmislífinu. Fjórum til fimm sinnum á ári héldum við matarveislur fyrir 15 — 20 manns Þetta kom allt illa við fjárhag- inn, þegar skattarnir... Já, skattarnir. Þar var aumur blettur. Ég hafði ekki staðist þá freist- ingu að stinga greiðslum í vasann — sem ekki komu fram i bók- haldinu. Til að byrja með voru þetta ekki umtalsverðar upphæðir, en eins og oft vill verða færði ég mig upp á skaftið. Ég vissi ekki nákvæmlega, hve há upphæð- in hafði verið síðasta ár, en það hlutu að hafa verið um það bil 2.7 milljónir. Þegar allt var talið hafði ég sennilega svikið um 17 milljónir undan skatti þessi átta ár, sem við höfðum verið hér búsett. Og það var þetta, sem Hans hafði uppgötvað. Guð veit hvernig. Tölur voru ekki mín sterka hlið, en þegar hann sagðist geta sannað það, var engin ástæða fyrir mig að efast um það. Ég fór yfir staðreyndir. Viðbót- arálögur — minnst 8.5 milljónir. Tvisvar eða þrisvar sinnum hxrri upphæð í sekt. Þetta voru upp- hxðir, sem ég gat engan veginn útvegað. Húsið gæfi 3.370.000 þegar lánin af þvi væru greidd og fyrir lækningastofurnar fengi ég varla meira en 6.700.000, sem yrði greitt á 10 árum. Ég myndi falla í botnlaust skuldafen, sem ég gæti aldrei bjargað mér úr, jafnvel þó mér tækist að fá nýja stöðu eða opna eigin stofu, þegar ég hefði afplánað i fangelsinu. Ég gat ekki gert mér í hugar- Hann var dálítið þungur og innhverfurog tók hlutina alvarlega, en ég var aftur á móti léttlyndur og lifði fyrir líðandi stund. Væri hægt að múta honum? Útilokað! Auk þess hafði ég ekkert til að múta honum með. Það var bara um eitt að velja: Ég varð að myrða hann. Það undraði mig dálítið, að ég skyldi komast að þessari niður- stöðu svoia fljótt... og yfirvegað. En ég sá enga aðra leið. Ég varð að myrða hann. Ég gat ekki gefið allt þetta upp á bátinn... og Alice. Ég hóf strax undirbúning að þessu voðaverki, því að það varð að gerast þetta kvöld, þegar hann kæmi, ég fengi ekki annað betra tækifæri. Þetta var í nóvemberlok, svo að það yrði aldimmt, þegar hann kæmi, og nágrannarnir sæu þess vegna ekki þó eitthvað óvenju- legt kynni að henda. Alice færi að heiman þegar kl. 17 svo að ég hafði rúman tíma til að leggja síðustu hönd á undirbún- inginn. Hún hafði sagt, að sin væri varla að vænta heim fyrr en um miðnætti, hún var að undirbúa einhvers konar góðgerðarsamkomu. Já, þetta varð að gerast þetta 42. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.