Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 14.10.1976, Qupperneq 36

Vikan - 14.10.1976, Qupperneq 36
kvöld, þar með var ég líka öruggur um, að hann næði ekki að segja þetta neinum. Ekki þannig að ég héldi, að hann myndi gera það viljandi, en á skrifstofu hans voru þrir starfsmenn, og éf hann nú léti pappira liggja á glámbekk... Hann hafði lofað að taka allt með sér.þar með fengi ég einnig tækifseri tii að eyðileggja sönnunargögnin. En hvernig átti að fremja verkn- aðinn? Ég opnaði neðstu skúffuna í skrifborðinu og tók upp portvíns- flösku. Ég var ekki drykkfelldur, ég hafði ekki heldur trú á, að hugs- unin skýrðist við einn gráan en ég þarfnaðist hressingar. Ég var skjálf- hentur og ónotalegur I maganum, en af reynslunni vissi ég, að vínið hefði góð áhrif. Og nú yrði ég að vera alveg rólegur, algjörlega yfirvegaður. Svo kom Kolur vappandi inn úr garðinum, urraði vinalega, sleikti hönd mína, hnipraði sig svo saman undir skrifborðinu og fór að hrjóta. Nú hafði ég komist að niðurstöðu. Kolur var skínandi svartur á litinn, 65 sentimerta hár,fullvaxinn, þriggja ára gamall, og ég hafði sjálfur tamið hann. Hann vóg 60 kíló, og það voru allt saman bein, sinar og vöðvar. Hann hafði farið í gegnum öll hugsanleg þjálfunar- kerfi og þar með talið í lögreglu- skólanum, og ég hefði getað selt hann hvenær sem var fyrir álitlega fjárhæð. En slíkt hefði mig aldrei dreymt um að gera. Hann hafði stillt og sjálfstætt sltap, en hlýddi öllum mínum skipunum. Ef ein- hver réðist að Alice eða mér, þar sem hann væri til staðar, myndi hann fórna lífinu okkur til bjargar. / En til slíks kæmi ekki, enginn ræður við slíkt dýr. Ekki Hans að minnsta kosti. Að visu var hann stór og þrekjnn, en án þjáfunar og slappur af innisetum við skrifborðið. Hann stundaði ekki hlaup og þrekæfingar eins og ég gerði, en iðkaði þess í stað ljóða- lestur og fór á kemmermúsíkhljóm- leika. Hugmynd mín var ekki sú, að Kolur biti Hans til bana, hann átti bara að bíta hann, þegar hann kæmi, þannig að ég gæti síðan gefið Hans sprautu. Ekki stifkrampasprautu, eins og ég ætlaði að segja, heldur insúlín. Ég var hissa á því, hve ég gat skipulagt ætlunarverkið fljótt í öllum smáatriðum. Ég sá þetta allt fyrir mér. Hans kæmi gegnum garðshliðið og lokaði eftir sér. Ég yrði í felum annars vegar við innganginn með Kol I ól mér við hlið. Þegar Hans kæmi eftir garðstígnum, myndi ég sl^ppa Kol, sem eins og elding myndi kasta sér yfir hann, bíta 36 VIKAN 42. TBL. hann I handlegginn og velta honum á hrygg á flötinni. Á meðan hlypi ég kringum húsið og niður I kjallarann, upp stigann í forstofuna, kveikti ljósin í forstofunni og opna aðaldyrnar. — Kolur, myndi ég hrópa. — Slepptu, Kolur! Slepptu! Hundurinn yrði ringlaður, þar sem ég litlu áður hefði gefið skipun um að „passa pabba” og ráðast til atlögu, en við slíkt yrði ekki ráðið. Kolur myndi sleppa takinu og ég síðan þjóta niður tröppurnar til Hans, láta í ljós skelfingu og stama afsakanir, meðan ég hjálpaði hon- um inn I húsið. Ég færi svo með hann inn I móttökuherbergið, tæki hatt, frakka og jakka, færði hann úr skyrtunni og rannsakaði sárið. — Þetta er ekki eins slæmt og það lítur út fyrir, myndi ég segja. — Þessu björgum við, en þú verður að fá sprautu við stífkrampa. Og þá tæki ég sprautuna, sem ég þegar hefði fyllt. Sprautu, sem innihéldi stíf- krampamótefni, mátulegan skammt af moífíni og stóran skammt af insúlíni. Stifkrampa- mótefnið væri vegna rannsóknar- innar síðar, morfinið vegna þess að það væri eðlilegt, að ég hefði gefið honum kvalastillandi. Og líka til að deyfa hann, meðan insúlínið væri að verka. Insúlínið var til að myrða hann, og vegna þess að það er ekki hægt að finna það i líkamanum á eftir valdi ég það. Ég myndi leggja hann á bekkinn, þar sem hundarnir lágu, þegar átti að gera á þeim uppskurð, leggja yfir hann Iak, og ekki hringja á sjúkrabíl, fyrr en ég væri fullviss um að hann dæi. Áhættan, sem ég tók, var I mesta lagi að verða áminntur fyrir skcyt- ingarleysi, en ég gæti snúið mig út úr því þannig að ég missti ekki starfið, og svo yrði ég auðvitað neyddur til að drepa Kol. Hjá þvi yrði ekki komist. Hann var bara hundur, ég var maður og nonum æðri. Ég átti því rétt á að lifa frekar en hann, ef það var um líf hunds að tefla. Já, það var Hans líka, auðvitað... En honum var nær, hann hefði getað látið sem ekkert væri! Það var bara hann, sem hafði komist að því, að ég sveik undan skatti. Hann hefði fjandakornið getað lokað augunum fyrir þessu. Við áttum þó að heita vinir, ekki satt? Mér datt í hug gamla máltækið: Guð hjálpi mér gegn vinum min- um, óvini mína ræð ég sjálfur við. En ég skyldi líka bjarga mér gegn vinum minum. Mér varð ljóst, að ég hafði drukkið hálfa portvínsflösku, en það sakaði ekkert. Ég var ekki skjálfhentur lengur og kveisan horfin. Alice og ég. Félögin. Samkvæm- islífið. Læknastofan. Öllu þessu var borgið. Engin hætta á, að skrif- stofublækur gætu komið og eyði- lagt neitt, vegna smásmugulegrar samviskusemi. Timarnir höfðu breyst. Hinir sterkustu lifðu af, eog ég var einn af þeim. Enginn skyldi fá að eyðiieggja stöðu mína! Þá stöðu, sem ég hafði barist hart fyrir að ná. Það tekur sinn tima að vinna sig I álit, fá stórlaxana til að heilsa sér á götu og stoppa til að spjalla. Það tekur sinn tíma að fá bankann til að loka augunum fyrir yfirdrætt- inum á ávisanareikningnum. Það tekur sinn tima að verða eitthvað! Ég var orðinn eitthvað. Það fengi enginn frá mér tekið. Dagurinn leið. Þrjár bólusetn- ingar gegn hundaæði, ein fóstureyð- ing hjá fínni tík, sem hafði læðst út og gert ljótt með óæðri hundi. Tvo hamstra skoðaði ég og páfagauk, sem ekki vildi tala lengur. Mitt álit var, að eigandi fuglsins þyrfti frekar meðferð en fuglinn sjálfur, en hvað átti ég að gera? Ég ráðlagði bætiefni. Loks varð klukkan fjögur, og ég gat lokað og hafið undirbúning. Það var bara hálftíma verk, þá var ég búinn. Ég hengdi sloppinn á hengið, þvoði mér um hendur og gekk til dagstofunnar inn eftir löngum ganginum. Alice stóð I miðri stofunni í fallegum, stuttum kjól. Heldur stuttum, hún var nú þrátt fyrir allt 34 ára. — Maturinn þinn er I ofninum, sagði hún. — Taktu hann út eftir 20 mínútur. Ég verð að fara. — Hefurðu tima til að fá þér I glas? spurði ég. — Já, auðvitað, sagði hún. — Hvað vilt þú? — Viskí. Hún blandaði i glösin. Við drukkum án þess að talast við. Höfðum við virkilega fjarlægst hvort annað svona mikið? Hún hellti víninu I sig í tveim stórum sopum og sagði: — Nú verð ég að fara. Hún lét sem hún kyssti mig á kinnina, en það var loftið, sem hún kyssti. — Skemmtu þér vel, sagði ég. — Þetta er vinna, svaraði hún, setti glasið frá sér með ákveðinni hreyfingu og fór. Ég fékk mér annað glas, það breytti engu núna. Þegar ég hafði afgreitt það, fór ég fram í eldhús, kíkti inn í ofninn og leit á girnilega réttinn, sem Alice hafði matbúið handa mér. Ég drakk rauðvínsflösku með matnum, skolaði af diskunum, lagaði kaffi og fór með bollann inn I stofu. Klukkan var fimmtán minút- ur gengin í sex. Ég drakk kaffið, gaf Koli mat og var svo við öllu búinn. Það var orðið aldimmt úti. Kolur horfði dálítið undrandi á mig, þegar ég stillti okkur upp við innganginn. Hann urraði, þegar bill Hans stöðvaðist við hliðið og hann kom inn í garðinn. Ég losaði ólina og hvislaði: — Passaðu pabba! Taktu hann! Taktu hann! Kolur fór á móti honum, hljóð- laust eins og skuggi, og ég var farinn að óska sjálfum mér til hamingju, þegar það rann upp fyrir mér, að ekki var allt eins og ég hafði reiknað með. Kolur ýlfraði af hrifningu á sama hátt og hann var vanur að gera, þegar ég kom heim. Ég sá engan, en heyrði í Hans. — Jæja, ert þetta þú Kolur? Sæli nú, sæli nú, ertu svona glaður að sjá mig? Góði karlinn... Ég þaut kringum húsið, niður í kjallarann og upp í forstofuna og reif dyrnar upp á gátt. Neðan við tröppurnar stóð Kolur altekinn ánægju, meðan Hans klór- aði honum bak við eyrað. — Ert það þú? sagði ég, — Já, það er ég, sagði hann. Ég slepp út eftir tvo mánuði. Þetta hefur hreint ekki verið svo slæmt þessa fjóra mánuði, sem liðnir eru. Biðtíminn fyrir- réttar- höldin var hræðilegur, og skilnaðar- málið við Alice ennþá verra. Blaða- skrifín rændu mig mannorðinu, og ég neyðist sjálfsagt til að gerast innflytjandi einhversstaðar. Ef slíkt erþá mögulegt manni, sem skuldar rikinu sextán milljónir. # En sjálfsagt væri að reyna að flýja, og það var einmitt, það sem ég ætlaði mér. Alice? Hún er flutt til Hans. Hann hafði heimsótt hana á hverjum fimmtu- degi í langan tíma, meðan ég var I sláturhúsinu og einnig ef ég var úti i sveit í vitjunum. Kolur? Hans hafði komið sér í mjúkinn hjá hanum. Hann hafði alltaf með sér smákökur, sem hundurinn var... já bókstaflega sagt vitlaust í. Hugsa sér: Smákökur!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.