Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 43

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 43
fám'lBffi8Bá^ Kvöldið áður en Valiant fer í fjársjóðsleitina heldur Aleta kveðjuveislu. Hljómsveitin leikur, og dætur þeirra dansa fyrir hann. Galan hegðar sér óaðfinnanlega, og Aleta er dásamlega tælandi. ,,Hvernig get ég búist við að finna dýrmætari fjársjóð en þennan, sem ég á hér heima? Hm, þetta var ekki svo vitlaust. Ég verð að nota þetta einhvern tíma seinna." ,,Forfaðir minn var rómverskur landstjóri", segir Zilla, ,,og hann hafði ógrynni fjár undir höndum. Svo kom jarðskjálftinn, og ríöllin lagðist í rústir. Enn hefur engum tekist að finna fjársjóðinn." ,,Ég fór um rústirnar fyrir nokkrum árum. Þar stóð vart steinn yfir steini, því svo er búið að umturna öllu í leit að fjársjóðnum. En ég fann nokkuð í garöinum, sem ég hygg, að geti verið visbending um, hvár leita skuli." ,,Ég tók eftir því, að á steinum úr garðveggnum voru höggnar myndir af blómum, og við myndirnar voru letruð nöfn blómanna, Periulilja, rúbínrós, gullblóm, safíríris." ,,Sérhvert blóm er kennt við dýrmætan stein eða eðalmálm, og því held ég, að hér sé um visbendingu að ræða. Skyldi ekki fjársjóðurinn vera fólginn í garði hinna dýrmætu blóma?" Þeir sigla hægt meðfram ströndinni, uns þeim opnast sýn upp eftir fögrum dal, þar . sem hallarrústirnar liggja baðaðar sólskini. Næsta vika — Kviksandur. 3-14 © KinR Featuros Syndicote, tnc. 1976. World riRhts roserve

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.