Vikan


Vikan - 20.01.1977, Qupperneq 41

Vikan - 20.01.1977, Qupperneq 41
’iöri Búið er að smíða alvöru bíl fyrir alvöru fólk eftir fyrirmynd bílsins, sem notaður var í hinni geysi- vinsœlu kvikmynd Álfhóll, sem sýnd var hér á landi fyrir nokkru. Ekki er hægt að segja, að þetta sé neitt venjulegur bíll, svo mikið er víst. I farartæki þessu eru tvær vélar, ein 400 hestafla V8 vél, og svona rétt til að hressa upp á kraftinn er líka einn 2300 hestafla turbo þotumótor. V8 vélin kemst 1 kílómetra á 3,7 lítrum af bensíni, en þotuhreyfillinn kemst 3 kíló- metra á einum lítra. Það yrði hár reksturskostnaðurinn, ef billinn væri notaður í búðarráp í miðbæn- um. Tveir hraðamælar eru í bílnum, annar sýnir hraðann upp að 160 km, en þá tekur hann við upp í 380 km. En tii að fyrirbyggja allan misskiln- ing er hafður vindhraðamælir líka. Auðvelt ætti að vera að aka alltof hratt á þessu apparati miðað við aðstæður, en það vandamál hefur verið leyst með radar, sem fylgist vandlega með öllu í næsta nágrenni, og ef radarskermurinn sýnir eitt- hvert vafaatriði, hægir bíllinn á sér. Bensíntankurinn hefur verið settur aftan á bílinn, og hann tekur 420 litra — aðeins! Ivo Caprino, sem framleiddi myndina frægu og bílinn lika, hefur fengið boð um að keppa i Rally Monte Carlo á Fárviðri, eins og hann var kallaður á íslensku. En hvað ætli þeir í bifreiða- eftirlitinu mundu segja, ef beðið yrði um skoðun á svona faratæki? Pían er bara hress eftir allt bram- boltið, en bíllinn fékk fyrir ferðina, eins og sjá mó. þegar billinn endasentist út af brautinni á 120 km hraða. En það sannaðist á eiginkonu Mogens, Solveig Hjere, að öryggis- kröfurnar voru síst of strangar. I keppni í Renault R 5 flokknum, sem haldin var á Anderstorpbrautinni i Svíþjóð, var ekið utan í bíl Solveig- ar, með þeim afleiðingum, að bíllinn hennar endasentist út af brautinni á 120 kilómetra hraða. Það eina sem sakaði Solveigu var að slökkvitækið losnaði og braut i henni viðbeinið, og má þakka hinum stifu öryggis- reglum manns hennar, að ekki fór verr. Þeir mörgu, sem voru á móti reglunum í upphafi, eru nú orðnir sáttir við þær og kvarta ekki lengur um óþarfa kostnað. Útlitið er nákvæmlega eins, en i Golf-merkinu er D til að greina hann frá bensínbílnum. VW QOLF með dísilvél? Volkswagen verksmiðjurnar hafa nú sett á markað VW Golf með dísil vél, en það er alveg nýtt, að dísilvél sé sett í svo lítinn bíl. Rogers Sögaard hjá danska bilablaðinu Bilen prófaði þennan bíl, og eftir skrifum hans að dæma var hahn ánægður með útkomuna. Dísilvélin er þó ekki eina nýjung- in, heldur er dælan sem dælir oli- unni í brennsluhólfin reimdrifin af sömu reim og drifur knastásinn, en það ku gefa betri nýtingu eldsneyt- isins. Til þess að ná svipuðum krafti út úr dísilvélinni og úr bensinvél- inni, var hún stækkuð úr 1100 cc í 1500 cc. Að sögn þeirra hjá Heklu, munu þeir ekki flytja dísil-Golf inn til að liggja með hann á lager, því verðið á honum er hærra en á bensínbílnum. Og svona lítur disilvélin út, og sést vel eldsneytisdælan, sem drifin er af sömu reim og knastásinn. 3. TBL. VIKAN41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.