Vikan


Vikan - 20.01.1977, Page 53

Vikan - 20.01.1977, Page 53
Ka/da boróið sem þeir mæla með, og nú er röðin komin að Einari á Esjubergi. Hann útbjó tvo aðalrétti, sem *ttu að geta orðið góð tilbreyting eftir jólasteikurnar og þorramat- lnn. Einnig sýndi hann okkur listilega skreytt kalt borð, en þar er sjón sögu ríkari, því, eins og Einar orðaði það, liggur aðdráttarafl kalda borðsins að hálfu í skreyt- lngunni, og henni verður ekki lýst með orðum. Líklega vefst fyrir fleirum að útbúa kalda fiskrétti en kjötrétti, og því báðum við Einar að gefa lesendum í lokin nokkrar ábendingar um, hvernig nýta má hinar ýmsu fisktegundir á kalt borð. PORTÚGÖLSKRAUÐSPRETTA (fyrir 4) 750 gr fiskur 1 laukur 1 sítróna 1 appelsína 2 sneiðar franskbrauð 50 gr smjör 1 dl þurrt hvítvín (eða sítrónusafi) 2 dl sýrður rjómi (creme fraiche) 8-10 litlar kartöflur steinselja. Eldfast mót er smurt með smjöri. Fisknum er raðað í mótið. Krydd- að með salti og pipar. Smátt skornum lauknum stráð yfir fisk- inn. Fiskurinn er vættur með hvítvíninu, sýrðum rjóma hellt yfir og mótinu lokað með álpappír. Sett í ofn við 190 gráðu hita og bakað í hálfa klukkustund. Börkurinn af sitrónunni og appel- sínunni er rifinn, brauðið mulið smátt og þdtta sett í pott ásamt 50 gr af smjöri og hrært vel saman við vægan hita. Sett yfir fiskinn áður en hann er borinn fram. Borið fram með agúrkusalati og skreytt með tómötum og stein- selju. Portúgö/sk rauðspretta

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.