Vikan


Vikan - 27.01.1977, Page 9

Vikan - 27.01.1977, Page 9
★ ★ ★ Eftir æfingu í Nörrebroleikhús- inu árið 1916 haföi hinn frægi leikari Frederik Jensen boðið Osvald Helmuth, sem þá var ungur leikari, upp á morgunverð á ,,La Reine". Þeir fengu sér bestu kræsingar, sem veitingahúsið hafði upp á að bjóða, en I miðjum skammti Helmuths lá kakkalakki. Helmuth segir sjálfur svo frá: Ég sat og rjálaði við hann með gafflinum til að fjarlægja hann, en égsagði ekkineitt, þvíég varungur og óframfærinn þá. Svo tekur Frederik Jensen eftir því, að ég sit þarna svona skrítinn og pikka 'í matinn, og þar eð ekkert var að þvl að finna, sem hann hafði fengið, spurði hann mig, hversvegna ég borðaði ekki. Ég bendi honum á dýrið, sko, og þá hljóp fjandinn I Frederik Jensen. Hann varð band- óður og öskraöi á þjóninn. Jæja, þjónninn kom, og Frederik heimt- aði að fá að tala við hótelstjórann, en hann var ekki viðlátinn. ,,En framkvæmdastjórann þá, þrumaði Frederik Jensen yfir sig æstur. Þjónninn skildi mikilvægi málsins og náði í hóteleigandann, sem var lítill, snyrtilegur maður meö yfirskegg, sko. Hann starði spyrj- andi á Frederik Jensen, sem svaraði meö því að benda ögrandi á diskinn minn og segja með miklum þjósti: ,,Hvers vegna fæ ég engan kakkalakka...?" ★ ★ ★ — Þetta er forstjórinn. Hann ætlar að gista... ★ ★ ★ ,,Tommi", sagði móðirin, „amma er mikiö veik, getur þú nú ekki farið inn til hennar og hresst hana og glatt?" ,,Jú, mamma," sagðiTommi og fórinntil sjúklingsins. En hann kom brátt aftur, dapur á svip. ,,Gat ekkert gert, mamma, henni virtist heldur versna." ,,Hvað sagðirðu við hana, góöi?" ,,Nú, ég spurði bara, hvort henni mundi ekki þykja gaman að hafa heiöursvörö við jarðarförina." V ★ ★ ★ í NÆSTU VIKU ÚR BORGARYS í BÚSKAPINN Þau heita Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir og Kristinn Kristjánsson, hjón um þrítugt. Þau kvöddu ys og þys borgarlífsins, keyptu jörðina Vatnholt 2 í Villinga- holtshreppi og hófu búskap. Dúfa hafði þá aldrei i fjós komið og meira að segja alltaf verið hrædd við hunda og ketti. ! næsta blaði segja þau frá þessari miklu breytingu, sem varð á högum þeirra, í fróðlegu og skemmtilegu viðtali, sem blaðamaður Vikunnar átti við þau. FRAMHALDSSAGA EFTIR H. G. WELLS Niðurlag framhaldssögunnar eftir Helen Maclnnes er í þessu blaði, og eflaust kveðja margir lesenda hana með söknuði. En höfundurinn, sem þá tekur við, er ekki siður frægur. í næstu Viku hefst framhaldssaga eftir þann viðkunna enska rithöfund H. G. Wells. sem uppi var á árunum 1866—1946 og skrifaði yfir 100 bækur um dagana. Þekktastur varð hann fyrir vísindaskáldsögur sínar, og í þeirra hópi er ,,Eyja dr. Moreaus”, spennandi hrollvekja frá upphafi til enda. LITIÐ VIÐ I LAUGASKÖLA Mörgum leikur sjálfsagt hugur á að fræðast örlítið um heimavistarskóla, eins og þeir eru nú á tímum. ! næsta blaði gefst lesendum Vikunnar kostur á að kynnast einum slíkum, Héraðsskólanum að Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu, sem er gamalgróin mennta- og menningarstofnum. Blaðamaður var þar ó ferð i vetur og rabbaði þá við nokkra nemendur um lifið, eins og það gengur fyrir sig i heimavistarskóla uppi í sveit. ÁRINU FAGNAÐ Á SÖGU Allir vilja gera sér dagamun um áramót, hver ó sinn hátt. Á seinni árum hefur sá siður færst í vöxt í Reykjavík, að fjölskyldur eru saman á gamlárskvöld og fagna tímamótunum með tilheyrandi flugeldaskotum cg hlaupum á milli brennustaðanna, en að kvöldi nýórsdags búast mamma og pabbi sínu besta skarti og arka á nýársfagnað i einhverju veitingahúsinu. I næstu Viku birtast myndir frá síðasta nýársfagnaði á Hótel Sögu. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdís Árnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Siðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 i ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. 4. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.