Vikan


Vikan - 27.01.1977, Síða 11

Vikan - 27.01.1977, Síða 11
um? Er rétt að neita öllu slíku og bíða, þar til einhver kynni hafa orðið? Ég myndi óttast, að strák- urinn vildi ekki bíða. Er pillan raunverulega hættuleg stúlkum eða ekki? Viltu segja mér eitthvað varðandi notkun hennar. Er hægt að nota aðeins skamman tíma, t.d. 4—6 mánuði og hætta síðan? Verða tíðir þá óreglulegar? Geturðu skilið, hvers vegna strákar njóta þess að stríða mér á því, að ég reyki ekki og hef aldrei tekið ,,smók" og drekk ekki heldur, nema með foreldrum mín- um (og hef jú gaman af). Hvað gæti ég gert til þess að sigrast á hinni áköfu ályktun minni, að ég sé öðruvísi en aðrar stelpur og frábrugðin þeim að einhverju leyti. Ég þjáist t.d. sífellt af því, að mér finnst ég hafa feitan rass, lítil brjóst og bólótt andlit (ég hef það raunar). Ég vil 3Ó bæta því við, að enginn strákur hefur nokkru sinni sagt orð um neitt af þessu. Ég kvíði nefnilega svo hræði- lega fyrir þeim degi, sem þaö (þú veist) verður fyrst, því að þá þarf ég víst að opinbera allt, sem ég þjáist mest fyrir. Að lokum langar mig að spyrja þig, hvenær þú telur mögulegt, að ég losni við unglingabólurnar. Ég hef haft þær í tvö ár og er alveg að missa þolinmæðina. Ég hef nefni- lega komist á þá skoðun, að ekkert tjói að gera. Læknar geta ekki hjálpað mér, ekki snyrtivörur og ekki fullkomið hreinlæti. Fari það og veri! Vertu nú svo elskulegur að hjálpa mér og svara þessum spurningum mínum eins vel og þú mögulega getur. Með kveðju, Adda. Ég he/d, að réttast væri fyrir þig að bíða róieg og æða ekki út í neitt, sem þú gætir átt eftir að sjá eftir síðar meir. Þér liggur ekkert á, og ef strákurinn getur ekki beöið, er hann einskis viröi fyrir þig. Það eru mjög skiptar skoðanir um það, hvort pillan sé hættuleg. Fieiri munu þó telja hana hættu- /ausa. Til eru a/lmargar gerðir af pillunni, og það yrði því of langt mál að segja frá notkun þeirra hér. Það er hægt að nota pilluna í skamman tíma, og á það ekkert að breyta gangi tíða. Það er nú alltaf dálítið erfitt að skija þessa stráka, sem hafa gaman af því að strlða ste/pum. Þetta er áreiðan/ega ekkert hættulegt, svo að þú skalt láta alla strlðni sem vind um eyru þjóta. Til þess að sigrast á þessari minnimáttarkennd, sem þú segist vera haldin, er auðveldast að hugsa bara skynsam/ega. Það er engin manneskja gallalaus, og menn eru sjá/fir a/ls ekki dómbærir á sína galla. Hættu að hugsa um þetta og reyndu að vera örugg með þig. Þú ert áreiðanlega ekkert verri en aörar stúlkur á þínum aldri. Þaö er algjör óþarfi fyrir þig aö kvíða fyrirþessu og hinu. Þetta kemur allt af sjálfu sér á sínum tíma. Þú ættir að reyna að fara á snyrtistofu og láta hreinsa á þér húðina. Með því móti getur þú ef til vill losnað við bannsettar ból- urnar. Pennavinir Mrs. Kati O/schewski, Zeisigweg 62, D-509 Leverkusen, West- Germany, óskareftir pennavinum. Hún er 50 ára og skrifar eingöngu Dýsku. Áhugamálin eru frímerkja- söfnun og landafræði. Við óskum eftir pennavinum á aldrinum 15—16 ára. Erum sjálfar 15 ára. Áhugamál allt milli himins og jarðar. Svörum öllum bréfum. Ingibjörg Karlsdóttir, HHdur Stein- dórsdóttir, O/ga Gísladóttir, Margrét Torfadóttir, Ásdís E Sigurjónsdóttir a\\ar í Nesjaskóla A- Skaftafel/ssýslu. Ágústa Halldóra Pálsdóttir Þernu- nesi 10, Garðabæ óskar eftir pennavinumáaldrinum9 —11 ára. Sjálf erhún 10ára. Myndfylgifyrsta bréfi ef hægt er. Rósa Einarsdóttir Skrúðhömrum, Tálknafirði óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 13—16 ára. Áhugamál: Hestar, diskótek, popptónlist og strákar. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Alda Glsladóttir Sólbergi, Tálkna- firði óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 13—16 ára. Áhugamál: Hestar, diskótek, popptónlist og strákar. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Bjarni Sæmundsson Vegamótum, Snæfellsnesi óskar eftir penna- vinum á aldrinum 11 — 13 ára. Sjálfur er hann 11 ára. Áhugamál: Íþróttir, skák og frímerki. — Bíddu aðeins, ég ætla rétt að líta á stjörnuspána. 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.