Vikan


Vikan - 27.01.1977, Page 13

Vikan - 27.01.1977, Page 13
i mér gríp ég í tómt — Hvaða álit hefur þú á íslenskri hljómplötuútgáfu? — Mér finnst alltof margir vera að semja og gefa út hreina söluvöru. Ég á við, að menn semji lög til þess aö þóknast áheyrend- um, en spyrja ekki, hvað vil ég segja? Það er skilningsleysi gagn- vart hugsun einstaklingsins og verður til þess að staðla hugsun hans. „Svona vill fólk hafa hlut- ina", segja menn. Gróðasjónar- miðið ræður öllu. Ef þeir, sem hugsa svona, verða allsráðandi á markaðnum, þá er lögö hættuleg gildra fyrir sjálfan mig og fleiri. Kona nokkur sagði, að sér hefði verið skapi næst að hætta við allt jólahald, þegar hún heyrði lítinn snáða kalla á jólunum: „Haltu kjafti, snúðu skafti, aurinn eins og skot..." Mér fannst þetta góð predikun á jólum 1976. Hugsana- gangur manna í dag snýst bara um peninga, aftur peninga og enn meiri peninga. — Af hverju hætti Spilverkið að nota enska texta við lög sín? — Sú tónlist, sem hafði mest áhrif á okkur, var með enskum textum, en í rauninni sungum við um sömu hlutina og við syngjum nú. Við boðum mannkærleika og hvetjum einstaklinginn til þess að taka afstöðu. Við berum virðingu fyrir hugsun einstaklingsins, en nú er ég víst farinn að taka sjálfan mig of hátíðlega. Það er nóg að hafa þetta í huga. Rokkskóli á Þingvöllum — Mér dettur í hug, að ein- hverntíma í fyrndinni var stungið upp á því, að stofnaður yrði söngskóli á Þingvöllum. Öll slík starfsemi er nefnilega bundin við Reykjavík. Það gæti verið mjög sniöugt að stofna rokk-skóla á Þingvöllum. Þetta gæti verið sumarskóli, t.d. þriggja vikna námskeið með dansi, söng og fleiru, svipuð íþróttanámskeiðun- stuðmaða r 4. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.