Vikan


Vikan - 27.01.1977, Page 20

Vikan - 27.01.1977, Page 20
/-----;------ Fáum nýja sendingu af SUBARU fyrir miðjan janúar VINSAMLEGAST ENDURNÝIÐ PANTANIR fjórhjóladrifsbíllinn, sem klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur en er þurftalítill eins og fugl. VERÐ CA. KR. 1,950 ÞÚSUND fjórhjóladrifsbíll mes einu handtaki inni í bílnum — sem þýðir að þú kemst nærri hvert sem er á hvaða vegi sem er. BÍLLINN — SEM ALLIR TALA UM framhjóladrifsbíll sem verður SUBARU INGVAR HELGASON Vonarlandi v'Sogoveg — Simar 84510 og 8451 1 ,,Þú sömuleiðis.” Hið eina sem hún hafði getað komið niður var einn súpudiskur. ,,En ég fékk mér morgunverð fyrir næstum því fjórum klukku- stundum.” „Kaffi og ristað brauð, eða bara kaffi?” Hann brosti til hennar til þess að draga aðeins úr áhyggjum hennar. En það var enn einkenni- legur dapurleiki i augnaráði hennar. „Hvernig hljóða hin skeytin, Web- er?” „Við skulum sleppa því þangað til við höfum borðað,” sagði Jo. Weber hafði sett hin skeytin í vasa sinn og hóaði í þjónustu- stúlkuna. „Morgun- eða hádegis- verð?” „Ég byrja daginn á morgun- verði,” sagði David. „En hann má gjarnan vera vel útilátinn. Egg, skinka og bjúgu. Allt sem því' fylgir.” „Öjá, að Lundúnarsið. Ég kann ágætlega við það.” Weber pantaði það sama fyrir öll þrjú. „Við höfum þetta einfalt, þá fáum við matinn fljótt. Fallegt útsýni, finnst yður ekki? Þetta er svissneski þjóðgarð- urinn þarna fyrir handan. Þessi fjöll...” „Látið mig heyra slæmu frétt- irnar,” sagði David. „Eru þær frá Krieger eða Golay?” „Ekki frá Krieger, en um hann,” sagði Weber. „Á ég að segja yður það eða viljið þér lesa frönskuna mína. Ég skrifaði það niður þegar McCulloch hringdi til mín i morgun. Það var eftir að ég hafði fengið hin...” „Jájá. Hvað um Krieger?” „Þeim tókst næstum því að myrða hann,” sagði Jo og leit undan. „En hann er á lífi,” sagði Weber. „Hann er hraustmenni og mun ná sér aftur. Eftir einn eða tvo daga getur hann yfirgefið sjúkrahúsið.” „í Merano?” Hann hefur þá aldrei fengið skilaboð mín, hugsaði David. Hann teygði sig og tók um hönd Jos. Hún var köld og stirð. „Nei i Samaden,” sagði Weber. „Það var ráðist á hann á flugvell- inum þar." „Hvernig?” „Hann fékk innspýtingu aftan i hálsinn. Það var notað meðal sem getur leitt til dauða, ef ekki er gefið rétt móteitur í tæka tíð. Vandræðin eru þau að sjúklingurinn kemst ekki nógu mikið til meðvitundar til þess að tala og hefur kannski ekki hugmynd um hvað hefur komið fyrir hann, þannig að læknarnir vita ekki hvað gera skal. Einkennin eru þau að hann virðist hafa fengið hjartaslag. En Krieger tókst að komast til meðvitundar og segja hvað gerðist.” Weber þagnaði og hristi höfuðið. „Eftir það var aðeins um það að ræða að hann fengi rétta meðferð.” „Þannig er það ávallt,” sagði Jo og rödd hennar var hrjúf. „En fær Hrádek rétta.meðferð? Æ, því send- irðu ekki kúlu í gegnum hausinn á honum á meðan færi gafst?” Hún reyndi að draga til sín höndina. Þeir litu báðir á hana. Svar Davids var að halda þétt um hönd hennar. „Það verður hlutverk annarra,” sagði Weber, „og ef til vill fyrr en þér haldið. Golay...” Weber hikaði. „Hafið þér heyrt frá honum?” spurði David snöggt. „Hann hringdi til mín fyrir einni klukkustundu, vildi einfaldlega láta okkur vita að þróun mála væri hagstæð. Það getur haft tvöfalda merkingu.” David kinkaði kolli. Hvað eina sem hann kynni að segja gæti virst einum of gróft. Þróun mála hag- stæð. Diplómatískt orðalag, en það var ekki nóg. Hvenær átti að senda ljósmyndirnar af Hrádek til Prag? Hvenær ætluðu svisslendingar að bera fram mótmæli sín? Það eitt skipti máli. Weber tók eftir þessari óræðu þögn Davids, en hann lét sem ekkert væri og hélt áfram að tala um Golay höfuðsmann. „Auk þess var minnst á einhver skjöl, sem hefðu borist í hendur Kusaks.” „Minnisbækumar? Hvað um þær?” Weber hleypti brúnum og var bæði undrandi og áhugasamur. „Minnisbækur?” „Hvað um þær?” endurtók David. „Jaromir Kusak hefur fallist á að láta gera afrit af vissum blað- síðum, þannig að hægt sé að koma þeim til Prag.” David jafnaði sig eftir áfallið. í kjölfar undrunarinnar fylgdi dásamlegur léttir, en því næst náði kvíðinn aftur undirtökunum. „Hvenær?” „Strax.” Það var þá þetta, sem hafði verið að angra hann, hugsaði Weber. Hann hélt að við værum ekki nógu snarir í snúningum. „Auðvitað verður farið mjög fint i þetta. Fáeinar upplýsingar varð- andi Hrádek verða látnar fylgja harðorðum mótmælum.” „Strax?” sagði David. „Mótmælin koma seinna. Þau þarf að orða vandlega. En aðalsönn- unargögnin og upplýsingar Kusaks er þegar búið að senda.” Weber brosti. „Hraði er nauðsynlegur. Eruð þér ekki sammála?” David jánkaði þessu með augna- tilliti sínu. „Ég fylgist alls ekki með,” sagði Jo. David heyrði ekki einu sinni til hennar. „En hver fékk Kusak til 20 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.