Vikan


Vikan - 27.01.1977, Side 41

Vikan - 27.01.1977, Side 41
,,Ég ætlaði nú ekki að taka yður í dýrlingatölu mina kæra, en mér geðjast ákaflega vel að yður. Líka brestum yðar.” Gróa eldroðnar og van Gorek hlær. Hitt fólkið er niðursokkið í bók- ina og umræður um hana, og van Gorek situr hljóður og heldur um hendur Gróu. Hún finnur ylinn frá höndum hans streyma um sig alla og með henni kvikna tilfinningar, sem hún hefur ekki áður þekkt að neinu marki. Snemma á jóladagsmorgni hóp- ast allir saman í dagstofunni á Sundale og taka upp jólagjafirnar. Börnin eru í sjöunda himni yfir öllu fallega dótinu, sem þeim áskotnast. Það eru finustu leikföng og fallegustu föt, sem hugsast geta. Cora May fær bunka af hljómplöt- um. Hún biður Gróu að koma með sér inn í litlu stofuna, þar sem grammófónninn er, og hjálpa sér að- spila einhver af fallegu lögunum. Careen er orðin mikil vinkpna Jollys og situr með hana í fanginu og skoðar bók, svo Gróa fer með Coru May, án þess að gera hinum aðvart. Þær koma sér vel fyrir hjá grammófóninum og hlusta ó tónlist- ina fylla loftið. Cora May situr þétt hjá Gróu og hallar sér upp að henni, Gróa strýkur létt yfir hár litlu stúlkunnar Henni þykir innilega vænt um litlu, blindu stúlkuna og gleðst yfir hve góðan árangur kennsla hennar ber. Framhald í næsta blaöi. Einstök þjónusta fyrir Stór-Reykjavík. Við maeium flötinn og gerum fast verðtilboð. Þér komið og veljið gerðina, við mælum og gefum yður upp endan legt verð - án nokkurra skuldbindinga. Athugið, að þetta gildir bæði um smáa og stóra fleti. Þér getið valiö efni af 70 stórum rúllum eða úr 200 mismunandi gerðum af WESTON teppum. Við bjóðum mesta teppaúrval landsins í öllum verðflokkum: Kr. 1.180.- til 13.000.- m2 aWpð'- J|| cs 10 ú” ni s l3 rnI..ITTD B - .. JI 1 I J-í 1 ■ illi ii J | i Jón Loftsson hf. i JHSEEEII Hringbraut 121 Simi 10600 dag. Þau aka í hestvagni, því herra Palmer hefur farið til Hazelhurst í ,,kari” sínu. Hann er einn þeirra efnuðu manna, sem eiga slíkt undratæki þar um slóðir. Gróa hefur sjaldan lifað skemmti- legri dagstund en þetta ferðalag til Brookhaven. Van Gorek er skemmtilegur ferðafélagi, veðrið er gott og vagninn þægilegur. Gróa er í nýrri kápu, sem frú Palmer færði henni frá New York og hún veit, að hún gefur velættuðum og efnuðum hefðarmeyjum ekkert eftir. í útliti, þar sem hún situr í vagninum og hallar sér upp að hægindinu. Á jórnbrautarstöðinni í Brook- haven verða mikiir fagnaðarfundir. Careen er glæsilegri en nokkru sinni fyrr og augu hennar ljóma af nýrri gleði. Gróa þykist sjá, að vinstúlka hennar sé oröin ástfangin. Og ó heimleiðinni trúir hún Gróu fyrir leyndarmáli. Ungur læknir i Ever- green hefur beðið hennar. Hann heitir Douglas Cramer og er alveg dásamlegur segir Careen. Gróa óskar henni innilega til hamingju og samgleðst henni af öllu hjarta. Um kvöldið, þegar börnin eru háttuð, hjálpast fullorðna fólkið að við að skreyta jólatréð og koma fyrir gjöfum. Gróa hefur aldrei séð annað eins gjafaflóð. Fleiri hlaðar af pökkum nó langleiðina til lofts. Er þessu er lokið bjóða Palmers- hjónin ungu stúlkunum og van Gorek púns i bókaherbergi hússins jg þar sitja þau í mjúkum stólum við arineld og spjalla saman, meðan kyirð og friður fellur á stóra húsið. Frú Hamilton er gengin til náða, svo þau eru þarna aðeins fimm. Palmerhjónin eru að sýna Careen nýútkomna bók, sem mikla athygli hefur vakið, skáldsögu er nefnist Main Street eftir mann Sinclair Lewis að nafni. Gróa er þreytt svo hún blandar sér ekki í umræðurnar, en situr við glugga og lætur sér líða vel, meðan hugurinn reikar víða. Skyndilega finnur hún, að hönd er lögð á öxl hennar og lítur upp. Van Gorek spyr, hvort hann megi setjast hjá henni og hún játar þvi brosandi. Hann sest á bekkinn hjá henni og tekur báðar hendur hennar i sínar. ,,Kæra, litla fröken Olson,” segir hann. „Hvernig stendur á því, að það er alltaf svona mikil ró og friður yfir yður?” Gróu verður svarafátt, hún held- ur helst, að hún hafi alltaf verið svona. Van Gorek segir henni þá, að sér finnist það eins og að koma i helgidóm að vera i nóvist hennar. ,,Ó, herra van Gorek, þetta megið þér ekki halda. Ég er svo ósköp hversdagsleg, með slæma bresti eins og allir aörir.” 4. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.