Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 42

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 42
Dœmisagan um raci og mislitu asnana Einu sinni var mislitur asni og rauður foli. Rauði folinn vildi ekki, að asninn væri mislitur og fékk sér þvi dós af rauðri málningu og ætlaði að mála asnann, en asninn vildi það ekki og vék undan, en folinn elti og hljóp á eftir honum langt fram á nótt, og myrkrið skall á. Á hlaup- unum vöruðu þeir sig ekki á þvi, að þeir voru komnir langt út i mýri, og í myrkrinu hlupu þeir beint ofan í stóra mógröf og lágu þar meðvit- unarlausir eftir fallið. Morguninn eftir, þegar sólin var komin á loft, rönkuðu þeir við sér og litu í kring um sig. Þá sáu þeir fullt af mislitum ösnum allt í kring um sig ofan í mógröfinni, og þeir heyrðu í rymjandi ösnum allt í kring i öðrum mógröfum í mýrinni, þar sem þeir höfðu fallið niður og komust nú ekki upp aftur. Folinn fór nú að svipast um eftir undankomuleið úr gryfjunni, og þegar hann hafði skoðað gröfina vel, þá sá hann, hvar reipi hékk niður af barmi hennar en efst uppi stóð mislitur foli og hélt í reipið. Rauði folinn kallaði þvi upp til mislita folans: „Dragðu mig upp góði, því hérna niðri er ekkert gras að bíta.” Svo beit hann sterku tönn- unum sínum i reipið, og misliti folinn fór að draga hann upp. En það var erfitt og tók langan tíma. En að lokum tókst það, og rauði folinn var kominn upp á gryfju- barminn og hugsaði sig vel um. Átti hann að ganga út á grasið og borða nægju sína, átti hann að hjálpa mislita folanum til að draga upp þá asna, sem enn voru niðri í gröfinni, eða átti hann að hefjast strax handa um að draga alla asnana upp úr gryfjunum allt í kring? En folanum fannst réttast að leysa fyrsta við- fangsefnið fyrst, en ganga síðan að hinum á eftir. Þessvegna kallaði hann til asnanna niðri í gröfinni: „Við látum bandið síga niður aftur og drögum ykkur upp. Þegar ég hef tíma til, þá ætla ég að ná í stiga svo Blaðamaður Vikunnar lýsir eigin reynslu af Grensásdeildinni Asnar geta dottið ofan í mógröf hvenær sem er. Ég þekki einn asna, sem bar svo þungar klyfjar, að hann varð þreyttur á göngunni. Þá sá hann vatnspoll á mógryfjubarmi og beygði hausinn niður til að drekka. En hann var svo mikill asni, að hann skildi það ekki, að þegar hann beygði hausinn niður, þá fékk hann yfirballans og endasteyptist því beint ofan i mógröfina. En samt var þessi asni ekki það mikill asni, að hann neitaði hjálpinni, þegar mis- liti folinn bauðst til að draga hann upp. Hann losaði sig þvi við byrðarnar í fljótheitum. beit í reipið og klöngraðist upp með aðstoð mislita folans alla leið upp á gryfju- barminn. Þar sá hann strax rauða folann og bauðst til að hjálpa honum til að sefa hina asnana, svo hann fengi tíma til að ná i stigann og létta á erfiðleikunum. Ég þekki þennan asna mætavel. Það er ég. Og ég var einn sunnudag að ganga um gólf heima í stofu og var að hugsa um skattana mína, og ég hugsaði með mér;,,Fjandinn sjálf- ur”, ogsem ég hafði þetta mælt, þá datt ég á hausinn ofan á teppið á stofugólfinu. Allir slógu þvi föstu, að ég hefði fengið slag, þangað til , .misliti folinn með reipið” kom og skoðaði mig. Þá sagði hann: „Þessi asni hefur haft of þungar byrðar, og þegar hann ætlaði að beygja sig til að fá sér vatnsdropa, þá fékk hann yfirballans.” Eftir að fleiri „folar” höfðu skoðað mig vandlega og sagt það sama, flutti þeir mig á Grensásdeildina og ,,fóru að toga í reipið.” En nú skulum við alveg hætta að tala um rauða fola og mislita asna. Yfirlækrjinn á Grensásdeildinni skulum við bara kalla Ásgeir, vegna þess að pabbi hans, hann Ellert, kallaði hann Ásgeir. Og alla mislitu asnana skulum við ekki lengur kalla asna, af því þeim kynni að mislíka það. 42 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.