Vikan


Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 27.01.1977, Blaðsíða 45
 Lagt út á hinn mjóa veg. „bát” á þurru landi. sem ég átti að rugga, og síðast en ekki síst, þá átti. ég að hlaupa niður úr kjallara upp á efstu hæð og niður aftur, 20 sinnum fyrsta daginn. 80 hæðir!!! Ég var borinn i rúmið eftir það og svaf eins og maður allt til morguns i fyrsta sinn í langan tíma. Anna Stína vissi miklu meira um alla mína likamsbyggingu en ég sjálfur. Þegar ég var orðinn latur, þá átti hún það til að pota með vísi- fingri einhvers staðar í mig og segja: „Þessi vöðvi. Finnurðu hann? Þú þarft að þjálfa hann bet- ur.” Og undan því varð ekki komist, að nú varð ég að standa á vinstra fæti og beygja mig ofan í gólf, þar til ég sat á hælnum, og rétta mig siðan upp aftur. Sama hvað ég datt oft á hausinn...ekki mátti ég hætta, fyrr en ég gat þetta. Fyrst hélt ég, að þetta væri ekki hægt, en þegar hún var orðin ánægð, þá vissi ég, að ég vissi ekki neitt. Einu sinni i veðri, sem ég hefði ekkj sigað hundi út í varð ég að gjöra svo vel að fara í kapphlaup við hana heilan hring i kring um spít- alann — á tánum! Ég varð annar i mark! Svo fékk ég að fara.heim, og það sem mér þótti einna einkennilegast við heimkomuna var, að ég kveið ekkert fyrir því að þurfa að labba upp stigana á aðra hæð. Kannski var það þessvegna, að ég snéri mér við, þegar ég var kominn út á götu og veifaði i áttina til Grensásdeildarinnar og sagði upphátt: „Guði sé lof fyrir Grensás- inn!” KARLSSON. I grein í STERN er fjallar um börn á villigötum sáum við nokkur atriði, sem foreldrar ættu að hafa í huga ef þeir vilja forða barninu frá að verða vandræða- barn. Hér eru fimm veigamestu atriðin: 1. Fyrstu þrjú árin í lífi barns er nauðsynlegt að móðir eða nán- ustu ætcingjar séu sem sjaldnast fjarri barninu. 2. Foreldrar ættu oftar að lesa fyrir börnin, sýna meiri þolin- mæði og hlusta meira á þau. Hrós er mjög mikilvægt fyrit barnið. 3. Foreldrar eiga ekki að krefjast þess af börnum sínum að þau séu ávallt fremst í flokki. Ef gerðar eru of miklar kröfur til barna geta þau hæglega orðið sinnisveik. 4. Fullorðnir ættu að minnast sinnar eigin barnæsku og þarfar- innar fyrir ærsl, hróp og köll. Því er nauðsynlegt, ef þröngt er heima fyrir, að leyfa barninu að njóta frjálsræðis á útivistar- svæðum. 5. Hin „rafknúna bamagæsla", sjónvarpið, má ekki hafa of mikil áhrif á heimilislífið. Börn undir átta ára aldri ættu ekki að horfa ein á sjónvarp, og þegar börn eldri en átta ára horfa á sjónvarp- ið, þá eiga foreldrar að gefa sér tíma til að ræða viö þau um sjónvarpsefniö. FRANSKUR LISTMÁLARI, Jean Claude Biraben að nafni, vill endilega hafa meiri húmor í húsgógnum fólks og þessvegna smíðaði hann þessa skúffu og stólinn með áföstum jakka úr tré. Býsna skemmtileg hugdetta að tarna. HÉR ER EINKAR SNYRTILEG EGGJAGEYMSLA. sem þýskt blað segir að sé aftur í tísku, þar sem oft sé hentugt að hafa eggin á öðrum stað en í kæliskápnum. ÚR ÝMSUM ÁTTUM 4. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.