Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 12

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 12
Þegar ég sest niður með blaðið mitt á morgnana, meö- an ég drekk seinni sopann í ró og næði, stoppa ég alltaf við síðuna, þar sem atvinnu- auglýsingarnar eru. Ég les þær allar, rétt eins og margir þeir, sem ekki sjá fram á að geta í náinni framtíð keypt sér húsnæði, lesa auglýsingar fasteignasalanna frá orði til orðs. Það er ekki oft, sem ég rekst á spennandi auglýsing- ar. Það er helst, að einka- ritaraauglýsingarnar fá hjart- að til að slá örlítið hraðar. Ég kemst í svipaöa stemmningu og á unglingsárunum, þegar ég var að lesa rómantískar skáldsögur um einkaritara og flugfreyjur, sem ferðuðust um heiminn, brostu framan í fólk og leystu allra vanda og duttu að lokum í eftirsóttasta lukku- pottinn, hjónabandið. Auglýsing eins og „Stórt fyrirtæki óskar að ráða einka- ritara. Góð laun fyrir réttan starfskraft. Fjölbreytt starf og möguleikará ferðalögum inn- an lands og utan", hefur alltaf einhvern æfintýrablæ. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það, að þótt orðin einkaritari og starfs- kraftur séu bæði í karlkyni er verið að sækjast eftir kven- manni í starfið — enda úti- lokað, að nokkur karlmaður geti uppfyllt þær kröfur, sem gerðar eru til góðs einka- ritara. Ég á lítið kver, sem heitir ,,Að vera góður einkaritari." i inngangskafla þess eru taldir upp eftirfarandi höfuðkostir góðs einkaritara: „Hún (einkaritarinn er að sjálfsögðu alltaf kallaður HÚN í frumtextanum, ensku) er óendanlega hjálpsöm og skilningsgóð, og aöal mark- mið hennar er að létta vinnu- álag deildarstjórans, sem hún vinnur fyrir og ráða fram úr vandamálum hans og minni háttar árekstrum. Hún er hjálpartækið, sem hann notar til að byrja á verkefnunum, stjórna þeim og Ijúka. Hún hjálpar honum á erfið- um dögum og leiðir hann gegnum erfiðleikana eins auðveldlega, fljótt og árang- ursríkt og hægt er. Það er gegnum hana, sem samskipti deildarstjórans við fjölda fólks fara — hún á að treysta góð samskipti hans við aðra, innan fyrirtækisins og utan. Hún kemur með tillögur um, hvernig auka má vinnu- hagræðingu og afköst, og hún er ávallt reiðubúin að taka við hálfunnum verkum húsbóndans og Ijúka þeim. Hún virðir hann og er stolt af velgengni hans og reynir að koma í veg fyrir, að honum verði á mistök. Hún sýnir aldrei óþolin- mæði, reynir að hafa róandi áhrif á húsbóndann og hefur djúpan skilning á takmörkun- um hans. Oft virðist starfið vanþakk- látt og lítilsvirt, en samt getur hún fengið ómælda ánægju út úr því að eiga verulegan þátt í að ná því takmarki, sem deildarstjórinn hennar vinnur að. Góður einkaritari hefur í rauninni fulltrúaumboð og í sumum tilfellum viðurkennda fulltrúastöðu, en til slíkrar stöðu verður ekki unnið nema með því að sýna mikla hæfi- leika og rétt viðhorf." Síðan er tíundað ýmislegt, sem einkaritarinn má aldrei gleyma. Og þá verður manni spurn. Hvað hefur deildar- stjórinn eiginlega að gera hjá fyrirtækinu annað en flækjast fyrir og hirða launin sín, úr því hann hefur slíkan einkaritara? Nei, framangreindur kafli innan gæsalappanna er ekki úr neinni grínbók. Hann er tekinn úr háalvarlegri bók, sem heitir á frummálinu „How to be an effective secretary," þar sem útlistuð eru á 250 síöum ótal tæknileg og sálfræðileg atriði, sem einkaritarinn þarf að kunna skil á. Bókin, sem kom út árið 1972, er skrifuð af Lance Secretan, forstjóra einnar stærstu ráðningarstofu Bret- lands, Manpower Ltd. Það' verður að ætla, aö maðurinn viti, um hvaö hann er að tala, því bretar hafa lengi þótt standa þjóða fremstir í skrif- stofulistum og aðrar þjóðir sótt til þeirra menntun og starfskrafta á því sviði. Ekki get ég að því gert, að það sem sagt er um höfuð- kosti einkaritarans minnir mig á konuna í afmælis- og minningargreinunum, sem stendur við hlið eiginmanns í blíðu og stríðu, fórnar sér fyrir hann og reynir á allan hátt að létta honum störfin og býr honum fagurt heimili, þar sem hann á öruggan griðarstað í faðmi fjölskyld- unnar að erilsömum og erfið- um starfsdegi loknum. Þó er alls ekki hægt að jafna þessu tvennu saman, því sé kona á annað borð reiðubúin að fórna sér fyrir framavonir karlmanns, hlýtur það að vera skemmtilegra ef sá, sem í hlut á, er einhver , sem henni þykir vænt um, heldur en einhver úti í bæ, sem kannski notar fyrsta tækifæri til að sparka henni, eftir að tak- markinu innan fyrirtækisins er náð. Eða hvað finnst ykkur? Þ.Á. Hven Nú er íslenska sjónvarpið loks að komast til vits og ára. Flestir munu og vænta þess, að einhverjar breyt- ingar verði til batnaðar á næstunni, og eru útsend- ingar í lit þá efst á baugi. Það er næsta furðulegt, hversu hægt gengur að taka ákvarðanir í þessum málum, og er það nánast tillitsleysi gagnvart fjölmörgum sjón- varpsnotendum, sem þegar hafa lagt mikið fé í kaup á litsjónvarpstækjum. Lögð hefur verið fram skýrsla um sjónvarpsmál hér á landi og um það, hvernig hagkvæm- ast yrði að koma litsjón- varpinu í gang. Sú skýrsla var lögð fyrir ráðamenn, en ekki birt opinberlega, og er því í athugun, ef að líkúm lætur, nema henni hafi einfaldlega verið stung- ið undir stól. Er ekki algjör óþarfi að fara með slíka skýrslu eins og eitthvert leyndarmál? Hvað er í þess- ari skýrslu, sem almenning- ur má ekki vita? Vonandi koma stjórnvöld auga á það sem fyrst, hversu mikilvægt er að taka afstöðu til slíkra mála, sem eru svo stór þáttur í lífi hins almenna borgara. Vikan leitaði upplýsinga hjá sjónvarpinu og spurðist þar m.a. fyrir um, hvað væri sent út í lit nú þegar. Eftir- farandi upplýsingar fengust þar: Fastir þættir, sem sendir eru út í lit, eru þessir: Húsbændur og hjú, Maja á Stormey, Prúðuleikararnir og Fleksnes. Af öðru efni má nefna: Flest erlend leik- rit, mikið af erlendu auka- efni og einnig íþróttaefni, t. d. myndir frá ólympíuleik- um. Þetta er að sjálfsögðu spor í rétta átt, en þó varla nema hænufet. Það væri til 12VIKAN 9. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.