Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 15

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 15
Fyrstu slökkvibílarnir í Rvk. um 1920. Við stýrið á fremri bílnum, sem er dælubíll, situr Guðvaldur Jónsson, og við hlið hans er Þórður Jónsson. Við stýri aftari bílsins situr Karl Bjarnason, og við hlið hans er Tonni (Anton Eyvindsson). Á bak við þá með einkennishúfu stendur Karl Moritz, sem lengi var navörður. Milli bilanna standa hjálma) slökkviliðsstjórarnir Ingimundarson (í dökkum Kristófer Sigurðsson. V’.' - t ‘ "', Svona dæla var notuð við brunann mikla 1915, eða um það leyti er Tonni hóf störf á slökkvistöðinni. Lengst t.v. er Knud Ziemsen borg- arstjóri að benda, en næst honum við dæluna (með yfirskegg) eru járnsmiðirnir Páll Magnússon og Jón Sigurðsson. Standandi með lúðurkassann er Bjarni Pétursson, en uppi á dælunni stendur ,,bunu- meistarinn" Sigurjón Pétursson (á Álafossi), síðan eru fjórir menn við lengst t. h. og þeir þar Sigurbjörn l>or- Kristinn Pétursson leifur Þórðarson . sem lengi var biói. Strákurinn minnir furðu- Benediktsson, sem borgarstjóri. — Voru þessar stöður auglýstar lausar, Tonni? — Já, og um þær sóttu hvorki meira né minna en 86 manns. En við Karl þóttumst nokkuð vissir um að hljóta þessi störf, svo sem og varð. Benedikt bróðir minn var þá þarna fyrir fastráðinn, ásamt Gísla heitn- um Halldórsyni, og ég var því þarna ..hagvanur’’ og raunar við báðir. Karl átti þá líka heima í Skuggahverfinu, nánar tiltekið við Klapparstíg, þar sem Steindór fóst- urfaðir hans bjó. Við vorum góðir félagar, lékum okkur saman og brölluðum ýmsa hluti eins og gengur og gerist með unga stráka bæði fyrr og nú. Við höfðum oft komið niður á Slökkvistöð og þóttumst þekkja þar alla hluti. Knud Ziemsen verkfræðingur var þá borgarstjóri hér, hafði sínar skrifstofur uppi á lofti í sama húsi, og þar unnu tvær stúlkur, og var önnur þeirra Guðbjörg systir Karls. Þú sérð því, að við höfðum átt þangað erindi báðir og vorum öllum hnútum kunnugir. — Voru einhver samskipti milli slökkvistöðvarinnar og skrifstofu borgarstjóra? — Eðlilega og með ýmsu móti i þá daga. Það var t.d. eitt af verkum brunavarðanna á morgnana, að kveikja upp i kolaofninum á skrif- stofunum uppi, þegar kalt var í veðri. Þar voru greidd laun þeirra, sinnt ýmsum erindum og önnur dagleg samskipti eðlileg. Þar var því góður kunningsskapur manna á milli. — Og hvernig var þá daglegt líf brunavarða í þá daga, Tonni? — Því er ekki hægt að líkja við það, sem nú er. Vaktir voru engar, því að við vorum þarna einfaldlega allan sólarhringinn. Þessvegna komum við með föt okkar og sængur í poka, þegar við hófum störf. Við skruppum heim til að borða og snöttuðumst ýmislegt fyrir okkur og stofnanirnar, og héldum við brunaboðakerfinu. Við ræktuðum ánamaðka til sölu, veiddum ógrynni af áli í Tjörninni, gerðum við prímusa, gasluktir (kar- bit), og siðar önnuðumst við hest- ana, þegar þeir komu til sögunnar. Þeir voru að vísu oftast á beit, þar sem nú er Hljómskálagarður- inn, en þar voru öskuhaugar bæjar- ins áður. — Þið veidduð ál í Tjörninni, segirðu. Hvernig gerðuð þið það? — Við útbjuggum álagildrur úr blikkdósum utan af karbit og settum þær víðsvegar i Tjörnina meðfram bakkanum. Við settum gat á miðjan botninn og í lokið, og þegar állinn var kominn þar inn, þá fann hann ekki útgönguleiðina aft- ur. — Voruð þið með margar slíkar gildrur i einu? — Já, svona eitthvað um 10—20 gildrur, og síðan settum við álana í ker, sem við höfðum niðri i porti við stöðina, og létum renna í það vatn. Ofarlega á þessu keri voru smágöt, þar sem vatnið gat síast út, svo það fylltist ekki alveg. Samt kom það fyrir einu sinni, man ég, að þessi göt stífluðust, og kerið fylltist. Þá 9. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.