Vikan


Vikan - 03.03.1977, Qupperneq 18

Vikan - 03.03.1977, Qupperneq 18
Framhaldssaga eftlr HQ.WELLS Copyright the Executors of the Estate of the late H. G. Wells. V /XcJ Hann leit á mig sínum dauflegu, gráu augum og fékk sér svo meira viskí. Hann reyndi að hefja samtal við mig um áfengi og hélt því fram, að hann hefði bjargað lifi mínu með því. Honum virtist kappsmál að leggja áherslu á þá staðreynd, að ég ætti honum líf mitt að launa. Ég svaraði honum út í hött. Brátt var máltíð okkar lokið, vanskapaði maðurinn með odd- hvössu eyrun tók af borðinu, og Montgomery skildi mig aftur einan eftir i herberginu. Allan tímann ollu hljóðin í hinni kvikskomu púmu honum illa duldum æsingi. Hann talaði um kjarkleysi sitt og lét mig um hina augljósu heimfærslu þeirr- ar staðreyndar. Mér fannst sjálfum veinin vera sérstaklega ergjandi, og þau urðu dýpri og ákafari, þegar á daginn leið. Þau voru kveljandi í fyrstu, en stöðug endurtekning þeirra kom mér að lokum alveg úr jafnvægi. Ég henti frá mér þýðingu á Hórazi, sem ég hafði verið að lesa, og fór að kreppa hnefana, bita á vörina og ganga um herbergið. Bráðlega tróð ég fingrunum í eyran. 18VIKAN 9. TBL. EYJfl DR.MOREflClS Tilfinnig sú, sem þessi vein vöktu með mér. óx að styrkleika og varð að lokum svo áköf þjáning, að ég þoldi hana ekki stundinni lengur í þessu lokaða herbergi. Ég gekk út um dyrnar út í svæfandi hita síðdegis- ins, gekk fram hjá aðalinngangin- um — sem ég tók eftir, að var enn læstur — og gekk fyrir hornið á veggnum. Veinin virtust jafnvel enn hærri utan dyra. Það var eins og þau tjáðu alla kvöl heimsins. En ef ég hins vegar hefði vitað af slíkum sársauka í næsta herbergi, og hefði hann verið þögull, held ég — eða svo hef ég haldið eftir á — að ég hefði fullvel getað þolað hann. Þegar þjáningin hefur rödd og kemur taugum vorum til að titra, þá vaknar þessi meðaumkun og veldur oss angri. En þrátt fyrir bjart sólskin og grænt lauf trjánna, sem bærðist fyrir mildri hafgolunni, var heimurinn á ringulreið, sem svartar og rauðar sýnir liðu yfir, þangað til ég heyrði ekki lengur hljóðin úr húsinu fyrir innan marg- lita vegginn. Veran í skóginum Ég skálmaði gegnum kjarrið, sem þakti hæðina bak við húsið, skeytti lítið um, hvert ég fór, og hélt áfram gegnum skuggann af þykkni bein- vaxinna trjáa handa hæðarinnar, og var ég þvi brátt kominn nokkurn spöl áleiðis hinum megin hæðar- innar, þar sem ég gekk niður á við i áttina að læk, sem rann um þröngt gil. Ég staðnæmdist og hlustaði. Vegalengdin, sem ég hafði farið, eða þykknið á milli, deyfði öll hljóð, sem kynnu að koma frá garðinum. Loftið var kyrrt. Svo heyrðist skrjáf, og kanina kom i ljós og hoppaði upp brekkuna fyrir framan mig. Það kom hik á mig, og ég settist niður í jaðri skuggans. Þetta var viðkunnanlegur staður. Lækurinn var hulinn af ríkulegum gróðri á bökkunum, nema á einum stað, þar sem ég sá þríhyrndan blett af glitrandi vatninu. Hinum megin lækjarins sá ég gegnum bláleita móðu, flækju af trjám og skriðjurt- um og yfir henni skærbláan himin- inn. Hér og þar var hvít eða fagurrauð skella, þar sem klifur- plöntur vora að blómgast. Ég renndi augunum yfir þetta útsýni stundarkorn og fór síðan að velta fyrir mér aftur hinum furðulegu sérkennum þjóns Montgomerys. En það var of heitt til að hugsa skýrt, og ég komst brátt í rólegt ástand mitt á milli svefns og vöku. Af þessu móki var ég vakinn, ég veit ekki eftir hve langan tíma, af skrjáfi i laufinu handan lækjarins. Fyrst gat ég ekkert séð nema toppana á burknum og reyr, sem

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.