Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 22

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 22
mynd. Án þess að líta af hinni dökku veru fyrir framan mig laut ég niður og tók upp þennan hnullung. En þegar ég hreyfði mig, sneri veran sér skyndilega á brott eins og hundur og laumaðist skáhallt Iengra inn í dimmuna. Þá mundi ég eftir ráði, sem drengir nota við stóra hunda, vafði steininum inn í vasa- klútinn minn og batt klútinn um úlnliðinn. Ég heyrði hreyfingu lengra burtu milli skugganna, eins og veran væri á undanhaldi. Svo varð hin ákafa geðshraering mín óviðráðanleg, ég rennsvitnaði og hneig niður titrandi, meðan and- stæðingur minn var á flótta og þetta vopn í hendi minni. Nokkur stund leið, áður en ég gat hert upp hugann til að fara niður gegnum skóginn og runnana, sem uxu utan í höfðanum, og niður ó ströndina. Að lokum fór ég þessa leið í einum spretti, og þegar ég kom út úr þykkninu og út ó sandinn, heyrði ég einhvern annan koma með braki á eftir mér. Við það varð ég alveg ringlaður af ótta og tók á rás eftir sandinum. Og undir eins heyrðust mjúkir fætur trítla hratt á eftir mér. Ég gaf frá mér tryllingslegt óp og hljóp nú hálfu hraðara en fyrr. Einhverjar ógreinilegar, svartar skepnur, um það bil þrisvar eða fjórum sinnum stærri en kaninur, komu hlaupandi eða hoppandi upp frá ströndinni i átt til runnanna, þegar ég fór fram hjá. Meðan ég lifi, gleymi ég ekki skelfingu þessa eltingaleiks. Ég hljóp nálægt fjöruborðinu og heyrði alltaf við og við skvampið í fótunum, sem nálguðust mig. Gula ljósið var í fjarlægð, vonlausri fjarlægð. öll nóttin umhverfis okkur var svört og kyrr. Skvamp heyrðist öðru hverju við fætur þess, sem elti mig og færðist stöðugt nær. Ég fann, að ég var að gefast upp vegna mæði, því að ég var alveg óþjálfaður, ég var móður og másandi og fann til í siðunni eins og stungið væri í mig hnifi. Mér skildist, að maðurinn mundi hafa náð mér, löngu áður en ég kæmist til garðsins. Og ég, sem var örvæntingarfullur og hálfkafn- aður af mæði, sneri til baka og sló hann, þegar hann kom að mér — sló af öllu afli. Við þetta þetta losnaði steinninn úr vasaklútnum. Þegar ég sneri mér við, reis maðurinn, sem hafði hlaupið á fjórum fótum, ó fætur, og skeytið lenti beint á vinstra gagnauga hans. Það glumdi í hauskúpunni, og mannsdýrið hljóp á mig og hrinti mér aftur á bak með höndunum, og síðan skjögraði það fram hjá mér og féll kylliflatt á sandinn með andlitið í sjónum. Og þar lá það kyrrt. Ég gat ekki fengið sjálfan mig til að nálgast þessa svörtu hrúgu. Ég skildi hana eftir þarna, þar sem vatnið gjálfraði i kringum hana undir kyrrum stjörnunum, forðaðist að koma nálægt henni og hélt leiðar minnar í átt til gula ljóssins í húsinu. Og bráðlega létti mér greinilega við það, að ég heyrði hið FAZASftÁfAR ÓDYRIR OG HENTUGIR I mörgum stærðum og gerðum Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN EYJfi DR.MOREfiUS NÝTT SÝNINGARTJALD blátt. Loksins kom tjald sem endur- varpar réttum litum. Eiginleikartjalddúksins eru þeir, að litir verða eins og þeir voru upphaflega myndaðir. Á tæknimáli er þetta kallað að endurvinna réttan lithita. Lampi í sýningarvél gefur litun- um rauðan blæ. Þessi rauði litur er leiðréttur á bláu tjaldinu. Litirnir verða réttari. Þetta er leyndarmálið að baki bláa tjaldsins. Skuggamyndir og kvikmyndir verða með sannari litum. Komið og sjáið muninn. Austurstræti 6 Simi 22955 átakanlega kvein púmunnar, en það hljóð hafði upphaflega rekið mig út til að kanna þessa leyndardómsfullu eyju. Og þegar hér var komið, herti ég upp hugann eins og ég best gat, þótt ég væri máttfarinn og hræði- lega þreyttur, og tók á sprett aftur í áttina til ljóssins. Mér virtist rödd vera að kalla á mig. Öp mannsins Þegar ég nólgaðist húsið, sá ég, að ljósið skein út um opnar dyrnar á herbergi mínu, svo heyrði ég Mont- gomery kalla „Prendick,” og kom röddin úr myrkrinu við hliðina á rauðgula ganginum. Ég hélt ófram að hlaupa. Bráð- lega heyrði ég í honum aftur. Ég svaraði með lógri kveðju og var eftir andartak búinn að staulast til hans. „Hvar hafið þér verið?” sagði hann og hélt mér í armlengd frá sér, svo að ljósið frá dyrunum féll á andlit mitt. „Við höfum báðir verið svo önnum kafnir, að við gleymdum yður þangað til fyrir um það bil hálftíma! Hann leiddi mig inn í herbergið og lét mig setjast í hægindastólinn. Augnablik vtir ég blindaður af ljósinu. „Við héldum ekki, að þér mund- uð fara að kanna þessa eyju okkar án þess að láta okkur vita,” sagði hann. Og svo bætti hann við: „Ég var hræddur! En... hvað... halló!” Því að síðustu kraftar mínir voru þrotnir, og höfuð mitt hneig niður á bringuna. Ég held, að hann hafi haft vissa ánægju af að gefa mér koníak. „I guðs bænum”, sagði ég, „krækið þessari hurð.” „Þér hafið verið að kynnast sumum af leyndardómum okkar, er það ekki?” sagði hann. Hann læsti dyrunum og sneri sér aftur að mér. Hann spurði mig engra spurninga, en gaf mér meira koníak og vatn og hvatti mig til að borða. Ég var að niðurlotum kom- inn. Hann sagði eitthvað óljóst um, að hann hefði gleymt að aðvara mig, og spurði mig stuttlega, hvenær ég hefði farið úr húsinu og hvað ég hefði séð. Ég svaraði honum jafnstuttlega með nokkrum setningarbrotum. „Segið mér, hvað á þetta allt að þýða?” sagði ég í ástandi, sem nálgaðist móðursýki. „Það er ekkert mjög hræðilegt,” sagði hann. „En ég held þér séuð búinn að fá nægan dagsskammt af þvi! Púman rak allt i einu upp hvellt kvalaóp. Þá bölvaði hann lágt. 22VIKAN 9. TBL. Framhald (næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.