Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 41

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 41
„Já, hann hafði fengið sér góðan kvöldverð, en aðeins drukkið lítið eitt,” svaraði Rapa lögregluforingi. ,,Já, einmitt,” sagði ég og mér létti. Ég hefði ekki getað afborið það, ef faðir minn hefði látist vegna eigin vanrækslu. En hvers vegna fannst mér enn eitthvað þurfa skýringar við. Ég var gráti næst og treysti mér ekki til þess að bera fram fleiri spurning- ar. Þó langaði mig að vita, hvort hann hafði verið einn um borð. Lögregluforinginn reis nú á fæt- ur, lagði eitthvað á borðið og sagði: „Mér datt í hug, að þú vildir fá þetta.” Þarna á borðinu lá lykill og við hann var festur merkimiði með nafninu Prescott. „Ef þetta er lykillinn að bónda- býlinu,” sagði ég, „þá vantar mig heimilisfangið.” „Það er ekkert heimilisfang, en ef þú ferð veginn frá Xaghra og út að Ramlaflóa, þá kemurðu að troðningi til vinstri handar. Þar eru akrar á báða vegu og við endann á þessum troðningi er bóndabýlið. Þar er ekkert annað hús og unhverfis býlið vaxa olífutré og þyrnótt perutré. Ef þú vilt skal ég gjarnan aka þér þangað.” „Þú ert mjög hugulsamur,” sagði ég, „en ætli ég kjósi ekki fremur að fara ein.’ „Þú þarft á bíl að halda,” sagði Rapa. „Við erum með MG-bíl föður þíns, en við höfum ekki lokið við að rannsaka hann til fulls. Eftir einn eða tvo daga ættirðu hins vegar að geta fengið hann.” „Hvers vegna þurfið þið á honum að halda?” Það virtist ekkert geta slegið lögregluforingjann út af laginu og hann sagði: „Jafnvel venjubundin rannsókn getur tekið sinn tíma.” Mér fannst svar hans engan veginn fullnægjandi, en lét það kyrrt liggja. Rapa lögregluforingi myndi hvort eð var ekki fást til þess að segja mér annað en það, sem hann kærði sig um. „Fer enginn áætlunarbíll til Xaghra?” spurði ég. „Jú, að visu, en leiðin þangað.er löng og auk þess er mjög heitt í veðri á daginn. Ef þú kærir þig ekki um að aka sjálf geturðu fengið bílstjóra með bilaleigubílnum, ell- egar þú gætir tekið venjulegan leigubíl." „Þakka þér fyrir upplýsingarnar. Ég ætla að fara seinna, kannski oftir hádegi.” Um leið og lögregluforinginn bjóst til að fara, sagði hann: „Láttu mig endilega vita, ef ég get orðið þér að einhverju liði. Eftir að þú hefur litið á húsið, er kannski ýmis- legt, sem þig langar að spyrja nánar um.” „Hefur þú komið þangað?” „Já, ég komst ekki undan þvi, en þar var hvergi skilaboð að finna.” Það var ekki fyrr en Rapa lög- regluforingi var farinn, að ég áttaði mig á því, hvað hann átti við með orðinu skilaboð. Hann var auðvitað að hugsa um einhvers konar sjálfs- morðsorðsendingu. Sjálfsmorð? Faðir minn? Það var blátt áfram óhugsandi. Ég fór upp á herbergi og settist út á svalir meðan ég hugleiddi ferð mína til Xaghra. Ég var að bræða það með mér, hvort ég ætti að taka bílaleigubíl eða venju- legan leigubíl. Ég hafði ekki komist að neinni niðurstöðu, þegar bankað var á dyrnar. Framhald í næsta blaði ITT LITSJÓNVARPSTÆKI ,R pN N Vt? lX\*i ITT sjónvörp eru að sjálfsögðu með köldu kerfl. VIDOM KERFI ITT byggir litsjónvarpstæki sín upp á einingum og við hverja einingu er tengt ljós. Þegar bilun verður í einingu slökknar ljósið. Þetta auðveldar mjög viðgerðir, þannig að 90% viðgerða fer fram í heimahúsum. ITT hefur í sinni þjónustu 25.000 manns sem eingöngu vinna við rannsóknir og tilraunir. Þetta tryggir að nýjasta tækni er ávallt notuð í tækjum frá ITT. ITT hefur á litsjónvarpstækjum sínum sérstakan takka, sem sjálvirkt, samræmir bestan lit og skarpleika myndar. ITT er búið sjálfvirku öryggi, sem virkar þannig að ef rafmagnsspennan fer upp eða niður fyrir æskilega spennu, þá slökknar á tækinu, og fer það ekki í gang aftur fyrr en spennan er orðin eðlileg. Þetta kemur í veg fyrir að viðkvæmir hlutir skemmist. HAFNARSTRÆTI 17 SÍMÍ 20080 9.TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.